8. fundur 14. febrúar 2019 kl. 16:00 - 18:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Helga Fjóla Guðnadóttir varamaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Starfandi oddviti lagði til að við dagskrá fundarins bætist liðir 22. Kynning á Hekluskógaverkefninu og 23. Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin og var það samþykkt samhljóða. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Auglýsing eftir framboðum til stjórnar

1902011

Framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

2.Húsnæðisáætlanir

3.Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni

1902014

Skýrsla frá umboðsmanni barna.
Lagt fram til kynningar.

4.Æfing Neyðarsamstarfs raforkukerfisins

1902017

NSR æfing 28 febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.

5.Kynning á Hekluskógaverkefninu

1902020

Fulltrúar frá Hekluskógum koma til fundar.
Fulltrúar verkefnisins um Hekluskóga þau Hrönn Guðmundsdóttir og Garðar Þorfinnsson kynntu verkefnið. Hekluskógar ganga vel en verkefnið er að stærstum hluta í Rangárþingi ytra og tekur yfir 92.000 ha. Sveitarstjórn þakkar fyrir mjög góða kynningu.

6.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

1902015

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Lagt fram til kynningar.

7.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 3

1902001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 3 Nefndin vann með niðurstöður úr vegaúttekt Ólafs Kr. Guðmundssonar og ábendingar sem þar koma fram. Það liggur fyrir að sérkenni á vegakerfi í Rangárþingi ytra er hlutfallslega mjög mikið af malarvegum en alls þarf að klæða um 80 km. Það er tillaga nefndarinnar að Landvegurinn verði skilgreindur sem stofnvegur og malbikun þeirra 13.5 km sem þar eru eftir, fylgi fjárhagsramma stofnvega. Þá er það tillaga nefndarinnar að lagt verði upp með að skipta klæðningu þeirra tengivega sem eftir eru upp í fjóra áfanga til næstu fjögurra ára. Um er að ræða Hagabraut(19,52 km), Rangárvallaveg (11,45 km), Þingskálveg (19,1 km) og síðan aðra styttri vegi þ.e. Árbæjarveg, Bjallaveg, Sumarliðabæjarveg og Bakkabæjaveg. Ekki er tekin afstaða til innbyrðis forgangsröðunar þessara fjögurra áfanga. Lagt er til að verkefnið verði lagt upp með þessum hætti við yfirvöld vegamála.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Samgöngu- og fjarskiptanefndar og feli sveitarstjóra að koma þessu á framfæri við yfirvöld vegamála.

    Samþykkt samhljóða.
  • 7.2 1611023 Snjómokstur
    Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 3 Mikilvægt er að upplýsa íbúa vel um þær viðmiðunarreglur sem í gildi eru varðandi snjómokstur í sveitarfélaginu. Lögð var fram tillaga að slíkum viðmiðunarreglum út frá þeim samningi sem í gildi er við Vegagerðina og var ritara falið að ganga frá textanum í samræmi við umræður á fundinum.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lögð fram tillaga samgöngu- og fjarskiptanefndar að viðmiðunarreglum um snjómokstur í sveitarfélaginu til birtingar á heimasíðu sveitarfélagsins. Reglurnar eru settar fram til þess m.a. að skýra út samning sveitarfélagsins og vegagerðarinnar og verklag.

    Reglurnar samþykktar samhljóða.

8.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 201

1901008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 201 Greining á leiðum í samráði við Jón Sæmundsson hjá Verkís. Jón fór yfir þá vinnu sem hann hefur unnið fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu og tillögur um flokkun á lífrænum úrgangi. Ákveðið að fara í söfnun á lífrænu sorpi með tunnu í tunnu. Einnig verður afhent karfa fyrir íbúa til að hafa innandyra auk maispoka fyrir söfnunina. Óskað eftir staðfestingu sveitasjórna fyrir þessari breytingu á sorphirðu. Sorpstöðin mun kosta fjárfestinguna. Samþykkt samhljóða að Jón Sæmundsson vinni áfram að málinu með stjórn. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti fyrirhugaða breytingu á sorphirðu hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.

    Samþykkt samhljóða.
  • 8.6 1812026 Kynningarátak
    Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 201 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Sveitarstjórn fagnar yfirstandandi kynningarátaki Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs sem hefur það markmið að auka og bæta flokkun úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum innan sýslunnar. Jafnframt heimilar sveitarstjórn að markaðs- og kynningarfulltrúi komi að kynningarátakinu eftir því sem tími vinnst til og í samstarfi við starfsfólk kynningarmála hjá hinum sveitarfélögunum í byggðasamlaginu.

    Samþykkt samhljóða.

9.Byggðarráð Rangárþings ytra - 7

1901003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 7 Lagt fram minnisblað frá fundi sem haldinn var mánudaginn 14 janúar 2019 með sveitarstjórn Rangárþings ytra og forstjóra og hluta framkvæmdastjórnar HSU.

    Tillaga um að senda minnisblaðið til forstjóra HSU til að fá það staðfest að það sem þar kemur fram sé rétt eftir haft og jafnframt að árétta að sveitarstjórn muni áfram fylgjast náið með framvindu þessara mála því vissulega sé hættan til staðar að þjónustan veikist í kjölfar breytinga af því tagi sem boðaðar eru. Innviðir sjúkraflutninganna þurfi að vera traustir - annað sé óásættanlegt. Sveitarfélagið óskar jafnframt eftir fundi með forstjóra og framkvæmdastjórn HSU í maí til að fara yfir hvernig fyrirkomulagið reynist.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Byggðarráðs varðandi málefni sjúkraflutninga í Rangárþingi. Á fundi með forstjóra og hluta framkvæmdastjórnar HSU í janúar sl. kom einnig fram að 1 stöðugildi læknis af 2,75 hjá heilsugæslu HSU í Rangárþingi er nú mannað með fjölskipuðu læknateymi. Sú lausn getur hentað til skemmri tíma en sveitarstjórn Rangárþings ytra vill engu að síður beina þeirri eindregnu hvatningu til forsvarsfólks HSU að staðan verði auglýst sem fyrst og auglýsingu haldið opinni þar til læknisstaðan hefur verið mönnuð með varanlegri hætti.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 7 Lagt fram til staðfestingar umboð fyrir Rangárþing ytra til handa Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga til kjarasamningsgerðar vegna hvers og eins stéttarfélags sem starfsmenn sveitarfélagsins eiga aðild að.

    Staðfest samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

10.Oddi bs - 6

1901006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Oddi bs - 7

1901007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10

1901004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á nýja lóð. Nefndin vill hvetja lóðarhafa til að ráðast í gerð deiliskipulags fyrir svæðið svo skilgreina megi betur aðkomu að lóðinni frá Landvegi. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á nýjar lóðir. Nefndin bendir á að nákvæm staðsetning á aðkomuvegum að nýstofnuðum lóðum á uppdrætti er háð samþykki Vegagerðarinnar ef af framkvæmdum verður, samhliða deiliskipulagsgerð. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022, þar sem lóðir á svæðinu eru færri og þéttleiki minni heldur en gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi. Heimild verði fyrir fækkun íbúða úr 10 íbúðum niður í 4 íbúðir á ha á tilteknu svæði. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða, sem kalli ekki á sérstaka kynningu. Nefndin telur slíka breytingu nauðsynlega þar sem um er að ræða einkaland þar sem landeigendur skipuleggja til eigin nota, landeigendur leggja sjálfir til land undir götur, lagnir o.fl. auk þess sem þeir skipuleggi sitt svæði sjálfir.
    Nefndin samþykkir jafnframt fram lagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar breyting á aðalskipulagi hefur orðið.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytinga á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, sem nú er í ferli samþykktar. Skipulagsfulltrúa sé falið að ganga frá breytingu þegar af gildistöku aðalskipulagsins verður, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði sett undir skilgreiningu verslunar- og þjónustu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar og telur ekki þörf á breytingum á uppdrætti tillögunnar vegna þeirra. Nefndin vill árétta að stærð jarða er ákveðin eftir landskiptum og skráð í bækur Þjóðskrár í samræmi við viðurkenndar mæliaðferðir hverju sinni. Hvort afmörkun í skipulagi miðist við upprunamælingu eða síðari mælingu fer eftir mæliaðferð hönnuðar skipulagsins og getur munað hvort farið sé eftir sömu línum í miðri á eða miðjum skurði, hvort um sömu stærðir og skráning segir til um, verði að ræða. Nefndin vill jafnframt árétta að útmörk skipulagssvæðis á uppdrætti geti ekki skoðast sem nákvæm, staðfest, eignarmörk.
    Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna eftir umfjöllun um athugasemdir og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefndin leggur til að afgreiðslu verði frestað þar til niðurstaða liggur fyrir með hvaða hætti aðkomu verði háttað að lóðum á skipulagssvæðinu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir. Búið er að breyta orðalagi í greinargerð þar sem vatnsöflun verður frá fyrirliggjandi vatnsveitu á svæðinu en ekki tengt vatnsveitu sveitarfélagsins. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir / ábendingar og telur að ekki hafi þótt ástæða til að taka sérstaklega á vistgerðum á skipulagssvæðinu, enda séu umræddar vistgerðir ekki nema að örlitlu leyti innan fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis. Nefndin leggur til að eftirfarandi texta verði bætt inn í greinargerðina: Á skipulagssvæðinu eru, samkvæmt vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands, vistgerðirnar starungsmýravist og víðikjarrvist sem eru a lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar. Þeim vistgerðum verði ekki raskað að óþörfu. Útlínur á vörslugarði hafa verið settar inná uppdrátt að nýju. Ábending frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands verður gerð skil.
    Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir / ábendingar og telur að þar sem fyrirhugað íbúðarhús verði reist í tengslum við rekstur búsins sé ekki þörf á að skoða sérstaklega fjarlægðarmörk milli húss og eldishúsa en ítrekar að fram komi í greinargerð deiliskipulags að byggingareitur sé í um 300m fjarlægð frá eldishúsum.
    Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
    Bókun fundar Tillaga að afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Þar sem láðist að taka umsögn Vegagerðarinnar fyrir á fundi skipulags- og umferðarnefndar og í ljósi innihalds umsagnarinnar, þar sem Vegagerðin fellst ekki á sýnda staðsetningu tengingar við Ásveginn, frestar sveitarstjórn afgreiðslu erindisins að beiðni skipulagsfulltrúa þar til lausn hefur fundist á tengingu við Ásveginn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og telur jafnframt ekki þörf á grenndarkynningu.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 10 Skipulagsnefnd telur að kynna þurfi fram lagða lýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsinguna skal kynna með auglýsingu í staðarblaði ásamt því að hún skal send til umsagnaraðila. Jafnframt skal lýsingin kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Kynning skal standa í hálfan mánuð frá birtingu auglýsingar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

13.Lántaka Brunavarna Rangárvallasýslu vegna slökkvistöðvar á Hellu

1902013

Staðfesting vegna lántöku til verkefnisins hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykki hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Brunavarna Rangárvallasýslu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 60.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til að fjármagna kaup á slökkvistöð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra, kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

14.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

Fyrirspurnir og umræður um hugmyndagátt, móttökuáætlun og rafmagnsöryggi og tillögur vegna heimasíðu og íbúafundar.
8.1. Fyrirspurnir og umræður:

8.1.1. Verkbókhald - er það komið á og hvernig reynist það?
Svar sveitarstjóra: Verkbókhald í Navision fyrir þjónustumiðstöð og skrifstofu er í innleiðingu en ekki er komin reynsla að ráði enn.

8.1.2. Hver er staða á móttökuáætlun sveitarfélagsins fyrir nýja íbúa?
Svar sveitarstjóra: Endanlega tillaga að áætlun verður lögð fram á næsta fundi Atvinnu-, menningar- og jafnréttismálanefndar og kemur síðan til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

8.1.3. Umræður um rafmagnsöryggi í Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með til þess bærum aðilum til að fara yfir öryggi í afhendingu rafmagns í sveitarfélaginu.

8.1.4. Vegna undirbúnings fyrir sveitarstjórnarfundi.
Fram kom að fulltrúar Á-lista sakna þess að ekki ekki var búið að stofna og setja inn efni vel fyrir sveitarstjórnarfundinn líkt og ákveðið var að gera á nóvemberfundi. Mikilvægt að það vinnulag komist á til að gefa kjörnum fulltrúum færi á að undirbúa sig betur fyrir fundi.

Svar sveitarstjóra: Þau leiðu mistök voru gerð við uppsetningu fundarins sem stofnaður var í One-kerfinu í desember að láðst hafði að haka í þar til gerðan reit sem opnar á hann inn í fundagáttina. Sveitarstjóri biðst velvirðingar á þessu og lofar bót og betrun en vill jafnframt hvetja sveitarstjórnarfólk til að láta strax vita ef einhverjir meinbugir eru á innskráningu eða úrlestri gagna í fundagáttinni sem að flestu leyti hefur reynst gríðarlega öflugt og gott tæki.


8.2. Tillögur:

8.2.1.Vegna hugmyndagáttar á heimasíðu.
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að hugmyndagátt verði staðsett á forsíðu heimasíðu sveitarfélagsins líkt og á fyrri heimasíðu. Einnig er lagt til að skráningar geti verið nafnlausar kjósi íbúar að skrá þær þannig, þeir sem vilja skilja eftir nafn sitt geti það áfram. Þá er lagt til að allir aðalfulltrúar í sveitarstjórn fái afrit af skráningum í rauntíma.

Greinargerð: Fulltrúum Á-lista hafa borist kvartanir vegna hugmyndagáttar og eru þessar tillögur gerðar til að bæta úr.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillaga borin upp og samþykkt samhljóða.

8.2.2. Skráning fundargerða á heimasíðu.
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að allar fundargerðir sveitarstjórnar og byggðarráðs frá stofnun sveitarfélagsins árið 2002 verði settar inn á vef sveitarfélagsins. Verkinu verði lokið fyrir lok maí, helst fyrr. Sveitarstjóri gefi stöðuskýrslu á skráningunni á reglulegum fundi sveitarstjórnar í mars.

Greinargerð: Allar þessar fundargerðir eru til á rafrænu sniði og voru til staðar á eldri heimasíðunni. Það er því búið að vinna mestu grunnvinnuna og því ætti verkið ekki að vera of viðamikið.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Í umræðum kom fram hjá sveitarstjóra að ástæður þess að eldri fundargerðir féllu út við endurgerð heimasíðunnar voru þær að nú er öllum fundargerðum beint inn á heimasíðu úr One-kerfinu og ekki hefur verið lokið við vistun og skráningu eldri fundargerða þar.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

8.2.3. Ritstjórnarstefna miðla sveitarfélagsins.
Fulltrúar Á-lista leggja til að ritstjórnarstefna verði mótuð fyrir sveitarfélagið og vefmiðla þess, þ.m.t. heimasíður og facebooksíður sveitarfélagsins og tengdra stofnana. Móta skuli m.a. stefnu um efnistök hvers miðils, aðgengi efnisinnsetjara og tíðni frétta og tilkynninga. Lagt er til að leitað verði til Samband Íslenskra sveitarfélaga varðandi drög að stefnu.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillaga borin upp og samþykkt samhljóða að beina málinu til Atvinnu-, menningar- og jafnréttismálanefndar til úrvinnslu og frekari tillögugerðar.

8.2.4. Íbúafundur um rekstur.
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sveitarstjórn boði til opins íbúafundar þar sem sveitarstjóri fari yfir helstu áherslur í rekstri sveitarfélagsins á yfirstandandi ári.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að undirbúa fundinn og jafnframt ákveðið að tímasetja hann þannig að einnig verði hægt að kynna ársreikning sveitarfélagsins fyrir síðasta ár ásamt fjárhags- og rekstraráherslum næstu missera.


15.Til umsagnar 356.mál

1902009

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna.
Tillaga er um að vísa málinu til umfjöllunar hjá ungmennaráði og taka málið síðan aftur fyrir á næsta fundi byggðarráðs. Byggðarráði falin fullnaðarafgreiðsla málsins.

Samþykkt samhljóða.

16.Til umsagnar 495.mál

1902007

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Lagt fram til kynningar.

17.Til umsagnar - fjarskipti

1901050

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um frumvarp til laga þar sem innleidd verða ákvæði tilskipunar ESB 2014/61 um ráðstafanir til að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum.
Lagt fram til kynningar.

18.Til umsagnar 509.mál

1902008

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030.
Lagt fram til kynningar.

19.Áfangastaðaáætlanir

1901055

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra óskar eftir að áfangastaðaáætlun Suðurlands verði lögð fram í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

20.Ármót. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II.

1901053

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn.
Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til félagsins Southcoast adventure ehf, kt. 691111-1720, til gistingar í flokki II, tegund "B" á gististað Veiðihús Ármót, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða

21.Starfsemi héraðsskjalasafna

22.Ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar

1902002

Kynning frá Öldu félagi um sjálfbærni og lýðræði.
Lagt fram til kynningar.

23.Áskorun til Veitna

1901024

Minnisblað og kynningarefni frá fundi með stjórn Veitna
Lagt fram til kynningar minnisblað sveitarstjóra frá fundi með fulltrúum Veitna þann 29. janúar sl.

Á fundinum kom fram að Veitur munu ekki taka á sig hluta kostnaðar vegna hærri reikninga sem hluti íbúa fengu sl haust. Ástæðan sé leiðrétting á meiri vatnsnotkun en gert var ráð fyrir í útdeilingu yfir árið. Veitur segjast þó vera með í undirbúningi að breyta fyrirkomulagi á þann hátt að innheimt verði fyrir "orkueiningar" í stað rúmmetra. Það sé þó ekki afturvirkt.

Á fundinum kom einnig fram að Veitur leggja gríðarlega herslu á að afla aukins vatns fyrir Rangárveitur. Ljóst er að eftirspurn fer vaxandi þessi misserin því tugir íbúða eru í byggingu í sýslunni sem óskað er eftir að tengist kerfinu á þessu ári.

Ályktun sveitarstjórnar:
Sveitarstjórn harmar að Veitur skuli ekki samþykkja að koma til móts við íbúa sem þurftu að greiða margfalda hitaveitureikninga vegna vandræða Veitna við afhendingu á heitu vatni undanfarið og skorar á Veitur að endurskoða þá ákvörðun. Jafnframt leggur sveitarstjórn Rangárþings ytra mikinn þunga á að Veitur setji mun meiri kraft í öflun á heitu vatni fyrir vaxandi byggð í Rangárþingi. Skoða ber alla möguleika í þeim efnum m.a. að sækja heitt vatn frá vesturbakka Þjórsár þar sem nægar uppsprettur virðast vera.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?