47. fundur 12. maí 2022 kl. 15:00 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
 • Hrafnhildur Valgarðsdóttir varamaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Hjalti Tómasson varaoddviti bauð fundarmenn velkomna og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið en svo reyndist ekki vera. Þá lagði hann til að við dagskránna bættist liður 16. Samþykktir og þjónustusamningar Rangárþing ytra og Ásahreppur og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 47

2204004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 47 Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn gerir ráð fyrir hækkun skatttekna en kostnaðarauka vegna Bergrisans bs, snjómoksturs og skrifstofu og hefur áhrif til hækkunar á rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 2,48 mkr. Greinargerð fylgir viðaukanum.

  Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs og samþykki viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2022.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 47 Lagt er til að fresta erindinu og fá frekari upplýsingar fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra varðandi erindið. Lagt er til að að hækka árlega styrkupphæð skv. samningi frá 2019 úr 700.000 kr í 1.500.000 kr á árinu 2022 og endurmeta síðan stöðuna þegar kemur næst að endurskoðun samnings. Talið er að þetta væri mikilvæg innspýting fyrir starf golfklúbbsins og mætti flokka sem styrk til eflingar á almennu starfi klúbbsins en fyrir er sveitarfélagið að styrkja golfklúbbinn varðandi æskulýðsstarf, starf eldri borgara og opinn dag. Styrkurinn færist á íþrótta- og æskulýðsmál. Vegna þessa verði gerður viðauki 4 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

  Samþykkt samhljóða.

2.Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 3

2204011F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 26

2204009F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Tónlistarskóli Rangæinga bs - 26 Klara Viðarsdóttir fór yfir framlagðan ársreikning Tónlistarskóla Rangæinga 2021. Stjórn staðfesti ársreikning samhljóða og undirritaði hann. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti ársreikning 2021 fyrir Tónlistarskóla Rangæinga bs.

  Samþykkt samhljóða

4.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 221

2204010F

Vísað er til umræðu um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • 4.1 2204050 Ársreikningur 2021
  Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 221 Ársreikningur 2021 lagður fram og kynntur af Klöru Viðarsdóttur. Reksturinn gekk ágætlega á árinu og voru útgjöld og tekjur nokkuð yfir áætlun. Tap ársins var 6,6 m.kr. Eigið fé í árslok nam 200,7 m.kr.
  Ársreikningur samþykktur samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti ársreikning 2021 fyrir Sorpstöð Rangæinga bs.

  Samþykkt samhljóða.

5.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 50

2204006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 50 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 50 Erindi frestað Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 50 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 50 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 50 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 50 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 50 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 50 Skipulagsnefnd fjallaði um allar fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum atriðum í greinargerð tillögunnar. Sævar Jónsson leggur til að afgreiðslu tillögunar verði frestað. Tillaga Sævars var borin undir atkvæði og felld með fjórum atkvæðum (HE, HK, MHG og YH) gegn einu (SJ).
  Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 50 Skipulagsnefnd fjallaði um allar fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum atriðum í greinargerð tillögunnar. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin vill árétta að sýnd aðkoma að reitum B3 og B4 tekur ekki af kvöð um veg á lóðamörkum vegna aðkomu að lóð L7. Bókun fundar Eftir afgreiðslu skipulagsnefndar barst nýr uppdráttur þar sem sýnd er aðkoma inná lóð L8A sem orðin er í fullu samræmi við áður gerð landskipti. Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar um að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu og telur ekki þörf á að endurauglýsa tillöguna.

  Samþykkt samhljóða.

6.Ársreikningur 2021

2203087

Til seinni umræðu.
Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2021 var staðfestur af byggðaráði fimmtudaginn 13. apríl 2022 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar fimmtudaginn 13. apríl 2022 og var vísað til seinni umræðu. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn. Ársreikningurinn hefur að geyma samantekin reikningsskil fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A og B hluta starfsemi sveitarfélagsins sbr. 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs, Rangárljós og Suðurlandsvegur 1-3 hf.

Rekstrartekjur A og B hluta á árinu námu 2.330 milljónum kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 172 milljónir kr en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 170 milljónir kr. Samtals eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2021 nam 2.345 milljónum kr.

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2021.

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við rekstur innan ramma fjárhagsáætlunar sem skilar sér í bættri afkomu.

7.Óvirk byggðasamlög

2002046

Fundargerð slitastjórnar frá 22042022
Lagt er til að sveitarstjórn samþykki tillögu slitastjórnar um fjárhagslegt uppgjör og niðurlagningu á byggðasamlögunum Green Globe 21 í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs og Atvinnu- og ferðamálaverkefni Rangárþings og V-Skaftafellssýslu bs.

Samþykkt samhljóða.

8.Málefni hestamanna við Hesthúsgötu á Hellu

2003015

Samningar um flutning í nýtt hesthúsahverfi til staðfestingar.
8.1 Hesthúsvegur 3
Lagt fram samkomulag við Sigfús Davíðsson um flutning í nýtt hesthúsahverfi í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins frá 32. fundi þann 11. mars 2021 og samningur um kaup sveitarfélagsins á Hesthúsvegi 3 á Hellu. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag og kaupsamning. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl og samninga vegna kaupanna.

Samþykkt samhljóða.

8.2 Hesthúsvegur 8
Lagt fram samkomulag við Guðgeir Ólason og Guðlaugu Jónsdóttur um flutning í nýtt hesthúsahverfi í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins frá 32. fundi þann 11. mars 2021 og samningur um kaup sveitarfélagsins á Hesthúsvegi 8 á Hellu. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag og kaupsamning. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl og samninga vegna kaupanna.

Samþykkt samhljóða.

8.3 Hesthúsvegur 14
Lagt fram samkomulag við Heiðdísi Örnu Ingvarsdóttur og Gunnar Þorgilsson um flutning í nýtt hesthúsahverfi í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins frá 32. fundi þann 11. mars 2021 og samningur um kaup sveitarfélagsins á Hesthúsvegi 14 á Hellu. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag og kaupsamning. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl og samninga vegna kaupanna.

Samþykkt samhljóða.

8.4 Hesthúsvegur 21
Lagt fram samkomulag við Samúel Örn Erlingsson, Önnu Kristínu Kjartansdóttur, Hólmfríði Erlingsdóttur, Margréti Katrínu Erlingsdóttur og Ingibjörgu Erlingsdóttur um flutning í nýtt hesthúsahverfi í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins frá 32. fundi þann 11. mars 2021 og samningur um kaup sveitarfélagsins á Hesthúsvegi 21 á Hellu. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag og kaupsamning. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl og samninga vegna kaupanna.

Samþykkt samhljóða.

9.Grænir iðngarðar

2112058

Áfangaskýrsla
Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla um Græna iðngarða í Rangárþingi ytra. Sveitarstjórn hvetur til þess að verkefninu verði fram haldið á komandi kjörtímabili en telja má að í því felist mikil tækifæri til eflingar atvinnulífs í sveitarfélaginu.

10.Bjargshverfi - hugmyndavinna

2102020

Tillaga Basalt arkítekta að deiliskipulagi svæðisins.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Bjargshverfið sem Basalt arkítektar hafa unnið í samvinnu við starfsmenn sveitarfélagsins. Lagt fram til kynningar og frekari úrvinnslu á komandi kjörtímabili.

11.Þróun skólasvæðis á Hellu

2105019

Niðurstaða tilboða í frágang utan- og innanhúss í 1 áfanga og tilboða í verkfræðihönnun og landslagshönnun 2. áfanga uppbyggingar skólasvæðisins á Hellu.
11.1 Tilboð í fullnaðarfrágang 1. áfangi
Þann 22.4.2022 var auglýst á útboðsvefnum og á heimasíðu Rangárþings ytra útboðið 1.áfangi uppbyggingar skólasvæðisins á Hellu viðbygging við Grunnskólann. Boðað var til opnunarfundar að Suðurlandsvegi 1 þriðjudaginn 10.maí kl.10.00 en engin tilboð bárust.
Í ljósi þessarar niðurstöðu er lagt til að brjóta niður verkefnið eftir fagsviðum og leita tilboða meðal verktaka og birgja í samræmi við innkaupareglur sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að ná hagstæðum samningum um efni og vinnu og samfellu í verkefnið.

Samþykkt samhljóða.


11.2 Tilboð í fullnaðarhönnun 2. áfanga
Þann 6.4.2022 var auglýst á útboðsvefnum og á heimasíðu Rangárþings ytra útboðið 2.áfangi uppbyggingar skólasvæðisins á Hellu. Fullnaðarhönnun. Boðað var til opnunarfundar að Suðurlandsvegi 1 þriðjudaginn 10.maí kl.13.00. Fjögur tilboð bárust, frá VSO ráðgjöf ehf. 74.442.842 kr.; Mannvit hf. 80.748.800 kr.; Efla hf. 83.328.174 kr. og Lota ehf. 86.292.700 kr. Kostnaðaráætlun var 75.267.637 kr.

Lagt er til að ganga til samninga við lægstbjóðanda að undangenginni yfirferð tilboða.

Samþykkt samhljóða.

12.Erindi um Gaddstaðaveg

2205012

Innviðaráðuneyti óskar umsagnar sveitarfélagsins um erindi um Gaddstaðaveg, Þess er óskað að í umsögninni komi m.a. fram afstaða sveitarfélagsins til þess í hvaða flokk vega sveitarfélagið telji að umræddur vegur falli sbr. ákvæði III. kafla vegalaga nr. 80/2007.
Að mati sveitarfélagsins ætti Gaddstaðavegur að falla undir skilgreiningu Vegagerðarinnar á Héraðsvegi. Sveitarstjóra falið að senda inn umsögn f.h. sveitarstjórnar þar sem þetta mat sveitarstjórnar kemur fram.

Samþykkt samhljóða.

13.Sala íbúða við Nestún 4 og 6 og Þrúðvang 10

2201017

Tilboð í Þrúðvang 10
Lagt er til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi kauptilboð í eignina Þrúðvang 10. Söluverð er 28 mkr. Jafnframt verði Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879 sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl vegna sölu og veðsetningar fasteignarinnar.

Samþykkt með 4 atkvæðum (HT,HE,HV,ÁS), 3 sátu hjá (MHG,YH,JH).

14.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Efling á félagsstarfi eldri borgara
Lagt fram bréf frá Félags- og vinnumarkaðsráðherra sem hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2022, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2022.

Samþykkt samhljóða að sækja um stuðning við eflingu félagsstarfs fullorðinna árið 2022.

15.Erindi frá Jósep Benediktssyni um sorpurðun

2112031

Svar við bréfi vegna sorpurðunar.
Lagt fram bréf frá landeigendum Varmadals dagsett 5. maí 2022. Sveitarstjórn leggur til að næsta skref í málinu verði að bjóða landeigendum til fundar þar sem farið yrði betur yfir sjónarmið landeigenda og sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

16.Samþykktir og þjónustusamningar Rangárþing ytra og Ásahreppur

2111010

Önnur umræða um endurskoðaðar samþykktir og þjónustusamninga.
Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykki endurskoðaðar samþykktir fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs, Húsakynni bs, Odda bs og aðra endurskoðaða samstarfssamninga Rangárþings ytra og Ásahrepps fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

17.Selið Stokkalæk. beiðni um umsögn vegna rekstarleyfis

2205017

Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Birgis Hákons Hafstein fyrir hönd Selið á Stokkalæk ehf, kt. 420609-0940, um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "B" í húsnæði félagsins á lóðinni Stokkalæk, Rangárþingi ytra. Beiðni barst 5.5.2022.
Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til félagsins Selið á Stokkalæk ehf fyrir gistingu í flokki II, tegund "B" í húsnæði félagsins á Stokkalæk í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða

18.Uxahryggur 2 L211028 - breyting á heiti í Markhóll

2205019

Arndís Anna Sveinsdóttir og Sigurður Magnússon óska eftir því að breyta nafni á lóð sinni Uxahryggur 2 L211028 í Markhóll. Ósk um breytingu barst með tölvupósti 10.5.2022.
Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við heitið Markhóll.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

19.SASS - 581 stjórn

2204051

Fundargerð frá 25042022
Til kynningar.

20.Lundur - stjórnarfundur 10

2205008

Fundargerð frá 02052022
Sveitarstjórn fagnar því hve vel hefur gengið með rekstur Lundar á síðasta ári. Lagt fram til kynningar.

21.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 909 fundur

2205009

Fundargerð frá 27042022
Til kynningar.

22.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2022

2201049

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál; Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál; Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál; Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um sorgarleyfi, 593. mál.

Til kynningar.

23.Landmannalaugar, Mat á umhverfisáhrifum.

1705027

Minnisblað um stöðu málsins.
Lagt fram til kynningar.

24.Almenningssamgöngur á Suðurlandi - viðhorfskönnun 2022

2205016

Niðurstöður viðhorfskönnunar um almenningssamgöngur sem framkvæmd var í febrúar-mars 2022. Könnunin var framkvæmd af Maskínu fyrir SASS.
Til kynningar.

25.Brotthvarf úr framhaldsskólum

2205013

Skýrsla um brotthvarf úr framhaldsslólum frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga.
Til kynningar.

26.Bréf frá innviðaráðuneyti vegna 20. gr. Reglugerðar nr. 1212 2015

2205018

Bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar til sveitarfélaga vegna viðauka fyrir 1. Júní nk. sbr. 20. gr. Reglugerðar nr. 1212/2015
Til kynningar.

27.Flóttamenn frá Úkraínu

2203018

Bréf mennta- og barnamálaráðherra til sveitarfélaga um stuðning vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.
Til kynningar.

28.Aðalfundur veiðifélags Eystri-Rangár 2021

2205022

Fundarboð og ársreikningur.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?