15. fundur 10. maí 2023 kl. 08:15 - 09:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
 • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
 • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
 • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
 • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
 • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
 • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna myndi bætast við eitt mál, liður 14, fundargerð jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefndar þar sem liðir 14.2 og 14.7 yrðu afgreiddir sérstaklega. Þá lagði hann til að liður 12.17 trúnaðarmál yrði tekið fyrir í lok fundar.
Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2301081

Oddviti fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda síðan í apríl.

2.Ársreikningur 2022 Rangárþing ytra

2304019

Ársreikningur Rangárþings ytra 2022. Seinni umræða
Bókun fulltrúa Á-lista:
Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2022 var staðfestur af byggðaráði miðvikudaginn 19. apríl 2022 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar miðvikudaginn 19. apríl 2022 og var vísað til seinni umræðu. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn. Ársreikningurinn hefur að geyma samantekin reikningsskil fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A og B hluta starfsemi sveitarfélagsins sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs, Rangárljós og Suðurlandsvegur 1-3 hf.

Rekstrartekjur A og B hluta á árinu námu 3.179 milljónum kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 293 milljónir kr en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 218 milljónir kr. Samtals eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 2.896 milljónum kr. EVG, MHG, ESS, ÞDÞ.

Bókun fulltrúa D-lista:
Við yfirferð ársreiknings Rangárþings ytra fyrir árið 2022 kemur margt jákvætt fram. Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 218 milljónir króna og A- og B-hluta um 293 milljónir króna. Það er talsvert umfram væntingar í fjárhagsáætlun (með viðaukum) síðasta árs og skýrist að mestu á því að tekjuliðir eru allir umfram áætlun. Útsvarstekjur eru um 35 milljónum hærri en áætlað var og greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um 83,5 milljónir umfram áætlun. Þá eru aðrar tekjur sveitarfélagsins tæpum 150 milljónum umfram áætlun. Handbært fé frá rekstri á síðasta ári ásamt veltufé frá rekstri var umtalsvert meira en gert hafði verið ráð fyrir. Handbært fé í árslok var jafnframt margfalt meira en ráð hafði verið fyrir gert, eða 221,6 milljónir í stað 21 milljón skv. áætlun. Það sýnir m.a. að rekstur sveitarfélagsins er býsna sterkur og byggir áfram á traustum grunni síðustu ára.
Þrátt fyrir að tekjuhliðin sé sterk og rekstrarniðurstaðan jákvæð eru þó þættir sem nauðsynlegt er að vekja sérstaka athygli á og bregðast við. Rekstrargjöld A-hluta án fjármagnsliða eru um 90 milljónir umfram áætlun í A-hluta (fjárheimildir) sem er áhyggjuefni, sér í lagi vegna þess að síðasti viðauki við fjárhagsáætlun síðasta árs var tekinn til afgreiðslu á 7. fundi byggðarráðs og staðfestur af sveitarstjórn 9. nóvember 2022 þegar tæpir tveir mánuðir voru eftir af rekstrarárinu. Þar af fara laun fram yfir fjárheimildir um rúmar 14 milljónir sem er vel rúmlega stöðugildi með launatengdum gjöldum og annar rekstrarkostnaður um rúmar 70 milljónir sem eru umtalsverðir fjármunir sem eytt hefur verið í rekstur án fjárheimilda. Nauðsynlegt er að forstöðumenn stofnana séu ávallt meðvitaðir um nauðsyn þess að halda sig innan áætlana og fjárheimilda og undantekningalaust að sækja um heimild til sveitarstjórnar ef frekari fjárútlát eru nauðsynleg. Að öðrum kosti er verið að ráðstafa fjármunum almennings í leyfisleysi. Eins er mikilvægt að sveitarstjóri og aðrir sem stýra fjármunum sveitarfélagsins séu vakandi þegar svona staða kemur upp og grípi í taumana svo koma megi í veg fyrir svo mikla framúrkeyrslu.
Föstum stöðugildum sveitarfélagsins fjölgaði um 15 á árinu 2022, úr 114 í 129. Fjöldi starfsmanna fór úr 142 í 157. Það er fjölgun stöðugilda um 13% á einu rekstarári sem er veruleg fjölgun. Hjá Odda bs. fjölgaði stöðugildum um 12 á árinu, sem jafnframt er mikil fjölgun á einu ári. Nauðsynlegt er að gæta að þessari þróun og bregðast við. Fjölgun stöðugilda og almenn þróun starfsmannahalds sveitarfélags er veiga mikið atriði þegar horft er til rekstrar og ber því að gæta vel að þegar við sjáum tölur sem þessar. Sérstaklega mikilvægt nú þegar við horfum fram á krefjandi tíma, mikla uppbyggingu og nauðsyn á að reksturinn skili afgangi og sé innan þeirra marka sem sett eru fram í áætlunum. Hagræðing og tilfærsla starfamanna innan rekstareiningarinnar gæti í einhverjum tilfellum skilað sama og jafnvel betri árangri og ber að skoða það í hverju tilfelli.
Rekstur Odda bs. er lang stærsti rekstrarliður Rangárþings ytra. Reksturinn kostaði 1.305,4 alls milljónir króna á síðasta ári og þar af er hlutur Rangárþings ytra 1.023,7 milljónir eða 94,7 milljónum hærri en árið 2021. Rekstrarkostnaður er að aukast umtalsvert og útgjöld umfram heimildir af rekstrinum í heild námu tæpum 23 milljónum á árinu, þrátt fyrir viðauka við upphaflega fjárhagsáætlun. Af því nam launakostnaður umfram fjárheimildir 16,5 milljónum sem er andvirði um eins og hálfs stöðugildis. Nauðsynlegt er að styrkja utanumhald um rekstur Odda bs. og að framkvæmdastjóri byggðasamlagsins fylgi því betur eftir að áætlanagerð sé vandaðri og að skólastjórnendur haldi rekstri innan fjárheimilda svo koma megi annars vegar í veg fyrir viðauka á miðju rekstarári og hinsvegar í veg fyrir framúrkeyrslu sem nemur á þriðja tug milljóna líkt og á árinu 2022.
Það er umhugsunarvert að aðeins virðast vera haldnir 2 fullskipaðir fræðslunefndarfundir á ári. Telja undirrituð nauðsynlegt í því samhengi m.a. að flýta vinnu viðræðunefndar um útfærslu samstarfsverkefna og þar er veigamest starfsemi innan Odda.
Mikil fjárþörf þessa árs og næstu ára til uppbyggingar kallar á að sveitarfélagið skili jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á nokkur hundruð milljónir uppsafnað á komandi árum. Afkoma síðasta árs gefur vísbendingar um að áætlanir um tekjur sveitarfélagsins í langtíma fjárhagsáætlun séu fremur varlega áætlaðar en hitt. Það er jákvætt. Hefði rekstarkostnaður ársins 2022 verið í samræmi við fjárheimildir hefði afkoman verið um 90 milljónum betri en raun varð sem eru umtalsverðir fjármunir. Ljóst er að langtímaáætlun gerir ekki ráð fyrir þeirri verðbólgu sem nú er. Töluverð lántaka er fyrirhuguð og gera má ráð fyrir að hún verði dýrari en gert var ráð fyrir a.m.k. þegar horft er til skamms tíma. Til að áætlanir um afkomu standist á næstu árum og til að lágmarka kostnaðarsama lántöku eins og frekast er kostur er algjör nauðsyn að betur sé haldið utan um útgjöld sveitarfélagsins og tryggt sé að áætlanir í þeim efnum standist. Þar bera stjórnendur sveitarfélagsins ríka ábyrgð. IPG, EIÞ,ÞS.

IPG og JGV tóku til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2022.

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við rekstur sveitarfélagins sem skilar sér í góðri rekstarniðurstöðu.

3.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

2206041

Endurskoðun samþykkta Rangárþings ytra og viðauki. Seinni umræða.
Lagður fram viðauki við Samþykktir Rangárþings ytra varðandi fullaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu skv. 3 mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 2002 og breytingar á samþykktum Rangárþings ytra til seinni umræðu.

Samþykkt samhljóða.

4.Erindisbréf nefnda - endurskoðun

2207031

Lögð fram drög að erindisbréfum markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar, heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar, skipulags- og umferðarnefndar og umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar.

Lagt til að vísa drögum að erindisbréfunum til viðkomandi nefnda til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

5.Stofnframlag sveitarfélags - Bjarg íbúðafélag hses

2304064

Lögð fram beiðni frá HMS að sveitarfélagið staðfesti að veita stofnframlag til Bjargs íbúðarfélags hses til byggingar á leiguhúsnæði að Lyngöldu 4, Hellu. 12% stofnframlag sveitarfélagsins myndi nema kr. 29.954.259 sem myndi greiðast með skuldajöfnun gjalda og beinna fjármuna. Áætlað er að framlag sveitarfélagsins á árinu 2023 verði 75% af heildarframlaginu eða kr. 22.465.694 og þar af beint fjárframlag kr. 5.541.349.

Lagt til að samþykkt verði að veita stofnframlag til verkefnisins og að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins til mæta kostnaði sem yrði mætt með lækkun á handbæru fé.

JGV og IPG tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

6.Byggðaþróunarfulltrúi í Rangárvallasýslu

2301021

Lagt fram minnisblað frá fundi vinnuhóps um byggðarþróunarfulltrúa Rangárvallarsýslu og drög að samstarfssamningi til fimm ára milli SASS og Rangárþings ytra og Rangárþings eystra um atvinnu- og byggðarþróun á starfssvæði sambandsaðila.

Lagt til að sveitarfélagið verði þátttakandi í verkefninu, gengið til samninga við SASS og Rangárþing eystra verði leiðandi sveitarfélag. Kostnaður við verkefnið á árinu 2023 er áætlaðar kr. 1,3 milljón sem yrði mætt með viðauka við fjárhagsáætlun ársins sem myndi færast á atvinnumál og mætt með lækkun á handbæru fé.

Einnig er lagt til að skipa Eggert Val Guðmundsson og Eydísi Þ. Indriðardóttur í starfshóp um ráðingarferlið og til vara Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur og Þröst Sigurðsson.

Samþykkt samhljóða.

7.Stoppustuð á Hellu

2305004

Beiðni frá Orkusölunni um endurnýjun á hleðslustöð fyrir utan Miðjuna á Hellu.
Lagt til að samþykkja beiðni Orkusölunnar um endurnýjun á hleðslustöð fyrir utan Miðjuna á Hellu enda falli enginn kostnaður á sveitarfélagið.

JGV tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

8.Bílastæði við Miðjuna

2305006

Lagðar voru fram upplýsingar um skoðun á þeim möguleika að sveitarfélagið fái tímabundin afnot í sumar að bílastæðum á lóð Olís/Haga gegnt Miðjunni á Hellu.

Lagt til að fela sveitarstjóra að ganga frá samning við Olís/Haga um afnot að umræddu svæði fram að 1. sept. nk. undir bílastæði og þá með í huga að þau yrðu sérstaklega notuð sem langtímastæði.

Samþykkt samhljóða.

9.Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis - málasafn 2023

2303006

Umsagnarbeiðnir frá Allsherjar- og menntmálanefnd Alþingis um breytingu á lögum um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna og frumvarps til laga um Mennta- og skólaþjónustu, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um frumvarp til laga um kosningalög o.fl, Atvinnuveganefnd um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026 og frumvarps til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða og Umhverfis- og samgöngunefnd um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.
Lagt fram til kynningar.

10.Byggðarráð Rangárþings ytra - 13

2303019F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
 • 10.1 2304004F Umhverfisnefnd - 3
  Byggðarráð Rangárþings ytra - 13 Bókun fundar Rætt um hugmynd umhverfisnefndar að hafa umhverfisviku á maí.

  Lagt til að haldin verði umhverfisvika í sveitarfélaginu dagana 22.-28. maí. Í henni verði lögð áhersla á upplýsingagjöf með það að markmiði að auka umhverfisvitund og ábyrgð íbúa, fyrirtæka og gesta á nærumhverfið. Einnig er lagt til að laguardagurinn 27. maí verði aukaplokkdagur þar sem fyrri tímasetning fennti í kaf. Stofnanir sveitarfélagins sem og íbúar, fyrirtæki og gestir eru hvattir til að taka þátt í umhverfisvikunni til að leggja hönd á plóg til að fegra umhverfið.

  Samþykkt samhljóða.

11.Oddi bs - 10

2304001F

Lögð fram til kynningar.

12.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12

2304002F

 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Varðandi heiti spildunnar telur nefndin rétt að ef útskipt spilda á ekki að sameinast annarri lóð verði breytt um heiti hennar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á útskiptum lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Breytingin myndi kalla á endurskoðun á deiliskipulagi fyrir svæðið og jafnframt þyrfti að endurauglýsa lóðirnar til að reglur um lóðarúthlutun yrði framfylgt. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að beiðni umsækjanda verði hafnað. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að beiðni umsækjanda verði samþykkt. Áformuð fjölgun gistirýma er í samræmi við skilmála í aðalskipulagi. Nefndin vill þó árétta að lóðarhafi leggi fram deiliskipulag af svæðinu og verði það gert í kjölfarið á breytingu á afmörkun lóðarinnar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að beiðni umsækjanda verði vísað til frekari úrvinnslu starfshóps um miðbæjarsvæði. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • 12.17 2304061 TRÚNAÐARMÁL
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Byggingarleyfi fyrir vindmyllunum var gefið út í mars 2023. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að taka saman gögn í samræmi við efni erindisins og leggja fyrir sveitarstjórn. Bókun fundar Tekið fyrir í lok fundar og fært í trúnaðarmálabók.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Mikil óvissa virðist vera í málefnum tengdum laxagöngu og vistkerfi laxfiska vegna stíflunnar. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að afgreiðslu á erindi Landsvirkjunar verði frestað þar til gagnaöflun lýkur. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd fellst á að gert verði ráð fyrir aðgerðum til að draga úr hraða á umræddum vegi. Nefndin leggur til að forstöðumanni þjónustumiðstöðvar verði falið að ganga til viðræðna við Vegagerðina um nauðsynlegar úrbætur. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar að undangenginni grenndarkynningu til nærliggjandi lóðarhafa á svæðinu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
  Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt lóðarhöfum við Rangárstíg.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar en telur að gera þurfi breytingar á skilmálum í aðalskipulagi þar sem heimild til umræddrar starfsemi verði gerð skil. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ganga í það og telur að um minni háttar breytingu á aðalskipulaginu gæti verið að ræða.
  Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingunni á aðalskipulaginu.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að afgreiðslu verði frestað. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd fór yfir málavexti og felur skipulagsfulltrúa að taka saman gögn til að svara erindi úrskurðarnefndarinnar. Samantekt þess efnis skal byggð á minnislista skipulagsfulltrúa sem hér er fram lagður.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vegna fyrirhugaðrar nýrrar aðkomu telur nefndin nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi fyrir Ægissíðu 2 sem snýr að Rangárstíg og ný aðkoma sett inn. Um minni háttar breytingu kynni að vera að ræða. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að bætt verði þessum texta í kafla 2.3.8 í greinargerð aðalskipulagsins:
  Ýmsar tímabundnar framkvæmdir, eftirlits- og rannsóknastarfsemi s.s. tilraunaborholur, skoðun jarðefna, tímabundnar vinnubúðir vegna framkvæmda o.fl. enda fari slík starfsemi fram skv. reglum og þeim leyfum sem krafist er.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.

13.Byggðarráð - vinnufundur - 12

2304006F

Lagt fram til kynningar.

14.Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd - 4

2305002F

Liðir 14.2 og 14.7 eru afgreiddir sérstalega en lagt til að fundargerðin verði að öðru leiti staðfest.
 • Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd - 4 Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

  Nefndin vill benda á að mikilvægt er að sveitarstjórn skoði strax skipan í nefndir þar sem a.m.k. tvær uppfylla ekki skilyrði um jafnrétti kynja.
  Bókun fundar Lagt til að jafnréttis- og jafnlaunaáætlun 2023-2026 verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd - 4 Að setja upp móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna svo gagn sé af varð töluvert umfangsmeira en gert var ráð fyrir. Farið var yfir það efni sem sveitarfélagið styðst við í dag og lagðar til breytingar á því sem markaðs- og kynningarfulltrúa verður falið að uppfæra.

  Fjölmenningarsetur Íslands setti upp “Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna? sem tilvalið er að vinna eftir og nota sem grunn. Vinnuhópurinn leggur áherslu á að horft verði til móttökuáætlunar fyrir alla nýbúa hvort sem þeir eru með íslenskan eða erlendan ríkisborgararétt. Íbúafjöldi vex ár frá ári og mikilvægt er að vel sé tekið á móti öllum og þeir upplýstir um það sem sveitarfélagið hefur uppá að bjóða. Verkefnið er það mikilvægt að þörf er á að skipa því fastan sess innan stjórnsýslu sveitarfélagsins með hlutastarfi.

  Tillaga vinnuhópsins er sú að auglýst verði hlutastarf (25%) til þess að vinna að verkefninu áfram.
  Bókun fundar Lagt til að sveitarstjóra verði falið leita tilboða til að vinna móttökuáætlun fyrir nýja íbúa í sveitarfélaginu og leggja fyrir byggðarráð. Þá er lagt til að vísa bókun nefndarinnar um hlutastarf í málaflokkunum til fjárhagsáætlunar.

  IPG tók til máls.

  Samþykkt samhljóða.

15.Fundargerðir 2023 - Stjórn félags- og skólaþjónustu RangárvV-Skaft

2304034

Fundargerð 72. fundar.
Lagt fram til kynningar.

16.Aukaaðalfundur Samtaka orkusveitarfélag 2023

2304015

Fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga og ársreikningur 2022.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2023

2301060

Fundargerð 925. fundar stjórnar SÍS.
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerðir 2023 - Samtök orkusveitarfélaga

2302037

Fundargerðir 61. og 62, fundar Samtaka orkusveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

19.Orkufundur 2023

2304072

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?