10. fundur 11. apríl 2019 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Helga Fjóla Guðnadóttir varamaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði varaoddviti til að við bættist liður 7. Byggðarráð Rangárþings ytra - 10 og liður 8. Félags- og skólaþjónusta - 38 fundur og var það samþykkt samhljóða og aðrir liðir færast til í samræmi.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 9

1903005F

Vísað er til umræðu um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 9 Byggðarráð hefur fjallað um verkefnið og leggur til að gengið verði til samninga við Þjótanda ehf samkvæmt niðurstöðu verðkönnunar sem gerð var meðal jarðvinnuverktaka í Rangárvallasýslu.

    Samþykkt með 2 atkvæðum (HE,HT), 1 situr hjá (MHG)

    Bókun fulltrúa Á-lista:
    Undirrituð telur að gatnagerð eigi að fara í útboð.
    Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt með 4 atkvæðum (HT,HE,HFG,ÁS), 3 sitja hjá (MHG,ST,YH).
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 9 Lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir aukinni fjárfestingu í eignasjóði að fjárhæð 82,7 milljónir og fjárfestingu í B-hluta að fjárhæð 57,5 milljónir. Eftirfarandi verkefni voru á áætlun 2018 og voru fjárheimildir þar ekki nýttar að fullu og því tillaga um að færa fjárheimildir yfir á þetta ár:

    Eignasjóður
    Þrúðvangur 18 , leikskóladeild 4.100.000 Seinkun framkvæmda
    Íþróttahús viðbygging 8.000.000 Seinkun framkvæmda
    Oddabrú 31.600.000 Seinkun framkvæmda
    Langekra 4.000.000 Seinkun vegna stofnunar lóðar.

    Félagslegar íbúðir 48.000.000 Afhending fer fram 2019 á öllum íbúðum og þær
    færðar til eignar á afhendingardegi.

    Fráveita 9.500.000 Seinkun framkvæmda

    Alls 105.200.000

    Auk þess gerir viðaukinn ráð fyrir aukinni fjárfestingu í gatnagerð að fjárhæð 35 milljónir. Þessi fjárfesting fer í gatnagerð við Guðrúnartún. Viðaukanum er mætt með handbæru fé sem flyst á milli ára. Um 102 milljónir sem verða eftir vegna fjárfestingarverkefna sem frestuðust og 68 milljónir sem að Rangárþing ytra fékk greitt frá Héraðsnefnd í lok árs 2018 vegna sölu á landi og ekki var í áætlun.
    Viðaukinn er því að fullu fjármagnaður.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 9 Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra geri eftirfarandi bókun um fyrirhugaða skerðingu á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga:

    Byggðarráð Rangárþings ytra mótmælir harðlega þeim áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um a.m.k. 3,3 milljarða á árunum 2020 og 2021. Skerðingin kemur harðast niður á útgjaldajöfnunarframlögum, en þau renna einkum til sveitarfélaga á landsbyggðinni sem hafa mörg hver veikan fjárhag. Skerðingin kemur einnig niður á framlögum til þjónustu við fatlað fólk og getur falið í sér að dregið verði úr þeirri þjónustu.

    Áætlað tekjutap sveitarfélaga á Suðurlandi af framlögum til útgjaldajöfnunar og vegna fasteignaskatts er um 505 mkr. og vegna málefna fatlaðra 29 mkr. Framlög til málefna fatlaðra hafa ekki staðið undir rekstrarkostnaði og bætir þetta ekki stöðu þess málaflokks.

    Árið 2015 voru samþykktar leiðréttingar á framlögum til málefna fatlaðra sem námu um 1,5 milljarði króna. Sú niðurstaða var samkomulag sem byggði á löngu og ítarlegu samráðsferli milli ríkis og sveitarfélaga. Að þurrka nánast út með einu pennastriki þann árangur sem þá náðist er í hróplegu ósamræmi við það samstarf við ríkið sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt mikla vinnu í að styrkja á liðnum áratug.

    Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem hefur þróast á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algeran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögunum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingum á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu.

    Þess er krafist að áform um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs og felur sveitarstjóra að koma bókuninni á framfæri við stjórnvöld.

    Samþykkt samhljóða.

2.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 4

1903015F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 4 Nefndin fór yfir erindið og upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Miklar umræður voru um hvað felst í ritstjórnarstefnu. Tillaga er um að fresta afgreiðslu málsins þar til á næsta fundi nefndarinnar. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Til kynningar.
  • 2.5 1903066 17. júní 2019
    Atvinnu- og menningarmálanefnd - 4 Nefndinni finnst áríðandi að unnið verði að því að 17. júní sé haldin á Hellu árlega. Nefndin óskar eftir 350.000 kr framlagi umfram það sem er á áætlun 2019 vegna þessa. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn taki jákvætt í hugmyndir Atvinnu- og menningarmálanefndar og samþykki að bæta 350.000 kr við áætlun ársins til 17 júní hátíðahalda. Viðbótin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

    Samþykkt samhljóða.

3.Oddi bs - 11

1904001F

Vísað er til umræðu um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Oddi bs - 11 Lagður fram ársreikningur 2018 fyrir Byggðasamlagið Odda bs og hann samþykktur samhljóða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti ársreikning Odda bs 2018 fyrir sitt leyti.

    Samþykkt samhljóða.
  • Oddi bs - 11 Stjórn Odda bs leggur til að fyrri endurskoðun á samþykktum fyrir byggðasamlagið verði látin standa og ekki verði gerðar frekari breytingar að sinni. Tryggt verði að allir sveitarstjórnarfulltrúar, bæði aðal- og varamenn hafi aðgang að öllum fundagögnum stjórnar Odda bs í gegnum fundagáttina. Stjórn Odda bs samþykkir samhljóða að fulltrúa E-lista í sveitarstjórn Ásahrepps verði boðið að sitja stjórnarfundi Odda bs með málfrelsi og tillögurétt frá og með næsta stjórnarfundi sem áætlaður er 23. apríl n.k. Þetta fyrirkomulag verði til reynslu í eitt ár. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Odda bs.

    Samþykkt samhljóða.

4.Húsakynni bs - 3

1904002F

Vísað er til umræðu um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Húsakynni bs - 3 Ársreikningur Húsakynna bs fyrir árið 2018 var lagður fram og samþykktur samhljóða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti ársreikning Húsakynna bs 2018 fyrir sitt leyti.

    Samþykkt samhljóða.

5.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12

1903007F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né gerir athugasemdir við breytingar á heitum lóða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Á grunni þess að tillagan muni samræmast stefnu aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 við gildistöku þess sé ekki þörf á að kynna lýsingu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða þar sem áform hafa ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Frekari upplýsingar um áform verði skilgreind í lýsingu skipulagsáætlunar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Frekari upplýsingar um áform verði skilgreind í lýsingu skipulagsáætlunar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar ábendingar við lýsinguna. Nefndin telur að tillit hafi verið tekið til þeirra við gerð tillögunnar. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar ábendingar við lýsinguna. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til þeirra við gerð tillögunnar. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kynna sérstaklega tillöguna til þeirra sem sendu inn athugasemdir. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin tekur undir með Vegagerðinni að þar sem tenging að Beindalsholti falli ekki undir skilgreiningu héraðsvegar sé ekki unnt að heimila notkun hennar til annarra lóða að öllu óbreyttu. Eigandi Beindalsholts hefur þegar mótmælt samnýtingu nema ef sú samnýting leiði af sér nýja aðkomu að Beindalsholti 2. Nefndin leggur því til að hætt verði við áform um samnýtingu tenginga að sinni.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með fyrirvara um að núverandi tenging við Landveg verði skilgreind í skipulagi en eingöngu nýtt vegna aðkomu að vatnstanki og til einkanotkunar landeiganda og falli niður ef og þegar frekari áform um framkvæmdir liggja fyrir. Nefndin leggur til að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 5.13 1803039 Urðir. Deiliskipulag
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulagsnefnd hefur borist álit lögfræðings. Skipulagsnefnd leggur til að afgreiðslu erindisins verði frestað þar til lausn fæst á umferðarmálum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 12 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Á grunni þess að tillagan muni samræmast stefnu aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 við gildistöku þess sé ekki þörf á að kynna lýsingu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að auglýst tillaga verði í fullu samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í lokaferli. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

6.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 202

1903011F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Byggðarráð Rangárþings ytra - 10

1904006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Félags- og skólaþjónusta - 38 fundur

1904034

7.1 Rekstrarform byggðasamlagsins.
Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs óskar eftir staðfestingu aðildarsveitarfélaga á breyttu rekstrarformi byggðasamlagsins með tveimur aðskildum deildum með sérstökum kennitölum og þremur ársreikningum. Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra setji sig ekki á móti þessari óvenjulegu útfærslu úr því stjórn byggðasamlagsins telur hana nauðsynlega til að bæta starfsemina.

Samþykkt samhljóða.

9.Erindi frá oddvita

1904016

Erindi frá oddvita vegna leyfis frá störfum í sveitarstjórn.
Fyrir liggur erindi frá Björk Grétarsdóttur oddvita um leyfi frá sveitarstjórnarstörfum til 1. ágúst 2019. Sveitarstjórn samþykkir leyfið samhljóða.

Varamenn taka sæti Bjarkar í nefndum og stjórnum og varaformenn taka við keflinu þar sem það á við en skipa þarf formann í faghóp vegna undirbúnings byggingar leikskóla á Hellu þar til Björk kemur til starfa á ný. Tillaga er um að Hjalti Tómasson varaoddviti taki það hlutverk að sér fram til 1. ágúst 2019. Samþykkt samhljóða.

10.Ársreikningur 2018 Rangárljós

1904013

Ársreikningurinn lagður fram til staðfestingar.
Ársreikningur fyrir Rangárljós fyrir árið 2018 lagður fram og samþykktur samhljóða.

11.Ársreikningur 2018

1904012

Ársreikningur sveitarfélagsins lagður fram til fyrri umræðu.
Tillaga um að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.

13.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

Tillaga um heimgreiðslur, afgreiðsla.
Tillaga Á-lista frá síðasta fundi sveitarstjórnar um hækkun heimgreiðslna tekin til afgreiðslu:

Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að heimgreiðslur, skv. reglum sveitarfélagsins, verði hækkaðar í kr. 80.000 á mánuði.

Greinargerð:
Rangárþing ytra hefur greitt heimgreiðslur síðan í febrúar 2015 og hefur mánaðarleg upphæð þeirra verið óbreytt frá upphafi. Verulegar niðurgreiðslur eru í dag á leikskólarýmum í sveitarfélaginu, eða ríflega 85% af raunkostnaði. Með því að hækka heimgreiðslur er komið til móts við þá foreldra sem hafa mögulega önnur úrræði, til að mynda dagvist með álíka niðurgreiðslu og tíðkast á leikskólum, þannig að staða þeirra verði því sem næst sambærileg og að hafa barn á leikskóla sveitarfélagsins.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Karl Jónsson

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða og jafnframt ákveðið að þetta fyrirkomulag gildi frá 1. ágúst 2019 til reynslu í 1 ár. Byggðarráði falið að fara yfir reynsluna af þessu fyrirkomulagi í mars á næsta ári.

Jafnframt lagður fram til afgreiðslu viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2019 til að mæta þessari breytingu. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum rekstrarkostnaði að fjárhæð 3 milljónir í fræðslumálum vegna breytinga á reglum um heimgreiðslur. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé. Þá verði byggðarráði falið að uppfæra reglur um heimgreiðslur í takt við þessar breytingu.

Samþykkt samhljóða.

14.Hólahraun 11. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II.

1904007

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar varðandi gistingu í flokki II, tegund "G" í sumarhúsi.
Fyrir liggur neikvæð umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa. Tillaga er um að sveitarstjórn gefi neikvæða umsögn um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "G" í sumarhúsi að Hólahrauni 11. Ástæða neikvæðrar umsagnar er sú að óheimilt er að starfrækja gistirekstur innan skipulagðra frístundasvæða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

15.Klapparhraun 17. Ökutækjaleiga

1904008

Samgöngustofa óskar umsagnar vegna ökutækjaleigu.
Fyrir liggur neikvæð umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa. Tillaga er um að sveitarstjórn gefi neikvæða umsögn vegna ökutækjaleigu að Klapparhrauni 17. Ástæða neikvæðrar umsagnar er sú að óheimilt er að starfrækja slíka starfsemi innan skipulagðra frístundasvæða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

16.Til umsagnar 766.mál

1904014

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða).
Tillaga um að fela byggðarráði að vinna umsögn og senda inn varðandi þetta mál fyrir lok apríl.

Samþykkt samhljóða.

17.Rekstur Landsvirkjunar á Þjórsársvæðinu - yfirlit

1904015

Olivera Ilic kemur til fundar.
Olivera Ilic starfsmaður Landsvirkjunar kynnti starfsemina á Þjórsársvæðin.

18.Aðalfundur 2019 - Háskólafélags Suðurlands

1904026

Aðalfundur Háskólafélagsins 10 maí 2019.
Til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?