19. fundur 09. desember 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Anna María Kristjánsdóttir varamaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Einnig sat fundinn undir liðum 15-18 Klara Viðarsdóttir aðalbókari. Áður en gengið var til dagskrár fóru oddviti og sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 8

1505006

Fundargerð frá 3122015
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 8 Reynir Daníel Gunnarsson kynnti tillögu að Skólastefnu Ásahrepps og Rangárþings ytra. Góð umræða varð um tillöguna og gerðar nokkrar tillögur til breytinga á orðalagi. Reyni Daníel Gunnarssyni falið að lagfæra stefnuna í samræmi við umræður á fundinum.

  Skólastefnan, með breytingum, var síðan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Niðurstaða fræðslunefndar:
  Skólastefnan, með breytingum, var samþykkt samhljóða.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu fræðslunefndar og felur sveitarstjóra að sjá til þess að skólastefnan fái góða kynningu meðal íbúa sveitarfélagsins.

  Samþykkt samhljóða

  Sveitarstjórn fagnar þessum áfanga og þakkar Reyni Daníel Gunnarssyni hans framlag til skólastefnunnar.
 • Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 8 Lagðar fram til umræðu tvær hugmyndir, annars vegar um sérstakar heimgreiðslur og hins vegar um afslætti af leikskólagjöldum.

  Fræðslunefnd ályktaði eftirfarandi:

  a) Fræðslunefnd tekur undir tillögur um sérstakar heimgreiðslur til foreldra ungra barna samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir.

  b) Fræðslunefnd telur að forgangsraða eigi afslætti þannig að fyrst sé gefinn afsláttur af gjöldum fyrir 4 ára börn áður en fullur afsláttur fyrir 5 ára börn kemur til framkvæmda.
  Bókun fundar Niðurstaða fræðslunefndar:
  Fræðslunefnd tekur undir tillögur um sérstakar heimgreiðslur til foreldra ungra barna samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga er um að taka upp sérstakar heimgreiðslur til foreldra ungra barna. Greiðslurnar eru hugsaðar í þeim tilfellum þegar börnin eru ekki á leikskóla á vegum sveitarfélagsins hvort heldur sem er vegna þess að ekki er pláss eða að foreldrar velja að hafa börnin heima fyrst í stað. Foreldrar barna á aldrinum 9 mánaða til 18 mánaða geta sótt um heimgreiðslur. Lagt er til að upphæðin verði 30 þ. á mánuði. Sveitarstjóra falið að ganga frá reglum um heimgreiðslur og leggja tillögur fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Heimgreiðslur hafa ekki áhrif á þann vilja sveitarstjórnar að bjóða leikskóladvöl börnum frá 12 mánaða aldri.

  Samþykkt samhljóða

 • Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 8 Lögð fram tillaga um að skipa tímabundinn 5 manna starfshóp til að koma fram með tillögur að átaki til eflingar leikskólastigsins í sveitarfélögunum. Starfshópinn skipa Sigrún B. Benediktsdóttir, Auður Erla Logadóttir, Nanna Jónsdóttir, Ágúst Sigurðsson og Hafdís Ásgeirsdóttir. Nanna Jónsdóttir kallar hópinn saman.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Niðurstaða fræðslunefndar:
  Lögð fram tillaga um að skipa tímabundinn 5 manna starfshóp til að koma fram með tillögur að átaki til eflingar leikskólastigsins í sveitarfélögunum. Starfshópinn skipa Sigrún B. Benediktsdóttir, Auður Erla Logadóttir, Nanna Jónsdóttir, Ágúst Sigurðsson og Hafdís Ásgeirsdóttir. Nanna Jónsdóttir kallar hópinn saman.

  Samþykkt samhljóða.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu fræðslunefndar og mælist til þess að tillögur liggi fyrir í lok janúar.

2.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 7

1511041

Fundargerð frá 27112015
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 7 Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir nefndina. Gerðar nokkrar tillögur að lagfæringum og framsetningu. Að teknu tilliti til þessara breytinga leggur nefndin til að erindisbréfið verði samþykkt í sveitarstjórn.

  Samþykkt samhljóða
  Bókun fundar Niðurstaða Samgöngu- og fjarskiptanefndar:
  Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir nefndina. Gerðar nokkrar tillögur að lagfæringum og framsetningu. Að teknu tilliti til þessara breytinga leggur nefndin til að erindisbréfið verði samþykkt í sveitarstjórn.

  Samþykkt samhljóða

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Vísað er til dagskrárliðar 11 með afgreiðslu málsins.
 • 2.2 1511057 Styrkvegir 2015
  Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 7 2.1 Styrkvegir
  Farið var yfir verkefni ársins. Eftir eru af fjármagni ársins um 600 þúsund. Lagt er til að farið verði í viðgerðir á s.k. Ástarbraut.

  Samþykkt samhljóða

  Leitað hefur verið eftir þátttöku Veiðifélags Ytri-Rangár og Hólsár í framkvæmdinni þar sem hér er um aðkomu veiðimanna að ræða.

  2.2 Vegtengingar
  Rætt var um mögulega flóttaleið með Brú yfir Þverá. Unnið hefur verið að því frá í vor að leita leiða til að koma á þessari vegtengingu m.a. fundað með vegamálastjóra og þingmönnum. Þá hafa verið gerðar frumathuganir á kostnaði við slíka vegtengingu í samráði við vegagerðina og talið að raunhæfir kostir séu í stöðunni.
  Einnig fjallað um s.k. Sandhólaferjuveg sem liggur milli Sandhólaferju og Háfs. Rætt um möguleika til að koma þarna á varanlegri vegtengingu sem myndi nýtast m.a. ferðafólki. Mikilvægt er að slík framkvæmd sé í sátt við landeigendur en fram hafa komið hugmyndir um að færa veginn nær ánni.

  2.3 Fundir með vegagerð
  Nefndin telur mikilvægt að óska eftir fundi með forsvarsmönnum vegagerðarinnar á Suðurlandi sem fyrst til að fara yfir forgangsmál og hagsmunamál tengd vegagerð í sveitarfélaginu. Formanni og sveitarstjóra falið að óska eftir slíkum fundi.
  Bókun fundar Niðurstaða Samgöngu- og fjarskiptanefndar:
  2.1 Styrkvegir
  Farið var yfir verkefni ársins. Eftir eru af fjármagni ársins um 600 þúsund. Lagt er til að farið verði í viðgerðir á s.k. Ástarbraut.

  Samþykkt samhljóða

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu Samgöngu- og fjarskiptanefndar.

3.Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88

1511006

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Niðurstaða skipulagsnefndar:
  Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Niðurstaða skipulagsnefndar:
  Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Niðurstaða skipulagsnefndar:
  Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88 Orðið smáhýsi hefur verið fellt út úr texta greinargerðar og gistiskáli kemur í staðinn. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Niðurstaða skipulagsnefndar:
  Orðið smáhýsi hefur verið fellt út úr texta greinargerðar og gistiskáli kemur í staðinn. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88 Skipulagsnefnd telur að taka eigi fullt tillit til framkominna athugasemda.
  Á grundvelli framkominna athugasemda hafnar skipulagsnefnd tillögunni.
  Bókun fundar Niðurstaða skipulagsnefndar:
  Skipulagsnefnd telur að taka eigi fullt tillit til framkominna athugasemda. Á grundvelli framkominna athugasemda hafnar skipulagsnefnd tillögunni.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88 Skipulagsnefnd telur að taka eigi fullt tillit til framkominna athugasemda.
  Á grundvelli framkominna athugasemda hafnar skipulagsnefnd tillögunni og skal landinu og árbakkanum komið í fyrra horf.
  Bókun fundar Niðurstaða skipulagsnefndar:
  Skipulagsnefnd telur að taka eigi fullt tillit til framkominna athugasemda. Á grundvelli framkominna athugasemda hafnar skipulagsnefnd tillögunni og skal landinu og árbakkanum komið í fyrra horf.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Niðurstaða skipulagsnefndar:
  Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Niðurstaða skipulagsnefndar:
  Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88 Breyta þarf orðalagi undir 3. gr. þar sem talin eru upp viðfangsefni nefndarinnar. Þar segir að nefndin skuli fjalla um umsóknir um leyfi til verklegra framkvæmda. Lagt er til að orðalag skuli vera þannig að nefndin skuli fjalla um umsóknir tengdum veitingu framkvæmdaleyfa.

  Að öðru leyti gerir nefndin ekki frekari athugasemdir við framlögð drög að erindisbréfi.
  Bókun fundar Niðurstaða skipulagsnefndar:
  Breyta þarf orðalagi undir 3. gr. þar sem talin eru upp viðfangsefni nefndarinnar. Þar segir að nefndin skuli fjalla um umsóknir um leyfi til verklegra framkvæmda. Lagt er til að orðalag skuli vera þannig að nefndin skuli fjalla um umsóknir tengdum veitingu framkvæmdaleyfa.

  Að öðru leyti gerir nefndin ekki frekari athugasemdir við framlögð drög að erindisbréfi.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Vísað er til dagskrárliðar 11 með afgreiðslu málsins.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88 Skipulagsnefnd þakkar fyrir góða kynningu og afar áhugaverðar hugmyndir. Bókun fundar Sveitarstjórn telur að hér sé um afar áhugaverða hugmynd að ræða og fagnar áhuga hugmyndasmiða á því að koma upp slíku hverfi í Rangárþingi ytra. Skipulags- og byggingafulltrúa ásamt sveitarstjóra er falið að gera tillögu um mögulega staðsetningu fyrir slíkt smáíbúðahverfi og vinna hugmyndina áfram í samstarfi við höfunda.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að gangbraut og merkingum. Bókun fundar Niðurstaða skipulagsnefndar:
  Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að gangbraut og merkingum.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 88 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar

4.Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 8

1511061

Fundargerð frá 1122015
Vísað er til afgreiðslu einstakra mála undir sérstökum dagskrárliðum 5-9 hér á eftir en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.

5.Samþykktir fyrir Húsakynni bs - endurskoðun

1512004

Samþykktar af stjórn byggðasamlagsins 23112015
Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti endurskoðaðar samþykktir fyrir Húsakynni bs.Samþykkt samhljóða

6.Samþykktir fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs - endurskoðun

1512005

Samþykktar af stjórn byggðasamlagsins 23112015
Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti endurskoðaðar samþykktir fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs.Samþykkt samhljóða

7.Samþykktir fyrir byggðasamlagið Odda bs

1512003

Tillaga að stofnsamþykktum fyrir Odda bs - seinni umræða
Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti að stofna byggðasamlagið Odda bs samkvæmt fyrirliggjandi samþykktum þar um. Jafnframt er tillaga um að skipa úr byggðarráði, Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur og Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur, í stjórn byggðasamlagsins. Varamenn verði Yngvi Karl Jónsson og Haraldur Eiríksson.Samþykkt samhljóða

Bókun Á-lista:Fulltrúar Á-lista leggja ríka áherslu á að ný stjórn byggðasamlagsins Odda taki fyrir á sínum fyrsta fundi reglur um forgangsröðun barna á leikskóla og samræmi þær reglum um heimaskóla grunnskólabarna í Rangárþingi ytra og Ásahreppi. Eins verði þá mótaðar reglur um flutning skólabarna milli skóla.Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir

8.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Þjónustusamningar - seinni umræða
8.1 Þjónustusamningur milli Ásahrepps og Rangárþings ytraTillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti fyrirliggjandi þjónustusamning.Samþykkt samhljóða

8.2 Þjónustusamningur milli Húsakynna bs og Rangárþings ytraTillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti fyrirliggjandi þjónustusamning.Samþykkt samhljóða

8.3 Þjónustusamningur milli Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs og Rangárþings ytraTillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti fyrirliggjandi þjónustusamningSamþykkt samhljóða

8.4 Þjónustusamningur milli Odda bs og Rangárþings ytraTillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti fyrirliggjandi þjónustusamningSamþykkt samhljóða

9.Rammasamkomulag Ásahrepps og Rangárþings ytra

1503019

Seinni umræða
Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti fyrirliggjandi Rammasamkomulag um samstarf sveitarfélaganna Ásahrepps og Rangárþings ytraSamþykkt samhljóða

10.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

1411106

Endurskoðuð útgáfa - seinni umræða
Lagt er til að endurskoðaðar samþykktir fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra verði sendar til staðfestingar hjá Innanríkisráðuneyti.Samþykkt samhljóða

11.Erindisbréf nefnda - endurskoðun

1510033

Samgöngu- og fjarskiptanefnd, Umhverfisnefnd, Skipulags- og umferðarnefnd, Atvinnu- og menningarmálanefnd
Fyrir liggja endurskoðuð erindisbréfi fyrir Samgöngu- og fjarskiptanefnd, Umhverfisnefnd, Atvinnu- og menningarmálanefnd og Skipulags- og umferðarnefnd. Tillaga er um að staðfesta erindisbréfin með þeim breytingum sem viðkomandi nefndir hafa lagt til og í samræmi við umræður á fundinum.Samþykkt samhljóða

12.Reglur um greiðslur fyrir nefndastörf - endurskoðun

1512006

Fyrir liggur tillaga um að breytingu á 6. gr. reglna um kjör kjörinna fulltrúa í nefndum og stjórnum sveitarfélagsins. Almennir fulltrúar í fastanefndum fái greitt fyrir fundi 2% af þingfararkaupi og formenn nefnda 3% af þingfararkaupi.Samþykkt samhljóða

13.Samningur sveitarstjóra - endurskoðun

1512008

Oddviti og oddviti Á-listans hafa yfirfarið kjör sveitarstjóra og leggja til eftirfarandi breytingu: Heildarlaun skulu vera þingfarakaup með 55% álagi auk launa fyrir setu í sveitarstjórn sem kjörinn fulltrúi. Einnig að vegna aksturs sveitarstjóra í þágu sveitarfélagsins leggi sveitarfélagið honum til bifreið.Samþykkt samhljóða

Bókun Á-lista:Fulltrúar Á-lista fagna þeirri löngu tímabæru niðurstöðu að látið sé af mismunun á starfsmönnum sveitarfélagsins með niðurfellingu á akstursstyrk til sveitarstjóra. Einnig hvetjum við til að aðhalds sé gætt við kaup á bifreið fyrir sveitarstjóra.Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir

14.Fundaáætlun sveitarstjórnar 2016

1506016

Tillaga að fundaáætlun sveitarstjórnar fyrir árið 2016
Lögð fram tillaga að fundaáætlun sveitarstjórnar, byggðarráðs og skipulags- og umferðarnefndar fyrir árið 2016.Samþykkt samhljóða

15.Tillögur að álagningsprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2016

1510051

Seinni umræða
Gildir frá og með 1. janúar 20161. Útsvar; 14,48%.

Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2016 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Gengið er út frá að lagabreyting þessa efnis verði afgreidd fyrir lok haustþings.Samþykkt samhljóða2. Fasteignaskattur;

A - 0,39% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.

B - 1,32% af fasteignamati: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.

C - 1,65% af fasteignamati: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.3. Lóðarleiga; 1,00% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.4. Vatnsgjald; skv. sérstakri gjaldskrá.5. Aukavatnsgjald skv. sérstakri gjaldskrá.6. Tengigjöld í Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.7. Fráveitugjald á Hellu; 0,25% af fasteignamati húss og tilh. lóðar.8. Gjöld fyrir tæmingu rotþróa eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.9. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. sérstakri gjaldskrá.Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4, 7 og 9 eru 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8 og 1/9 2016. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 35.000 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi; 1/5 2016. Einnig gefst aðilum kostur á að greiða fasteignagjöldin í einu lagi og skal gjalddagi vera eigi síðar en 1/6 2016. Eindagi er síðasti virki dagur í sama mánuði og gjalddagi. Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþykktum af sveitarstjórn.10. Hundaleyfisgjald er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.11. Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og umferðarnefndar og skipulags-og byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá. Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði.Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á heimasíðu sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.

16.Tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2016

1511073

Tillaga að reglum um afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2016
Lögð fram tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2016.Samþykkt samhljóða.

17.Tillögur að öðrum gjaldskrám í Rangárþingi ytra fyrir árið 2016

1511072

Tillögur að gjaldskrám fyrir íþróttamannvirki, leikskóla, skóladagheimili, skólamötuneyti, hunda- og kattahald og sorphirðu og meðhöndlun úrgangs.
17.1 Gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki 2016Samþykkt samhljóða17.2 Gjaldskrá fyrir leikskóla 2016Samþykkt samhljóða17.3 Gjaldskrá fyrir skólamötuneyti 2016Samþykkt samhljóða17.4 Gjaldskrá fyrir skóladagheimili 2016Samþykkt samhljóða17.5 Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2016Samþykkt samhljóða17.6 Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs 2016Samþykkt af hálfu sveitarstjórnar Rangárþings ytra og vísað til Heilbrigðisnefndar Suðurlands til umsagnar.

18.Fjárhagsáætlun 2016-2019

1511020

Seinni umræða
Rekstrarreikningur A og B hluti 2016 2017 2018 2019

Tekjur:

Skatttekjur


918.132 918.132 918.132 918.132

Framlög jöfnunarsjóðs

299.268 299.268 299.268 299.268

Aðrar tekjur


269.384 273.384 269.484 269.484

Samtals tekjur


1.486.784 1.490.784 1.486.884 1.486.884Rekstrarkostnaður:

Laun og launatengd gjöld 551.054 551.054 551.054 551.054

Annar rekstrarkostnaður 661.465 665.100 655.100 655.359

Samtals rekstrarkostnaður 1.212.519 1.216.154 1.206.154 1.206.413Framlegð 274.265 274.630 280.730 280.471Afskriftir 83.177 87.374 91.410 95.614Fjármagnskostnaður (109.743 ) (117.159 ) (105.777 ) (98.790 )Rekstrarniðurstaða 81.345 70.097 83.542 86.067Efnahagsreikningur:

Fastafjármunir
2.738.422 2.755.842 2.788.055 2.820.069

Veltufjármunir
202.860 200.476 226.463 268.656

Samtals eignir
2.941.282 2.956.318 3.014.518 3.088.725Eiginfjárreikningar 1.232.140 1.302.237 1.385.780 1.480.991

Skuldbindingar
30.702 32.702 34.702 36.702

Langtímaskuldir 1.387.781 1.370.470 1.352.778 1.324.159

Skammtímaskuldir 290.658 250.909 241.259 246.873

Eigið fé og skuldir samtals 2.941.282 2.956.318 3.014.518 3.088.725Sjóðstreymi:

Veltufé frá rekstri 212.983 214.136 221.633 222.476

Afborganir langtímalána 116.039 137.913 122.107 111.806

Handbært fé í árslok 51.350 48.876
74.789 116.915Heildarfjárfesting 2016

Fjárfesting í A-hluta

103.000 Þús. Kr


Þar af eignasjóður

103.000 Þús. Kr

Fjárfesting í B-hluta

55.000
Þús. KrÞar af vatnsveita

30.000
Þús. KrÞar af Suðurlandsvegur 1-3 ehf
25.000
Þús. Kr

Áætluð langtíma lántaka
50.000
Þús. Kr
Framlegðarhlutfall 2016 er áætlað 18,4%Veltufjárhlutfall 2016 er áætlað 0,70Reiknað skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum fer niður í 114% á árinu 2016 og skuldahlutfallið í 115%.

Fjárhagsáætlun ársins 2016 er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóðaFjárhagsáætlun áranna 2017-2019 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða
Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins sem hefur unnið frábært starf við gerð fjárhagsáætlunar 2016-2019.

19.Aðalfundur Bergrisinn bs 2015

1510056

Fundargerð aðalfundar Bergrisans bs 2015
Lagt fram til kynningar

20.HES - stjórnarfundur 168

1512001

Fundargerð frá 27112015
Lagt fram til kynningar

21.SASS - 500 stjórn

1512011

Fundargerð frá 19112015
Lagt fram til kynningar

22.Störf almannavarnarnefnda

1512002

Leiðbeiningar um störf almannavarnarnefnda
Lagt fram til kynningar

23.Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar

1510050

Upplýsingar frá Íbúðalánasjóði
Lagt fram til kynningar

24.Staðfesting á óhæði - KPMG endurskoðun

1512015

Staðfesting frá endurskoðendum sveitarfélagsins
Lagt fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og undirrituð

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?