40. fundur 11. október 2017 kl. 15:00 - 17:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna bættust þrír liðir, 6. Kjörstjórn Rangárþings ytra - fundur 3, 7. Atvinnu- og menningarmálanefnd - fundur 13 og 15. Umf Hekla - heimsókn, aðrir liðir færast til í samræmi. Það var samþykkt. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 40

1709007F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 40 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bókun fundar 1.1.1. Rekstraryfirlit Vatnsveitan 21092017
  Vatnsveitan óskar eftir heimild til 10 m kr bankayfirdráttar til að mæta sveiflum í útgjöldum.

  Tillaga er um að Rangárþing ytra tryggi með sjálfskuldarábyrgð yfirdráttarlán, 10 m. kr., sem Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps yrði veitt í Arion banka. Ábyrgðin er með fyrirvara um að Ásahreppur samþykki samskonar fyrirgreiðslu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 40 Lögð fram tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2017. Gert er ráð fyrir auknum tekjum af útsvari, fasteignaskatti, byggingarleyfisgjöldum og sölu lóða að fjárhæð kr. 23 milljónir, auknum launakostnaði við barnavernd, liðveislu og sveitarstjórn að fjárhæð 3,9 milljónir og auknum rekstrarkostnaði vegna félagsþjónustu að fjárhæð 11,55 milljónir. Þá er gert ráð fyrir aukinni fjárfestingu að upphæð 9 milljónir vegna nýrrar leikskóladeildar á Laugalandi. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé og skammtímaláni kr. 1 milljón.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti viðauka 2 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra sbr. bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða

2.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 118

1709008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 118 Farið var yfir ýmis áherslumál í tengslum við umferð og umferðarflæði. Minnislisti frá Steinsholti lagður fram á næsta fundi nefndarinnar.
  Skipulagsfulltrúa verði falið að kalla saman hagsmunaaðila til fundar og samráðs um framtíðar áhersluatriði í samgöngumálum í samræmi við umræður á fundinum.
  Nefndin leggur til að boðað verði til almenns íbúafundar um málefni og áherslur í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins mánudaginn 13. nóvember og verði hann haldinn klukkan 20.00.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 118 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umrædd landskipti en bendir á að til þess að lóðin geti orðið til þurfa þeir matshlutar sem á henni standa í dag að fylgja með í stofnun hennar.
  Jafnframt telur nefndin nauðsynlegt að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins þar sem gerð verði grein fyrir auknum byggingaráformum með tilkomu aukalóðar.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 118 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send lóðarhöfum við Rangárstíg 1-8 til staðfestingar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 118 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 118 Skipulagsnefnd samþykkir að sækja þurfi um undanþágu vegna fjarlægðar frá Árbæjarvegi. Ef ekki fæst undanþága eru allar lóðir uppeftir Árbæjarveginum óbyggilegar vegna nálægðar við Árbæjarveginn. Byggingarreitir verða í 40-50 metra fjarlægð frá veginum sem nefndin telur fullnægjandi.
  Nefndin telur jafnframt að umrædd áform séu í samræmi við stefnu aðalskipulagsins varðandi byggingar á landbúnaðarsvæðum, þar sem ekki hafa verið byggð íbúðarhús áður í tengslum við jörðina Ægissíða 1, en heimilt er að byggja 3 íbúðarhús og 3 sumarhús á jörð stærri en 50 ha.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 118 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 118 Skipulagsnefndin gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis til að fjarlægja vindmyllurnar af stöplum sínum, hvort sem það er gert vegna tjóns á annarri eða báðum vindmyllum.
  Nefndin getur hins vegar ekki fallist á að veitt verði heimild til uppsetningar á hærri vindmyllum, fyrr en samþykktar hafa verið breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur ekki þörf á breytingu á aðalskipulagi þar sem svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar. Sveitarstjórn bendir jafnframt á að framkvæmdaraðila er heimilt að óska eftir framkvæmdaleyfi hjá skipulags- og byggingafulltrúa Rangárþings ytra fyrir uppsetningu á vindmyllum sem rúmast innan gildandi deiliskipulags.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 118 Skipulagsnefnd leggur til að erindið verði sent til Hálendisnefndar til skoðunar áður en af afgreiðslu verður. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 118 Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði byggingarleyfi fyrir umræddum þremur gistiskálum með fyrirvara um að lagt verði fram deiliskipulag af lóðinni þar sem tekið verður á umræddri starfsemi. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 118 Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 þar sem svæðinu verði breytt úr landnotkun landbúnaðar yfir í skilgreiningu verslunar- og þjónustu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 118 Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 þar sem svæðinu verði breytt úr landnotkun frístunda yfir í skilgreiningu verslunar- og þjónustu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 118 Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði stöðuleyfi til eins árs. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

3.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 191

1709036

Fundargerð frá 27.9.2017, taka þarf fyrir lið 3 varðandi lántöku.
3.3 Heimild til lántöku vegna kaupa á tækjum.

Sveitarstjórn Rangársþings ytra samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2 mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr 100.000.000,- í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til fjárfestingar á bifreiðum og tækjum í tengslum við sorphirðu í Rangárvallasýslu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni, kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

4.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 4

1709006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Tónlistarskóli Rangæinga bs - 4 Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir skólaárið 2017-2018 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Lagt er til að gjaldskrá verði óbreytt frá fyrra ári. Launaliðir hækka um 9% frá fyrra ári vegna nýrra kjarasamninga og hækkun launavísitölu. Heildartekjur eru áætlaðar 99.8 m og heildargjöld 102.7 m. Gert er ráð fyrir að framlag sveitarfélaganna hækki um 9% frá fyrra ári en gengið verður á handbært fé Tónlistarskólans sem nemur 2.8 m.

  Gjaldskrá og fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lögð fram til staðfestingar fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Rangæinga fyrir árið 2018. Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti áætlunina fyrir sitt leyti.

  Samþykkt samhljóða.

5.Félags- og skólaþjónusta - 27 fundur

6.Kjörstjórn Rangárþings ytra - 3

1710002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 13

1707001F

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Alþingiskosningar 2017

1710008

Kjörskrá sem þarf að staðfesta af sveitarstjórn.
Kjörstjórn Rangárþings ytra hefur farið yfir kjörgögn frá Þjóðskrá Íslands. Tillaga er um að staðfesta og leggja fram fyrirliggjandi kjörskrá vegna Alþingiskosninganna sem fram munu fara laugardaginn 28. október n.k.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

9.Kauptilboð - Merkhvolslóðir 2,4,21

1710017

Kauptilboð í sumarhúsalóðir 2, 4 og 21 í Merkihvoli.
Tillaga er um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um styrk - FBSH

1612046

Flugbjörgunarsveitin á Hellu hefur óskað eftir styrk á móti álögðum gatnagerðargjöldum vegna viðbyggingar og til kaupa á sérhæfðum björgunarsveitarbíl.
Tillaga er um að veita Flugbjörgunarsveitinni á Hellu styrk að upphæð 2.500.000. kr til ráðstöfunar í álögð gatnagerðargjöld vegna viðbyggingar og til kaupa á sérhæfðum björgunarbíl. Kostnaði vísað til viðauka 3 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra árið 2017.

Samþykkt samhljóða.

11.SOS stjórnarfundir nr. 256,257,258 og 259

1710001

Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

12.Friðland í Þjórsárverum

1707003

Ráðherra hefur ákveðið að stækka friðlandið í Þjórárverum
Fyrir fundinum liggur bókun hreppsnefndar Ásahrepps, sem fer með skipulagsvald á Holtamannaafrétti, varðandi stækkun friðlands í Þjórsárverum.

Tillaga er um að sveitarstjórn taki heilshugar undir bókun sveitarstjórnar Ásahrepps.

Samþykkt samhljóða.

13.Húsnæðisþing 2017

1710015

Mánudaginn 16. október 2017 standa Íbúðalánasjóður og velferðarráðuneytið fyrir fyrsta húsnæðisþinginu.
Lagt fram til kynningar.

14.Ársfundur UST og náttúruverndarnefnda

1511030

20. ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda og náttúrustofa.
Lagt fram til kynningar.

15.Umf. Hekla - framtíðarsýn í aðstöðumálum

1710019

Fulltrúar Umf. Heklu koma til fundar við sveitarstjórn.
Heimsókn fulltrúa Umf. Heklu. Rætt var um tómstundastarf skólabarna eftir að formlegu skólastarfi lýkur, aðstöðumál almennt og mikilvægi þess að móta framtíðarsýn og samvinnu íþróttafélaganna og sveitarfélagsins.

Sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um það sem kom fram og leggja fyrir næsta byggðarráðsfund. Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?