6. fundur 09. nóvember 2022 kl. 08:15 - 09:35 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti leggur til í upphafi fundar að mál nr. 10 á dagskrá fundarins verði tekið fyrir í lok fundar þar sem um er að ræða trúnaðarmál. Samþykkt af hálfu fundarmanna.

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2208017

Yfirlit sveitarstjóra/oddvita
Sveitarstjóri fór yfir minnnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda.
Fylgiskjöl:

2.Tillaga að útsvarshlutfalli fyrir árið 2023

2211012

Útsvarshlutfall 2023
Tillaga er að hálfu byggðarráðs um að útsvarshlutfall fyrir árið 2023 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

3.Sigurhæðir - umsókn um styrk

2210059

Beiðni Sigurhæða um rekstarstyrk fyrir 2023
Lögð fram beiðni Sigurhæða um styrk fyrir starfssemi sína á árinu 2023 að fjárhæð kr. 614.000-894.000.

Lagt er til að vísa beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða.

4.Aðalfundur Bergrisa

2211003

Fundarboð á aðalfund Bergrisans bs. þann 15.nóv. nk. og skipun fulltrúa á fundinn.
Lagt er fram fundarboð vegna aðalfundar Bergrisans bs. þann 15. nóvember nk.
Lagt til að fulltrúar á aðalfund Bergrisans bs. verði:
Jón G. Valgeirsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Eydís Indriðadóttir

Til vara:
Eggert Valur Guðmundsson.
Erla Sigríður Sigurðardóttir
Þórunn Dís Þórunnardóttir
Þröstur Sigurðsson

5.Grunnsamkomulag um nýtingu lóða innan þjóðlenda

2209013

Grunnsamkomulag um lóðir í þjóðlendu milli íslenska ríkinsins og Rangárþings ytra vegna Hrauneyja, lnr. 179274 í þjóðlendunni Landmannaafrétti
Lagt fram grunnsamkomulag um lóð í þjóðlendu milli íslenska ríkinsins og Rangárþings ytra vegna Hrauneyja, lnr. 179274 í þjóðlendunni Landmannaafrétti.

Lagt til að samþykkja fyrirliggjandi grunnsamkomulag og fela sveitarstjóra að undirrita það.

JGV og IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

6.Aðventuhátíð 2022 - ósk um styrk

2211009

Beiðni Kvenfélagins Einingu um afnot af Laugalandi og styrk vegna aðventuhátíðar þann 27. nóv. nk.
Lögð er fram beiðni Kvenfélagins Einingu um afnot af Laugalandi og styrk að fjárhæð kr. 50.000 auk verðbóta vegna aðventuhátíðar þann 27. nóv. nk en samningur liggur fyrir á milli aðila.

Lagt er til að samþykkja beiðnina og kostnaður færist á menningarmál.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

7.Héraðsnefnd - 1. fundur

2210040

Héraðsnefnd Rangæinga. Tilnefningar í náttúru- og gróðurverndarnefnd, umferðaröryggisnefnd og öldungaráð
Á 1. fundi Héraðsnefnd Rangæinga þá var óskað eftir tilnefningum í náttúru- og gróðurverndarnefnd, umferðaröryggisnefnd og öldungaráð.

Sveitarstjórn telur ekki tilefni til að tilnefna í náttúru- og gróðurverndarnefnd og umferðaröryggisnefnd þar sem fastanefndir sveitarfélagins fari með þau mál.

Lagt er til að í öldungarráð verði tilnefndir:
Aðalmaður:
Halldóra J. Þorvarðardóttir.
Varamaður:
Sigrún Ólafsdóttir.

Samþykkt samhljóða.



8.Leyfi fyrir CanAm Iceland Hill Rally 2023

2211016

Beiðni um leyfi fyrir akstursíþróttakeppninni CanAm Iceland Hill Rally 2023
Lögð er fram beiðni f.h. keppnisstjónar um leyfi fyrir akstursíþróttakeppninni CanAm Iceland Hill Rally 2023.

Lagt er að vísa málinu til hálendisnefndar.

Samþykkt samhljóða.

9.Næsti fundur sveitarstjórnar

2211005

Næsti fundur sveitarstjórnar vegna fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2023-2026
Lagt er til að næsti fundur sveitarstjórnar vegna fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2023-2026 verði aukafundur þann 23. nóv. nk. í kjölfar byggðarráðsfundar þar sem fjallað verður um fjárhagsáætlunina. Þar sem um aukafund er að ræða verður ekki beint streymi frá fundinum.

Samþykkt samhljóða.

10.Ósk um fjármagn til sérverkefnis - Setrið

2210078

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

11.Til umsagnar frá nefndasviði Alþingis - málasafn 2022

2201049

Umsagnarbeiðni frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþings um frumvarp til laga um útlendinga.
Lagt fram til kynningar.

12.Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði. Staða og áskoranir

2210030

Síðastliðið vor skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra starfshóp til að vinna greinargerð um stöðu og áskoranir í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum á Íslandi. Starfshópurinn hefur dregið saman ýmis fyrirliggjandi gögn og aflað upplýsinga með samtölum og samskiptum við hagaðila, fulltrúa þeirra stofnana sem reka friðlýst svæði og þjóðgarða og önnur stjórnvöld. Óskað er umsagnar um þá lykilþætti sem fram hafa komið.
Lagt til að vísa málinu til hálendisnefndar.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

13.Byggðarráð Rangárþings ytra - 7

2210001F

Fundargerð 7. fundar Byggðarráðs Rangárþings ytra
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

IPG tók til máls varðandi lið 1 í fundargerð byggðarráðs:
Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins fagna þeirri vinnu sem er í gangi hjá jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd við gerð móttökuáætlunar fyrir nýbúa.

Á fundi sveitarstjórnar þann 14. september felldu fulltrúar Á-lista tillögu D-listans um að vísa efnispunktum tillögu sinnar, varðandi gerð móttökuáætlunar fyrir nýbúa, inn í þá vinnu sem hafin var á vegum nefndarinnar. Við sama tilefni bókaði Á-listinn að slík áætlun væri til sem þó skaut skökku við því fulltrúar listans voru á sama tíma að vinna að gerð slíkrar áætlunar í nefndinni. Jafnframt var enga slíka stefnu að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Eftir að óskað var eftir að fá sent eintak af áætluninni kom í ljós nokkru síðar að engin heildaráætlun er í gildi varðandi móttöku nýbúa í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að réttar upplýsingar berist ávallt frá kjörnum fulltrúum á fundum sveitarstjórnar sem eru opnir.

D-listinn ítrekar að ástæða er til að fagna vinnu jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefndar og leggur áherslu á að sú vinna verði þverfagleg, unnin með nýbúum í sveitarfélaginu og á þverpólitískum grunni.
IPG, EÞI, ÞS.


  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 7 Klara Viðardóttir, fjármálastjóri, fór yfir áhrif reglugerðar 1212/2015 á fjárhagsáætlun 2022 en með henni verða þau byggðarsamlög sem sveitarfélagið er aðili að tekin beint inn í fjárhagsáætlun sveitarfélagins að teknu tilliti til eignarhluta í byggðarsamlögunum.

    Áhrif viðaukans eru þau að rekstrarniðurstaða í A og B hluta lækkar um 7,6 millj. en hefur jákvæð áhrif á handbært fé um kr.41,8 millj. og fjárfesting eykst um 8,9 millj.

    Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar JGV tók til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir viðaukann.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 7 Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir undirbúning fjárhagsáætlunar 2023-2026 og forsendur fjárhagsáætlunarinnar.

    Ákveðið að leggja til við sveitarstjórn að útsvarshlutfall fyrir árið 2023 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,52%.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bókun varðandi útsvarshlutfall 2023 er tekin fyrir sem sérstakur liður á fundinum.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 7 Farið var yfir reglur um úthlutun lóða í Rangárþingi ytra.

    Byggðarráð leggur til að fela sveitarstjóra ásamt formanni skipulags- og umferðarnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa að yfirfara núgildandi reglur og leggja fram tillögu á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar JGV tók til máls.

    Lagt er til að nýjar úthlutunarreglur verði lagðar fram á næsta reglulega sveitarstjórnarfundi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 7 Lög fram fundargerð 1. fundar Héraðsnefndar Rangæinga þann 20. sept. s.l. en þar kemur fram beiðni um tilnefningar í Náttúru- og gróðurverndarnefnd, umferðaröryggisnefnd og öldungarráð.

    Byggðarráð leggur til að vísa tilnefningunum til sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Málið tekið fyrir sem sérstakur liður á fundinum.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 7 Lögð fram beiðni Sigurhæða um styrk fyrir starfssemi sína á árinu 2023 að fjárhæð kr. 614.000-894.000 en starfsstöðin er á Selfossi.

    Byggðarráð frestar því að taka afstöðu til erindisins og vísar málinu til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Málið tekið fyrir sem sérstakur liður á fundinum.

14.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 3

2210010F

Fundargerð 3. fundar Heilsu-, íþtótta og tómastundanefndar frá 24. okt. s.l
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • 14.2 2209020 Frístundastyrkir
    Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 3 Nefdin leggur til að frístundastyrkur fyrir börn og unglinga sveitarfélagsins verði 50.000 kr fyrir árið 2023. Miðað er við fæðingarár barnins við úthlutun á frístundastyrk, 6 til 16 ára. Lagt er til að nefndin endurskoði úthlutunn og safni saman tölfræði um nýtingu styrks haustið 2023 og árlega eftir það. Bókun fundar Lagt er til að að staðfesta tillögu nefndarinnar um fjárhæð frístundastyrks og aldursviðmið. Málinu verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar og sveitarstjóra falið að leggja fram tillögu að reglum um fyrirkomulag á frístundastyrk á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.

    IPG og MHG tóku til máls.

    Samþykkt samhljóða.

    Fulltrúar D-lista leggja áherslu á að fjármagn til íþrótta- og tómstundastarfs renni sem mest til eflingar á íþrótta- og tómstundamálum í héraði. Mikilvægt er að útfærsla á frístundastyrkjum ýti undir það en leiði ekki til þess að styrkurinn renni til íþrótta- og tómstundafélaga utan sýslu. Með þá von að takist að útfæra styrkina með þeim hætti samþykkja fulltrúar D-lista tillögu heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar um 50.000 kr. frístundastyrki á árinu 2023.
    IPG, EÞI, ÞS.

15.Félagsmálanefnd 4. fundur

2210066

Fyrir liggur beiðni um endurskoðun á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning
Lagt er til að tillögur um endurskoðun á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

16.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6

2210005F

Fundargerð 6. fundar skipulags- og umferðarnefndar
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd leggur til að hlutaðeigandi aðilar verkefnisins kynni áform sín fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu, s.s. hestamönnum og nærliggjandi landeigendum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt til að fresta afgreiðslu málins í ljósi framkomina athugasemda milli funda og að leitað verði álits lögfræðings sveitarfélagsins á málinu og framkomnum athugasemdum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi fyrir umrætt húsnæði. Nefndin telur að frávik frá skipulagi séu það óveruleg að breyting á gildandi skipulagi sé ekki nauðsynleg að sinni. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulags- og umferðarnefnd telur rétt að leitað verði álits lögfræðings sveitarfélagsins á málinu svo erindið fái upplýsta og gagnsæja afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    IPG tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Með bréfi dags. 30. september sl. óskaði sveitarstjórn Rangárþings ytra eftir því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði um hvort fyrirhuguð lagning ljósleiðara frá Þjórsá að Hólsá væri háð framkvæmdaleyfi.
    Hjá úrskurðarnefndinni fékk málið málsnúmerið 110/2022. Þann 20. október sl. kvað nefndin upp úrskurð í máli nr. 110/2022, þar sem úrskurðarorð er svohljóðandi: „Fyrirhuguð lagning ljósleiðara frá Þjórsá að Hólsá í Rangárþingi ytra er ekki háð framkvæmdaleyfi.“
    Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 110/2022 er lagður fram.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Minnisblað lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd leggur mikla áherslu á að unnið verði að gerð deiliskipulags fyrir þjóðveginn í gegnum Hellu og verði litið til framtíðaráforma á 2 1 vegi í því ljósi. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd tekur undir álit forstöðumanns þjónustumiðstöðvarinnar að sett skuli gangbraut við gatnamót Þingskála og Dynskála, norðan við Villt og alið. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Staða verkefnisins lögð fram til kynningar þar sem afstaða ráðuneytis liggur ekki fyrir. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulags- og umferðarnefnd telur rétt að leitað verði álits lögfræðings sveitarfélagsins á málinu svo erindið fái upplýsta og gagnsæja afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    IPG tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd samþykkir að veita formlega heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að málinu verði frestað og vísað til frekari umfjöllunar í byggðarráði.

    ÞS tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulags- og umferðarnefnd vill ítreka að ekki stendur til að hrófla sérstaklega við hólnum austan við Hólavang en öll áform um framkvæmdir á svæðinu verði gerð skil í tillögu að deiliskipulagi við framlagningu þess síðar. Nefndin telur að búið sé að búið sé að bregðast við fram komnum athugasemdum og ábendingum og leggur til að tillagan verði send skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 6 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur ekki ástæðu til grenndarkynningar, þar sem áhrif breytingarinnar á nærliggjandi lóðir eru engin.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

17.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 224

2210002F

Fundargerð 224. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallarsýslu frá 17. okt. s.l
Til kynningar.

18.Oddi bs - 4

2209005F

Fundargerð 4. fundar stjórnar Odda bs. (haustufundur) frá 10. okt. s.l
Til kynningar.

19.Oddi bs - 5

2210009F

Fundargerð 5. fundar stjórnar Odda bs. frá 2. nóv. s.l
Til kynningar.

20.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 1

2209007F

Fundargerð 1. fundar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps frá 27. sept. s.l
Til kynningar.

21.Húsakynni bs - 1

2210004F

Fundargerð 1. fundar Húsakynna bs. frá 19. okt. s.l
Til kynningar.

22.Oddi bs. - vinnufundur - 1

2210007F

Til kynningar.

23.Oddi bs. - vinnufundur - 2

2210011F

Til kynningar.

24.Oddi bs. - vinnufundur - 3

2210012F

Til kynningar.

25.Stjórnarfundir nr. 63, 64, og 65

2210074

Fundargerðir 63, 64 og 65 fundar stjórnar félags- og skólaþjónstu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu bs.
Til kynningar.

26.74. stjórnarfundur Brunavarna Rangárvallasýslu

2210075

Fundargerð 74. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallarsýslu
Til kynningar.

27.Samtök orkusveitarfélaga - 52. stjórnarfundur

2211010

Fundargerð 52. fundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 21. okt. 2022
Til kynningar.

28.Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði. Staða og áskoranir

2210030

Kynningarfundur um skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða
Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?