5. fundur 12. október 2022 kl. 08:15 - 09:22 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
 • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
 • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
 • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
 • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
 • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
 • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson Sveitarstjóri

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2208017

Yfirlit sveitarstjóra/oddvita
Sveitarstjóri fór yfir minnnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda.

2.Tilnefning í nefnd um stjórnun friðlandsins - Friðland að fjallabaki

2209071

Beiðni Umhverfisstofunar um skipan þriggja fulltrúa í nefnd um stjórnun friðlandsins að fjallabaki
Sveitarstjórn skipaði á 2. fundi sínum 22.júní þau, Magnús Hrafn Jóhannsson, Jóhönnu Hlöðversdóttur og Guðlaugu Berglindi Guðgeirsdóttur sem aðalmenn og til vara þau Fjólu Kristínu B. Blandon, Gunnar Aron Ólason og Sigurgeir Guðmundsson.

Samþykkt samhljóða.

3.Þjónustusamningur UMF Hekla - endurskoðun

2210005

Erindi frá stjórn UMF Heklu um endurskoðun á þjónustusamningi.
Lagt fram erindi frá stjórn UFH Heklu um endurskoðun á þjónustusamningi milli félagsins og sveitarfélagsins.

Lagt er til að vísa erindinu til heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar til að vinna að endurskoðun á samningnum. Auk þess er nefndinni falið að fara yfir aðra þjónustusamninga við félög sem falla undir starfssemi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

4.Beiðni um fjárstyrk til Æskulýðsn. kirkna í Rangárvallasýslu

2210006

Beiðni um fjárstyrk til Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu
Lögð er fram beiðni um fjárstyrk til Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu að fjárhæð kr. 145.000 fyrir árið 2022.

Lagt er til að samþykkja beiðnina. Kostnaður færist á íþrótta- og tómstundamál.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

5.Lyngalda og Melalda- Gatnagerð

2209078

Gatnagerð í Lyngöldu og Melöldu á Hellu
Lagt var til að gert verði ráð fyrir gatnaframkvæmdum í götunum Lyngöldu og Melöldu á Hellu í vinnu við fjárhags- og fjárfestingaráætlun fyrir árið 2023. Deiliskipulag og hönnun gatnanna liggur fyrir og því eingöngu um að ræða kostnað við verklegar framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða

6.Kjör nefnda, ráða og stjórna

2206014

Breytingar á skipun í Almannavarnarnefnd Rangárvallar- og Vestur Skaftafellsýslum.
Lagt er til að Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri verði aðalmaður í Almannavarnarnefnd Rangárvallar- og Vestur Skaftafellssýslu í stað Erlu Sigríðar Sigurðardóttur og Erla Sigríður verði varamaður í nefndinni í stað Eggerts Vals Guðmundssonar.

Samþykkt samhljóða.

7.Erindi um ungmennaráð og þátttöku barna í starfi sveitarfélaga

2209097

Erindi frá UNICEF um ungmennaráð og þátttöku barna í starfi sveitarfélaga.
Lagt var fram erindi frá UNICEF um ungmennaráð og þátttöku barna í starfi sveitarfélaga.

Sveitarstjórn þakkar fyrir hvatninguna.

Til kynningar.

8.Vindorkuvettvangsferð til Danmerkur 24.-27. október

2210017

Vindorkuvettvangsferð til Dammerkur 24.-27. október á vegum State of Green, danska sendiráðsins og Grænvangs þar sem skipulagsfulltrúi og formaður skipulagsnefndar kynna sér fyrirkomulag á nýtingu vindorku.
Farið var yfir Vindorkuvettvangsferð til Dammerkur 24.-27. október á vegum State of Green, danska sendiráðsins og Grænvangs. Ljóst er að sveitarfélagið verður leiðandi sveitarfélag varðandi nýtingu vindorku á næstu árum þar sem t.d. Búrfellslundur er kominn í nýtingarflokk rammaáætlunar. Lagt er til að skipulagsfulltrúi og formaður skipulagsnefndar taki þátt í kynningunni. Sveitarstjóra falið að skoða hvort hægt sé að bæta við einum fulltrúa D-lista í viðbót frá skipulagsnefnd.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

9.Byggðarráð Rangárþings ytra - 6

2209002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
Gert var fundarhlé í upphafi þessa liðar og fundi svo framhaldið.

Varðandi lið 12 úthlutun lóðarinnar Rangárflatir 2 þá er lagt til að fresta staðfestingu á úthlutun lóðarinnar þar til endurskoðun á lóðarúthlutunarreglum hefur farið fram varðandi upphaf og lok framkvæmda.

Samþykkt samhljóða.


Varðandi lið 13 úthlutun lóðarinnar Miðvangur 3 þá er lagt til að fresta staðfestingu á úthlutun lóðarinnar þar til endurskoðun á lóðarúthlutunarreglum hefur farið fram varðandi upphaf og lok framkvæmda.

Samþykkt samhljóða.

Varðandi lið 21 ósk um nafnabreytingu á Sjallsteinshöfða lóð þá staðfestir sveitarstjórn bókun byggðarráðs en ítrekar að ekki sé tekin afstaða til eignarhalds.

Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 6 Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022. Greinargerð fylgir viðaukanum.
  Viðaukinn er vegna hækkunar tekna að upphæð 68,2 millj. kr; hækkunar launakostnaðar að upphæð 49,5 millj. kr; hækkunar annars rekstrarkostnaðar að upphæð 0,8 millj. kr; og hækkunar fjármagnsliða að upphæð 67,3 millj. kr. Samtals er viðaukinn til lækkunar á rekstrarniðustöðu að upphæð 49,5 millj. kr. Einnig er reiknað með aukinni fjárfestingu að fjárhæð 5,0 millj. kr.

  Viðaukinn samþykktur samhljóða.
  Bókun fundar JGV tók til máls.

  Sveitarstjórn samþykkir viðaukann en hann kallar ekki á aukna fjármögnun eða hefur áhrif á handbært fé.

10.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 3

2209012F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 3 Rædd var aðkoma Rangárljóss varðandi þjónustu við íbúðar- og frístundasvæði þar sem landeigendur hafa lagt í vinnu við að koma niður ljósleiðaralögnum á slíkum svæðum án beinnar aðkomu Rangárljóss. Farið var yfir minnisblöð er varða Minna-Hof og aðkomu Rangárljóss að þjónustu við það íbúðarsvæði. Hefur landeigandi boðist til að afhenda innviði án endurgjalds.

  Leggur nefndin til að Rangárljós taki jákvætt í erindið og gerðar verði kostnaðargreiningar á því.
  Unnið verður að drögum að samningum.

  Samþykkt.
  Bókun fundar Lagt til að Rangárljós geri kostnaðargreiningu varðandi íbúasvæðið á Minna-Hofi og unnið verði að drögum að samningum.

  Samþykkt samhljóða.

11.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5

2209001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformaða skiptingu lóðanna og heimilar umsækjendum að leggja fram nauðsynleg gögn því til fullnustu. Nefndin leggur til að veitt verði heimild til skipulagsbreytinga í kjölfarið. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformað heiti á lóðinni. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd þakkar góða ábendingu. Nefndin leggur til að gerðar verði upphækkaðar gangbrautir í samræmi við staðsetningar í gildandi deiliskipulagi. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Farið var yfir stöðu málsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsfulltrúa falið að setja saman greinargerð. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu nýs íbúðarhúss og leggur til að undanþága verði veitt frá umræddri grein skipulagsreglugerðar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Nefndin leggur til að lögð verði fram framkvæmdaáætlun frá Þjónustumiðstöð þar sem gerð verði grein fyrir forgangsröðun framkvæmda sem eftir eru. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Nefndin samþykkir jafnframt framlagða tillögu til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • 11.14 2210013 Mosar deiliskipulag
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
  Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur enga þörf á grenndarkynningu.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd leggur til að heimild verði veitt til lóðarhafa um gerð deiliskipulags þar sem gert verði ráð fyrir langtímastæðum stöðuhýsa og hjólhýsa. Svæði það sem horft er til yrði austan við vegaslóða að hreinsivirki innan núverandi landnotkunarsvæðis verslunar- og þjónustu svo ekki verði farið of nálægt Ytri-Rangá. Skipulagið skal fela í sér skilmála um leyfilegar stærðir húsa/hýsa, stærðir palla, fjarlægðir á milli mannvirkja þar með talið palla, þéttleika byggðar, umferðarleiðir, opin svæði og gönguleiðir svo eitthvað sé nefnt. Tekið verði fullt tillit til allra tilheyrandi krafna um eldvarnir og að lagðar verði fram skýrar kröfur og stefna varðandi flóttaleiðir af svæðinu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefndin tekur vel í framlagðar hugmyndir en óskar eftir að umsækjandi geri skýrari grein fyrir áformum sínum á fundi með skipulagsnefnd. Bókun fundar ÞS tók til máls.

  Til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
  Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur enga þörf á grenndarkynningu.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með heimild skipulagsstofnunar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd leggur til að ráðist verði í flokkun landbúnaðarlands í samræmi við stefnu stjórnvalda. Nefndin telur ekki þörf til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins að því tilefni heldur verði umrædd breyting gerð sérstaklega. Bókun fundar Lagt til að fara í verkefnið eins og lög gera ráð fyrir og felur sveitarstjóra að gera verðkönnun.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 5 Skipulagsnefnd tekur undir mikilvægi þess að skipulagsáætlanir verði í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt. Nefndin leggur til að sett verði ákvæði í aðalskipulag sveitarfélagsins um að öll tilkynnt skógræktaráform yfir 5 ha verði skilgreind sérstaklega sem skógræktar- og landgræðslusvæði í aðalskipulagi. Við veitingu framkvæmdaleyfa til skógræktar verði tekið tillit til þess að breyting á landnotkun verði gerð samhliða eða eftir á. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.

12.Félagsmálanefnd 3. fundur

2209101

Fyrir liggja tillögur um endurskoðun á reglum um stuðningsþjónustu við fólk 18 ára og eldri, endurskoðun á reglum um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur þeirra og endurskoðun á reglum um starfsfólk félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslum sem veita stoð og stuðningsþjónustu.
Lagt er til að tillögur um endurskoðun á reglum um stuðningsþjónustu við fólk 18 ára og eldri, endurskoðun á reglum um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur þeirra og endurskoðun á reglum um starfsfólk félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslum sem veita stoð og stuðningsþjónustu verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

13.Vinnuhópur um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra - 2

2209009F

Til kynningar.

14.Vinnuhópur um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra - 3

2209010F

Til kynningar.

15.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 2

2209006F

ÞS og IPG tóku til máls.

Til kynningar.

16.Almannavarnanefnd Rangárvalla- og V Skaftaf.sýslu

2210009

Fundargerð 1.fundar almannavarnarnefnda rRangárvalla- og V Skaftaf.sýslu frá 3. október s.l.
Til kynningar.

17.Fundargerð 19. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendisins

2209051

Fundargerð 19. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendisins
Til kynningar.

18.Fundargerð Fjallskiladeild Landmannaafréttar

2210004

Fundargerð Fjallskiladeildar Landmannaafréttar frá 24. ágúst s.l.
Til kynningar.

19.2. stjórnarfundur Lundar

2210007

Fundargerð 2. stjórnarfundar Lundar frá 15. september s.l.
Til kynningar.

20.3. stjórnarfundur Lundar

2210008

Fundargerð 3. stjórnarfundar Lundar frá 3. október s.l.
Til kynningar.

21.Fundargerð 586. fundar stjórnar SASS

2209044

Fundargerð 586. fundar stjórnar SASS
Til kynningar.

22.Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

2209091

Fundargerð 221. fundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Til kynningar.

23.913. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélagal

2210015

Fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var miðvikudaginn 28. september sl
Til kynningar.

24.Ársfundur Jöfunarsjóðs 2022

2209095

Fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs 2022.
Til kynningar.

25.Ársfundur SSKS

2210014

Fundarboð á ársfund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:22.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?