29. fundur 08. maí 2024 kl. 08:15 - 10:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Brynhildur Sighvatsdóttir varamaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2401007

Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda.
Fylgiskjöl:

2.Ársreikningur 2023 Rangárþing ytra

2404103

Seinni umræða
JGV og IPG tóku til máls.

Bókun Á lista:
Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2023 var staðfestur af byggðaráði miðvikudaginn 10.apríl 2023 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar miðvikudaginn 10. apríl 2023 og var vísað til seinni umræðu. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn. Ársreikningurinn hefur að geyma samantekin reikningsskil fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A og B hluta starfsemi sveitarfélagsins sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs, Rangárljós, Suðurlandsvegur 1-3 hf auk samstarfsverkefna í B hluta.

Rekstrartekjur A og B hluta á árinu námu 3.342 milljónum kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 230 milljónir kr en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 242 milljónir kr. Samtals eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 3.302 milljónum kr.

Niðurstaða ársreiknings sýnir að rekstur sveitarfélagsins stendur traustum fótum og styður vel við þær miklu framkvæmdir sem sveitarfélagið stendur í. (EVG, MHG, ÞDÞ, VMÞ).

Bókun D-lista:
Fulltrúar D-lista lýsa ánægju með að rekstrarniðurstaða ársins 2023 er töluvert umfram áætlun með viðaukum, hvort sem litið er á rekstrarafgang eða veltufé frá rekstri. Auknar tekjur bera með sér að umsvif í sveitarfélaginu eru mikil sem skilar sér í auknum skatttekjum. Þá er jafnframt jákvætt að tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru töluvert umfram áætlun eða um 94 milljónir sem skýrir stóran hluta af auknum rekstrarafgangi.
Útgjöld í A-hluta eru í nokkru samræmi við áætlun með viðaukum en þó rúmum 300 milljónum umfram upphaflega áætlun sem er visst áhyggjuefni. Sum þessara útgjalda voru nauðsynleg, en mikilvægt er þó að finna leiðir til að áætlanir um útgjöld standist betur. Ljóst er að hægt væri að nýta þá fjármuni sem hér um ræðir í annað s.s. viðhald og uppbygginu eða í lægri lántöku. Upphæðin er á pari við þá lántöku sem lagt er til að ráðist verði í á þessum fundi og vel ríflega tvöföld afborgun langtímalána yfirstandandi árs, til að setja hana í samhengi.
Skuldahlutfall sveitarfélagsins er mjög viðunandi, en rétt að benda á að fjárfesting síðasta árs var 346 milljónum lægri en áætlað var af ýmsum ástæðum svo sem óhagstæðu lánaumhverfi og að tímalína framkvæmda hefur hliðrast til. En það kemur að lántökunni og mikilvægt að halda einbeitingu og horfa til þeirra fjármögnunaráætlana sem liggja fyrir. Aðhald í rekstri er nú sem aldrei fyrr mikilvægt til að áætlun um hlutfall eiginfjár og lántöku haldist. Sögulega þá stendur sveitarfélagið í framkvæmdum sem toppar allt sem á undan er gengið. Fjárhagslega mun það taka í og vegferðin er rétt að byrja. Með aðhaldi og útsjónarsemi munu áætlanir standast.(IPG, EÞI, BG).

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2023.

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við rekstur innan ramma fjárhagsáætlunar sem skilar sér í bættri afkomu.

3.Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra. Breytingar.

2404101

Fyrri umræða. Ungmennaráð.
Lagðar fram breytingar á samþykkt sveitarfélagins til fyrri umræðu um skipan ungmennaráðs.

Lagt til að vísa málinu til seinni umræðu í sveitarstjórn.

EÞI, JGV og IPG tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

4.Íbúaráð

2403036

Erindisbréf
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir íbúaráð.

Lagt til að samþykkja fyrirliggjandi drög að erindisbréfi.

EÞI tók til máls.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. IPG, EÞI og BG sitja hjá.

5.Helluvað. Kauptilboð vegna íþróttavallasvæðis

2311011

Samningur vegna eignarnáms.
Lagður fram undirritaður samningur um eignarnám milli landeiganda og sveitarfélagsins á um 13 ha landspildu undir íþróttavallarsvæði með minniháttar breytingum frá fyrri fundi sveitarstjórnar.

Lagt til að samningurinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.

6.Lánasjóður sveitarfélaga. Framkvæmdalán.

2404132

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 300.000.000,-, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á öðrum áfanga framkvæmda við grunnskólann á Hellu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Jóni G. Valgeirssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra, kt. 060568-4809, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

7.Auka aðalfundur SASS 7. júní 2024

2404170

Skipun fulltrúa.
Lagt til að fulltrúar á aukaaðalfund SASS í Vestmannaeyjum þann 7. júní n.k. verði:
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Viðar M. Þorsteinsson
Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Eydís Þ. Indriðadóttir

Til vara:
Eggert Valur Guðmundsson
Þórunn Dís Þórunnardóttir
Björk Grétarsdóttir
Svavar L. Torfason

Samþykkt samhljóða.

8.Kjörstaður. Forsetakosningar

2404138

Lagt til að kjörstaður fyrir forsetakosningar þann 1. júní nk. verði í Grunnskólanum á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

9.Vindorkuver við Vaðöldu - Forsendur og viðmið fyrir Rangárþing ytra

2404095

Lögð fram drög að matsspurningum við mat á hagrænum áhrifaþáttum vindorkuvers við Vaðöldu.

Lagt til að vísa málinu til afgreiðslu í byggðarráði.

Samþykkt samhljóða.

10.Fræðsludagur 2024

2404117

Lagt til að tillaga stjórnar Odda bs. um sameiginlegan fræðsludag fyrir starfsfólk Odda bs og starfsfólk sveitarfélaganna þann 19. ágúst nk. verði samþykkt. Stofnanir sveitarfélagsins verða því lokaðar eða starfssemi skert eftir hádegi þann dag.

Samþykkt samhljóða.

11.Fyrirspurn um flutning á húsi á lóðina Kró

2404189

Lögð fram fyrirspurn Brynju Óskar Rúnardóttur um fluting á húsi á Hólavangi 18 yfir á lóðina Kró landnr. 231364.

Lagt til að vísa málinu til skipulags- og umferðarnefndar.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

12.2024 málasafn - Til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

2401005

Umsagnarbeiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp um lagareldi.
Lagt fram til kynningar.

13.Byggðarráð Rangárþings ytra - 25

2404022F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 25 Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór fjármálastjóri yfir breytingarnar.

    Viðauki 1 gerir ráð fyrir lækkun rekstrarniðurstöðu um 1 millj. vegna kostnaðar við rekstur íþróttamiðstöðvar Samtals áhrif til lækkunar á handbæru fé um 1 millj.

    Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Lagt til að samþykkja tillögu að viðauka 1 með fjárhagsáætlun 2024.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 25 Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri fór yfir niðurstöðu ársreiknings Rangárljóss fyrir árið 2023. Rekstrartekjur Rangárljóss námu 20,3 millj. kr. á árinu 2023 og hækkuðu um 3,9 millj. kr. milli ára og hagnaður félagsins á árinu 2023 nam 5,8 millj. kr. Eigið fé félagsins í árslok var jákvætt um 158,7 millj. kr. að meðtöldu stofnfé Rangárljóss 142,6 millj.kr.

    Byggðaráð leggur til að ársreikningurinn verði samþykktur.

    Samþykkt samhljóða og ársreikningur undirritaður af byggðarráði.
    Bókun fundar Lagt til að staðfesta ársreikning Rangárljósa 2023.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 25 Byggðarráð leggur til að greiddur verði út kr. 5.000.000 arður úr Rangárljósum vegna ársins 2023.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja tillögu að arðgreiðslu Rangárljósa fyrir 2023.

    IPG tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 25 Lögð fram drög að framlengingu á samningi um kaup á raforku milli sveitarfélagisns og Orkusölunnar til eins árs.

    Byggðarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann. Jafnframt er lagt til að árið verði notað til að leyta tilboða um kaupa raforku fyrir sveitarfélagið.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja afgreiðslu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 25 Byggðaráð leggur til að nýtt verði ákveði samningsins þannig að hann verði framlengdur um tvö ár og gildi að óbreyttu til 30. apríl 2025.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja afgreiðslu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 25 Byggðaráð leggur til að nýtt verði ákveði samningsins þannig að hann verði framlengdur um tvö ár og gildi að óbreyttu til 30. apríl 2025.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja afgreiðslu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 25 Byggðaráð leggur til að nýtt verði ákveði samningsins þannig að hann verði framlengdur um tvö ár og gildi að óbreyttu til 30. apríl 2025.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja afgreiðslu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

    Björk Grétarsdóttir víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 25 Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ingu Friðný Sigurðardóttur, kt. 210771-3799 fyrir hönd Ingasól ehf., kt. 640222-1900 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "H" Frístundahús. á lóðinni Unastaðir, Reynifell F gata 2, L164842, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 08.04.2024.

    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að hafna erindi um rekstarleyfi þar sem óheimilt er að starfrækja gistirekstur innan skipulagðra frístundasvæða í sveitarfélaginu nema með heimild viðkomandi sumarhúsafélags.

    Samþykkt samhljóða.

14.Húsakynni bs - 8

2404020F

  • Húsakynni bs - 8 Birgir Teitsson kynnti vinnu sem þau Eyrún Stefánsdóttir hafa unnið með stjórnendum skóla og leikskóla varðandi nýtingu húsnæðis ásamt að áætla stækkun sem ætlað er að þurfi til að skóla- og leikskólastarf geti þróast til framtíðar.
    Kallar þetta á tilfærslu á þjónustu sem nú er til staðar í húsnæði og framkvæmdir til að bæta við einni deild á Leikskólanum Laugalandi og til að bæta við kennslurými fyrir Grunnskólann Laugalandi. Lagt er til að farið verði í nauðsynlegan undirbúning og framkvæmdir til að skóla- og leikskólastarf megi vera með eðlilegum hætti næsta haust. Lagt er upp með að nýta bókasafnsrými fyrir kennslurými. Skrifstofuaðstaða Ásahrepps undir nýja deild leikskóla. Jafnframt verður unnið að breytingu á skólastjórabústað svo hann nýtist sem skrifstofu og fundaraðstaða. Einnig skal aðlaga efstu hæð gömlu skólabyggingar að skólastarfi. Sveitarstjórum er falið að ræða við FSRE um eignarhald þeirra eigna sem ekki er komið í eigu Húsakynna.
    Fostöðumanni Eigna- og framkvæmdasviðs er falið að halda áfram undirbúningsvinnu með áætlun um tímalínu og kostnað á annarsvegar 1. áfanga ásamt heildarverkefni. Stefnt er að því að halda kynningarfund fyrir íbúa þegar þessari vinnu er lokið.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til samþykkja að fara í kostnaðargreingingu á þeim framkvæmdum sem Húsakynni leggja til að farið verði í á Laugalandi.

    IPG tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Húsakynni bs - 8 Kynntur var endurskoðaður ársreikningur Húsakynna bs. fyrir árið 2023.
    Fjárfesting ársins var um 4,8 mkr.

    Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að staðfesta ársreikning Húsakynna bs. 2023.

    Samþykkt samhljóða.

15.Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu - 10

2404025F

  • Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu - 10 Nefndin telur að hönnunin sé tilbúin í grófum dráttum og svæðið tilbúið til að byrja jarðvinnu.
    Stefnt er að kynna fyrir íþróttafélögum í sveitarfélaginu lokadrög sem fyrst.

    Bókun fundar Lagt til að samþykkja að fara í jarðvegsframkvæmdir við nýjan gerfigrasvöll og tengdar framkvæmdir á Hellu.

    BG og JGV tóku til máls.

    Samþykkt samhljóða.

16.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 235

2404019F

Lögð fram til kynningar.

17.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 236

2404028F

Lögð fram til kynningar.
  • 17.1 2404113 Ársreikningur 2023
    Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 236 Klara Viðarsdóttir fór yfir ársreikning Sorpstöðvarinnar.Samkvæmt ársreikningi gekk reksturinn ágætlega á árinu 2023. Tekjur voru hærri m.a. vegna aukningu á mótteknu úrgangsmagni og greiddri flutningsjöfnun frá Úrvinnslusjóði. Gjöld hækkuðu vegna aukningar stöðugilda um 1,2, áhrifa kjarasamninga og hækkun afsetningargjalda. Tekjurnar námu 229,1 m.kr. og gjöldin 227,6 m.kr. Afkoman var neikvæð eftir fjármagnsliði um 19,9 m.kr. Eigið fé í árslok nam 136,3 m.kr.
    Ársreikningur samþykktur og áritaður af stjórn.
    Bókun fundar Lagt til að staðfesta ársreikning Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 2023.

    Samþykkt samhljóða.

18.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 32

2404016F

Lögð fram til kynningar.
  • Tónlistarskóli Rangæinga bs - 32 Klara Viðarsdóttir fór yfir framlagðan ársreikning Tónlistarskóla Rangæinga 2023.
    Rekstrarniðurstaða skólans var neikvæð á árinu 2023 um 4,9 millj. kr.sem stafar af mestu leyti af hækkun lífeyrisskuldbindinga. Eigið fé í árslok var neikvætt um 59 millj. kr.

    Stjórn samþykkti ársreikning samhljóða og undirritaði hann.
    Bókun fundar Lagt til að staðfesta ársreikning Tónlistarskóla Rangæinga bs. 2023.

    Samþykkt samhljóða.

19.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 25

2404014F

Lögð fram til kynningar.
  • Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 25 Ársreikningur 2023 lagður fram til samþykktar. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er 7,15 mkr en tap ársins eftir fjármagnsliði er 30,5 mkr. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 15 mkr og eigið fé í árslok nam 316 mkr.
    Rekstur utan fjarmagnsliða var nokkurn vegin í samræmi við áætlun en fjármagnsgjöld voru um 20% hærri en áætlað var vegna hærri verðbólgu en gert var ráð fyrir.

    Ársreikningur 2023 samþykktur samhljóða
    Bókun fundar Lagt til að staðfesta ársreikning Suðurlandsvegar 1-3 ehf 2023.

    Samþykkt samhljóða.

20.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24

2404027F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Lagt fram til kynningar. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að verkefnið verði betur kynnt utan stjórnsýslunnar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd vekur athygli á að um óljós skilaboð eru að ræða hvað varðar tengingu liðar 1.2 við lið 3.1. um þegar röskuð svæði, enda fyrirhugað Vaðölduver sannarlega innan umræddrar miðhálendislínu, eins og hún er skilgreind. Nefndin vísar til skýrslu um nýtingu vindorku dags. 9.11.2017 sem unnin var fyrir sveitarfélagið við endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028. Nefndin áskilur sér rétt til frekari umsagna á síðari stigum málsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að haldinn verði sérstakur fundur um málefni umferðaröryggis í sveitarfélaginu og að fenginn verði ráðgjafi í umferðarmálum til álitsgjafar um það sem betur má fara. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu varðandi Breiðöldulóðina að teknu tilliti til framkominnar athugasemdar. Nefndin óskar eftir skýrari útfærslu á snúningssvæði.
    Varðandi uppbyggingu við Baugöldu leggur nefndin til að fallið verði frá hugmyndum að íbúðaruppbyggingu um sinn þar til leiksvæðið milli Baugöldu og Langöldu verði orðið að veruleika. Að auki leggur nefndin til að sett verði uppbyggð gangbraut í formi hraðahindrunar við enda göngustígsins á miðja Baugöldu.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma umsækjanda. Núverandi svæði er skilgreint sem Verslunar- og þjónustusvæði VÞ23 og landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
    Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig í samræmi við 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 9. - 23. maí 2024.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

    Eggert Valur víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins og Margrét Harpa tekur við fundarstjórn.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur jafnframt til hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning vinnslutillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur jafnframt til hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning vinnslutillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur jafnframt til hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning vinnslutillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Nefndin leggur til að umrætt svæði verði skilgreint sem iðnaðar- og athafnasvæði og að afmörkun þess verði sérstæð. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 9. - 23. maí 2024. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 9. - 23. maí 2024. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 9. - 23. maí 2024. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði endurauglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að veitt verði undanþága frá ákvæðum skipulagsreglugerðar hvað varðar fjarlægð milli byggingareita og Þykkvabæjarvegar, enda hafi núverandi mannvirki sem miðað er við sem fjarlægðarmörk í tillögu að deiliskipulagi, og sem staðið hefur á sínum stað í allmörg ár, engin áhrif haft á umferðaröryggi eða ónæði gagnvart Þykkvabæjarvegi. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á veitingu undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við þann hluta framkvæmdarinnar sem er innan Rangárþings ytra. Lagnaleiðin er í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Mælist nefndin til þess að áður en leyfið verður samþykkt til útgáfu verði leitað umsagna viðeigandi umsagnaraðila og forsætisráðuneytisins þar sem um svæði á þjóðlendu er að ræða. Sett verði fram skilyrði fyrir útgáfu leyfisins á grundvelli þeirra umsagna sem berast vegna málsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um akuryrkju á Geitasandi. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um endurnýjun á göngupalli frá skála Ferðafélags Íslands að nýjum laugapalli við náttúrulaugina í Landmannalaugum. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 24 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

21.Oddi bs - 23

2404018F

Lagt fram til kynningar.
  • Oddi bs - 23 Starfið var auglýst og rann umsóknarfrestur út 2. apríl s.l. Fjórar umsóknir bárust og voru tveir umsækjendur boðaðir í viðtöl. Skólastofan slf aðstoðaði við ráðningarferlið. Eftir viðtöl er lagt til að ráða Jónas Bergmann Magnússon í stöðu skólastjóra Laugalandsskóla.

    Framkvæmdastjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Sveitarstjórn býður Jónas Bergmann velkominn til starfa og óskar honum velfarnaðar í starfi.

22.Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 9

2402004F

Lögð fram til kynningar.

23.Byggðarráð - vinnufundur - 20

2404024F

Lögð fram til kynningar.

24.Fundargerðir 2024 - Skógasafn

2404180

Fundargerð stjórnar frá 12. mars s.l. og fundargerð aðalfundar frá 22. apríl s.l auk ársreiknings Skógarsafns 2023 til staðfestingar.
Lagt til að staðfesta ársreikning Skógarsafns 2023 en að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

25.Fundargerðir 2024 - Brunavarnir Rangárvallasýslu bs

2404126

Fundargerð 81. fundar stjórnar og árssreikningur Brunavarna 2023 til staðfestingar.
Lagt til að staðfesta ársreikning Brunavarna Rangaárvallasýslu bs. 2023 en að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

26.Fundargerðir 2024 - Héraðsnefnd Rangæinga

2404160

Fundargerð héraðsráðs frá 18. apríl s.l.
Lagt fram til kynningar.

27.Stjórnarfundir 2024 - Bergrisinn bs

2401062

Fundargerð 71. stjórnarfundar.
Tekið stutt fundarhlé.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra styður að byggt verði búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Rangárvallarsýslu.
Hins vegar varðandi lið 2 í fundargerð Bergrisans frá 18. mars s.l lýsir sveitarstjórn Rangárþings ytra yfir vonbrigðum með að hvorki umrædd aðgerðaráætlun né nokkur þarfagreining á sértæku búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Rangárvallarsýslu hafi verið kynnt fyrir sveitarstjórninni. Málið hafi ekki fengið umfjöllun hjá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Enginn rökstuðningur kemur fram hjá stjórninni hvers vegna þessi staðsetning er valin án samtals við aðrar sveitarstjórnir í Rangárvallarsýslu og því undarleg málsmeðferð að stjórn Bergrisans hafi á þessum fundi tekið ákvörðun um að óska eftir samstarfi við Arnardrang hses. um uppbyggingu á sértæku húsnæðisúrræði á Hvolsvelli á þessu ári og að framkvæmdum verði lokið á næsta ári. Sveitarstjórn Rangárþings ytra óskar eftir að stjórn Bergrisans upplýsi hvaða rök lágu til grundvallar þessari ákvörðun stjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

28.Fundargerðir 2024 - Samtök orkusveitarfélaga

2401037

Fundargerðir 70. og 71. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

29.Fundargerðir stjórnar SíS - 2024

2401033

Fundargerð 947. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

30.Kolefnisbinding í þjóðlendum - Forsætisráðuneytið

2303014

Niðurstaða vinnuhóps um almenningssamráð
Lagt fram til kynningar.

31.Aðalfundur Veiðifélags Keldna

2404179

Fundarboð á aðalfund 13. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.

32.Leyfi vegna torfærukeppni

2404178

Leyfi til Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu fyrir torfærukeppni 11. maí.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?