11. fundur 15. apríl 2015 kl. 15:00 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna bættist liður 7. Aðalfundur Félags- og skólaþjónustunnar og liður 16. Samráðsnefnd Ásahrepps og Rangárþings ytra. Aðrir liðir færast niður. Dagskrárbreytingin var samþykkt samhljóða. Í upphafi fundar fóru sveitarstjóri og oddviti yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins. Guðmundur Daníelsson sat fundinn undir lið 6.

1.Endurskoðun 2014

1410045

Gert er ráð fyrir að ársreikningar 2014 fyrir Rangárþing ytra verði tilbúnir til framlagningar seinnipart aprílmánuðar. Boða þarf aukafund sveitarstjórnar.
Tillaga er um að halda sérstakan aukafund sveitarstjórnar þann 29 apríl n.k. kl. 15:00 og leggja þar fram ársreikninga sveitarfélagsins til fyrri umræðu. Fundur byggðarráðs færist til kl. 13:00 sama dag.Samþykkt samhljóðaBókun: Fulltrúar Á-lista benda á að skv. 3. mgr. 61. gr. Sveitarstjórnarlaga skal ársreikningur fullgerður og samþykktur af byggðarráði fyrir 15. apríl ár hvert.Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir

2.Rekstur Brúarlundar

1504002

Ungmennafélagið Merkihvoll óskar eftir viðræðum um rekstur Brúarlundar
Tillaga um að sveitarstjóra verði falið að ræða við fulltrúa Ungmennafélagsins Merkihvols og undirbúa mögulegan samning sem síðan verði lagður fyrir sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða.

3.Fyrirkomulag skipulags- og byggingarmála

1504010

Mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélög.
Tillaga um að sveitarstjóra verði falið að leita upplýsinga um möguleika til aukins samstarfs á sviði skipulags- og byggingarmála við nágrannasveitarfélög í Rangárvalla-, Skaftafells- og Árnessýslu.Samþykkt samhljóða.

4.Lægra orkugildi hjá OR

1504003

Ábending um að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að OR miði við orkugildi en ekki rúmmetragjald á heitu vatni.
Tillaga um að sveitarstjóra verði falið að óska eftir fundi með fulltrúum Orkuveitunnar til að fara yfir þessi mál með sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða.

5.Ósk um samstarf - EAB New Energy GmbH

1503026

Viljayfirlýsing (Memorandum of understanding)
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu við EAB New Energy GmbH og felur sveitarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna og enska útgáfu hennar eftir yfirlestur hjá löggiltum skjalaþýðanda.Samþykkt samhljóða.

6.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Kynning á skýrslu með frumhönnun og kostnaðarmati á ljósleiðara um Rangárþing ytra.
Guðmundur Daníelsson kynnti skýrslu sína um frumhönnun og kostnaðarmat á lagningu ljósleiðara um Rangárþing ytra.Í kynningu kom fram mikilvægi þess að nýta strax öll þau tækifæri sem geta boðist á næstunni til að leggja ljósleiðararör þar sem lagnaframkvæmdir eru fyrirhugaðar innan sveitarfélagsins.Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kynna málið sem fyrst fyrir samgöngu- og fjarskiptanefnd og vinna málið áfram í samvinnu við Guðmund Daníelsson.

7.Aðalfundur Félags- og skólaþjónustunnar

1504018

Aðalfundurinn fer fram miðvikudaginn 22. apríl 2015 kl. 14:00 í Miðjunni.
Tillaga er um að Sólrún Helga Guðmundsdóttir fari með atkvæði Rangárþings ytra á aðalfundinum.Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

8.Byggðarráð Rangárþings ytra - 9

1503005

Vísað er til afgreiðslu einstakra liða en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

9.Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar - 2

1503001

Vísað er til afgreiðslu einstakra liða en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar - 2 Farið var yfir Afréttarskránna og lagfært í samræmi við lögbýlaskrá. Sveitarstjóra falið að fara aftur yfir og skoða hvort einhver lögbýli vantar á listann og eins gangast í að skoða hvort einhver lögbýli hafi dottið út af lögbýlaskrá sem þar ættu að vera. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir endurskoðaða afréttarskrá fyrir Rangárvallaafrétt og vísar henni til héraðsnefndar til samþykktar sbr. 14. gr. fjallskilasamþykktar Rangárvallasýslu nr. 633/2007.

  Samþykkt samhljóða

10.Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 5

1501010

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðina að öðru leyti staðfest
 • Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 5 Tillaga er frá leikskólastjórum að sumarlokun leikskólanna verði með eftirfarandi hætti:

  Sumarlokun Leikskólans á Laugalandi árið 2016 verði frá 27 júní til 29 júlí.

  Sumarlokun Leikskólans Heklukots færist til milli ára yfir þriggja ára tímabil. Sumarlokanir séu á bilinu frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Þannig verði lokað 2016 frá miðjum júní fram í miðjan júlí, 2017 lokað júlímánuð og 2018 sumarlokun frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst. Sumarlokun sumarið 2016 verður því frá 20 júní til 15 júlí.

  Samþykkt samhljóða
  Bókun fundar Fyrir liggur tillaga frá fræðslunefnd um sumarfrí á leikskólum.

  Sumarlokun Leikskólans á Laugalandi árið 2016 verði frá 27 júní til 29 júlí.

  Sumarlokun Leikskólans Heklukots færist til milli ára yfir þriggja ára tímabil. Sumarlokanir séu á bilinu frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Þannig verði lokað 2016 frá miðjum júní fram í miðjan júlí, 2017 lokað júlímánuð og 2018 sumarlokun frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst. Sumarlokun sumarið 2016 verður því frá 20 júní til 15 júlí.

  Samþykkt samhljóða
 • Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 5 Tillaga er frá leikskólastjórum um að það verði skoðað að aðlögun ungra barna verði að öllu jöfnu á haustin og um áramót til að létta álagi hjá jafnt börnum sem starfsfólki. Jafnframt er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir leikskólaplássi og þörf á því að leita leiða til að geta tekið við fleiri börnum. Lagt er til að málið verði skoðað áfram í samhengi við fjárhagsáætlanir innan sveitarstjórna. Bókun fundar Tillaga er um að gerð verði greining á því hvaða kostir eru í boði til að fjölga leikskólaplássum og kostnaður metinn. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja minnisblað fyrir sveitarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.
 • Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 5 Sigrún B. Benediktsdóttir situr í undirbúningsnefnd og kynnti í stuttu máli hvað Sunnlenski skóladagurinn snýst um. Nefndin er sammála um að hér er um góða hugmynd að ræða en þetta krefst þess að settur verði inn auka starfsdagur hjá skólunum. Kostnaður þarf auðvitað að rúmast innan fjárhagsáætlana.

  Lagt er til að auka starfsdegi verði bætt inn hjá skólunum til að taka þátt í hinum Sunnlenska skóladegi.

  Jafnframt ályktar fræðslunefnd um mikilvægi þess að Skólaþjónustu Rangárvallasýslu- og V-Skaftafellssýslu sé gefinn kostur á að taka þátt í undirbúningi fyrir hönd okkar svæðis.

  Samþykkt samhljóða
  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auka starfsdegi verði bætt inn hjá skólunum til að taka þátt í hinum Sunnlenska skóladegi árið 2016.

  Jafnframt er tillaga um að Skólaþjónustu Rangárvallasýslu- og V-Skaftafellssýslu verði fengið það hlutverk að leiða undirbúning Sunnlenska skóladagsins fyrir hönd okkar svæðis.

  Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við undirbúningsnefnd.
 • Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 5 Lagt fram til kynningar

  Fræðslunefnd vill þó ítreka mikilvægi þess að Skólaþjónusta Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu verði leiðandi afl í undirbúningi menntaþings hér á okkar svæði. Jafnframt vill fræðslunefnd undirstrika mikilvægi þess að gera iðnnámi hátt undir höfði í tengslum við slíkt menntaþing.
  Bókun fundar Sveitarstjórn leggur áherslu á að kraftar Skólaþjónustu Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu verði nýttir sem leiðandi afl í undirbúningi menntaþings hér á okkar svæði. Jafnframt vill sveitarstjórn undirstrika mikilvægi þess að gera iðnnámi hátt undir höfði í tengslum við slíkt menntaþing.

  Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við undirbúningsnefnd.

11.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 8

1503008

Fundargerð lögð fram til kynningar

12.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 9

1503009

Fundargerð lögð fram til kynningar

13.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 10

1504002

Fundargerð lögð fram til kynningar

14.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 11

1504003

Fundargerð lögð fram til kynningar

15.Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 80

1503003

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 80 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 80 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti en vekur athygli á að ekki liggja fyrir undirskriftir þinglýstra nærliggjandi landeigenda um landamerki á milli Lýtingsstaða og Raftholts annars vegar og Sumarliðabæjar hins vegar um ytri mörk jarðarinnar. Því tekur nefndin ekki afstöðu til ytri marka jarðarinnar. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti en vekur athygli á að ekki liggja fyrir undirskriftir þinglýstra nærliggjandi landeigenda um landamerki á milli Lýtingsstaða og Raftholts annars vegar og Sumarliðabæjar hins vegar um ytri mörk jarðarinnar. Því tekur nefndin ekki afstöðu til ytri marka jarðarinnar.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 80 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til varðveislu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í B-deild stjórnartíðinda til gildistöku. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til varðveislu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í B-deild stjórnartíðinda til gildistöku.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 80 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 80 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 80 Afgreiðslu erindisins frestað. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 80 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.

16.Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 2

1504004

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

17.HES - stjórnarfundur 163

1503077

Fundargerð frá 26032015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

18.SASS - 489 stjórn

1503024

Fundargerð 16012015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

19.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 164

1503025

Fundargerð 250215
Fundargerðin lögð fram til kynningar

20.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 165

1504012

Fundargerð 26032015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

21.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - 827 fundur

1504011

Fundargerð frá 01042015
Fundargerðin lögð fram til kynningar
Fylgiskjöl:

22.Stjórnarfundur 41 - Brunavarnir Rang

1504013

Fundargerð 26032015
Fundargerðin lögð fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?