11. fundur 09. maí 2019 kl. 16:00 - 19:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Helga Fjóla Guðnadóttir varamaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13

1904011F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd fjallaði um allar framkomnar athugasemdir. Nefndin, með aðstoð ráðgjafa, tók saman lista yfir viðbrögð við athugasemdum. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda lagfærða tillögu til Skipulagsstofnunar eftir lagfæringu frá ráðgjöfum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd telur að búið sé að taka tillit til allra ábendinga og athugasemda frá lóðarhöfum á svæðinu. Nefndin samþykkir því fram lagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á spildum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir. Lögð er fram lagfærð tillaga þar sem búið er að taka tillit til framkominna athugasemda. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Á grunni þess að tillagan muni samræmast stefnu aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 við gildistöku þess sé ekki þörf á að kynna lýsingu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að auglýst tillaga verði í fullu samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í lokaferli. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komin samskipti við Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun. Nefndin telur enga þörf á frekari rannsóknum á umræddu svæði og telur að áformaðar byggingar raski í engu þeim vistgerðum sem fram hafa komið í umsögn Umhverfisstofnunar og nefndin taldi sig hafa fært rök fyrir í síðustu bókun sinni. Nefndin ítrekar því fyrri bókun sína um að umræddum vistgerðum verði ekki raskað ásamt því að bent skal á í greinargerð að á skipulagssvæðinu séu, samkvæmt vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands, vistgerðirnar starungsmýravist og víðikjarrvist sem eru a lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnist verndar. Þeim vistgerðum verði ekki raskað. Með þessari afgreiðslu telur nefndin að búið sé að koma til móts við athugasemdir Umhverfisstofnunar frá 7.1.2019 að fullu og leggur til að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd frestar erindi umsækjanda. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd samþykkir fram lagða lýsingu en telur þörf á að kynna hana fyrir nærliggjandi landeigendum. Kynningartími skal vera tvær vikur. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

2.Byggðarráð Rangárþings ytra - 11

1904007F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 11 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Tillaga er um eftirfarandi umsögn sveitarstjórnar:

  Sveitarstjórn Rangárþings ytra tekur undir með Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga og telur ekki tilefni til að leggjast gegn áformum um að stofnuð verði Þjóðgarðastofnun, sem annist yfirstjórn mála er varða þá þjóðgarða og önnur náttúruverndarsvæði sem undir stofnunina heyra skv. lögum. Ekki er ástæða til að ætla annað en ná megi samræmdari vinnubrögðum og skilvirkni í framkvæmdum á sviði náttúruverndar með slíku móti. Þessu má að öllum líkindum ná ef regluverkið er vandað og hugað að skýrleika, stuttum boðleiðum og að stjórnendur á vettvangi geti tekið fullnaðarákvörðun í daglegum málum en ekki þurfi að bíða miðlægra ákvarðana í stóru sem smáu. Almennt þarf að undirstrika að skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögunum og óásættanlegt er ef frumvarpið gerir á einhvern hátt ráð fyrir að það verði skert. Varðandi umdæmisráð þá er hugað vel að því að sjónarmið ferðamála og útivistar sé með og er það jákvætt en atvinnulíf innan þjóðgarða er fjölbreytt og tryggja þarf að þær raddir heyrist skýrt og greinilega einnig. Því leggjum við til að fulltrúum heimamanna í umdæmisráðum verði fjölgað.

  Samþykkt með 6 atkvæðum (HT,MHG,HE,ST,HFG,ÁS), einn sat hjá (YH)

3.Oddi bs - 13

1904012F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 13 Fyrir liggur tillaga starfhóps Odda bs vegna ráðningar skólastjóra við Grunnskólann á Hellu. Tillaga starfshópsins er að ráða Kristínu Sigfúsdóttur sem skólastjóra Grunnskólans á Hellu.

  Samþykkt samhljóða.

  Greinargerð:
  Starfið var auglýst í Morgunblaðinu, Dagskránni og Búkollu og á heimasíðu Rangárþings ytra í mars 2019 með umsóknarfrest til 8. apríl 2019. Umsækjendur voru 5 talsins. Umsóknir voru flokkaðar með tilliti til þess hversu vel umsækjendur uppfylltu menntunar- og hæfniskröfur og ljóst að mjög góðar umsóknir lágu fyrir. Í auglýsingu um starfið var tekið fram að leitað væri eftir einstaklingi sem væri tilbúinn til að ganga glaður til verka og leiða af dugnaði öflugt skólasamfélag með samstöðu og árangur að leiðarljósi. Jafnframt var lagt upp úr því að nýr skólastjóri væri tilbúinn að viðhalda þeim góða skólabrag sem einkennt hefur starf Grunnskólans á Hellu. Gerðar voru þær menntunar- og hæfniskröfur að umsækjandi hefði leyfisbréf sem grunnskólakennari og byggi að farsælli kennslureynsla í grunnskóla. Þá þyrfti umsækjandi að hafa framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða og/eða búa að farsælli stjórnunarreynslu. Önnur atriði sem lögð voru til grundvallar voru færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð og hæfni í samskiptum. Þá var reynsla í fjármálastjórnun talinn kostur.
  Eftir yfirferð og kynningu umsókna í stjórn Odda bs var ákveðið að bjóða öllum 5 umsækjendum til viðtals þann 24-26 apríl 2019. Viðtölin tóku Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra og framkvæmdastjóri Odda bs, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri Ásahrepps og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir stjórnarmaður í Odda bs og sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi ytra. Umsækjendur mættu til viðtals á Hellu og hvert viðtal tók allt að 1 klst.
  Það var samdóma álit þeirra sem viðtölin tóku að hæfust til að gegna starfinu væri Kristín Sigfúsdóttir. Haft var samband við samstarfsaðila úr fyrra starfi og fékk hún góða umsögn þar til að gegna starfi skólastjóra.
  Kristín Sigfúsdóttir er 56 ára aðstoðarskólastjóri við Laugalandsskóla. Hún er fædd og uppalin á Selfossi en á ættir sínar að rekja í Rangávallasýslu og býr á Hellu með fjölskyldu sinni. Kristín er grunnskólakennari að mennt og hefur tekið meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnun menntastofnana. Hún hefur sinnt kennslu í grunnskólunum í Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, Hellu auk starfa sinna í Grunnskólanum á Laugalandi. Hún hefur frá árinu 2013 starfað sem aðstoðarskólastjóri við Laugalandsskóla. Þá hefur Kristín lokið 8 stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík og hefur mjög víðtæka reynslu sem kórstjórnandi.
  Bókun fundar Tillaga að bókun sveitarstjórnar:

  Sveitarstjórn Rangárþings ytra lýsir yfir mikilli ánægju með að ráðinn hefur verið nýr skólastjóri við Grunnskólann á Hellu eftir vandað umsóknarferli. Jafnframt vill sveitarstjórnin nota tækifærið og þakka fráfarandi skólastjóra Sigurgeiri Guðmundssyni einstaklega farsælt starf við stjórnun skólans í 35 ár. Það er hverju samfélagi dýrmætt að skólastarfið sé í traustum höndum og um það ríki sátt enda tengist grunnskólinn nær öllum heimilum á einhverjum tímapunkti. Við þessi tímamót er Sigurgeiri jafnframt óskað velfarnaðar í þeim viðfangsefnum sem taka við.

  Samþykkt samhljóða.

4.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 5

1812001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 5 Lagður fram ársreikningur 2018 og hann samþykktur samhljóða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti ársreikning Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs 2018 fyrir sitt leyti.

  Samþykkt samhljóða.

5.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 203

1904033

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
5.2 Ársreikningur 2018
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti ársreikning Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs 2018 fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

5.3 Gámaplön á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu
Stjórn sorpstöðvarinnar óskar eftir afstöðu allra sveitarstjórna í Rangárvallasýslu um hvernig þjónustu við gámasvæði verði háttað til framtíðar og einnig varðandi fyrirkomulag vor- og hausthreinsana.

Tillaga að bókun sveitarstjórnar:
Sveitarstjórn Rangárþings ytra leggur til að skipulag, umsjón og eftirlit með gámaplönum verði á einni hendi og að Sorpstöðinni verði falið verkefnið. Í Rangárþingi ytra eru tvö gámaplön, annars vegar á Hellu og hins vegar við Landvegamót og sveitarstjórn telur mikilvægt að svo verði áfram m.a. til að taka við heimilissorpi frá sumarhúsum. Þá telur sveitarstjórn Rangárþings ytra mikilvægt að áfram verði boðið upp á vorhreinsun með svipuðu sniði og verið hefur auk þess sem hægt verði að fá gáma heim á bæi gegn hóflegu gjaldi þegar stórhreinsanir eru. Vegna stóraukinna krafna um flokkun þarf þó að halda þétt utan um þessar hreinsanir og fylgja því eftir að rétt sé flokkað í gámana. Eftirlit þarf að vera með þeim hætti á gámaplönum að rétt flokkist - nýir tímar í úrgangsmálum krefjast þess. Mikilvægt er að skýrar leiðbeiningar séu á gámastöðvum og fylgi einnig með þegar gámar eru sendir út um sveitir þegar hreinsunarátak er í gangi.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

6.Ársreikningur 2018

1904012

Ársreikningur sveitarfélagsins lagður fram til seinni umræðu.
Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2018 var staðfestur af byggðaráði fimmtudaginn 11. apríl 2019 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar sama dag og var vísað til seinni umræðu. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn.

Ársreikningurinn hefur að geyma ársreikninga fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess það er A og B hluta sbr. 60.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyritækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs., Rangárljós og Suðurlandsvegur 1-3 hf.

Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu námu kr. 2.027 milljónum. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um kr. 234 milljónir. Eigið fé í árslok 2018 var 1.747 milljónir.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2018.

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við rekstur innan ramma fjárhagsáætlunar sem skilar sér í bættri afkomu.

7.Erindi frá skólaráði Grunnskólans á Hellu

1905014

Erindi frá skólaráði Grunnskólans á Hellu þar sem ráðið skorar á sveitarstjórn Rangárþings ytra að skipaður verði sem fyrst starfshópur sem fái það verkefni að meta húsnæðisþörf Grunnskólans á Hellu og móta tillögur til framtíðar um húsnæðisþörf og uppbyggingu skólans. Starfshópurinn verði skipaður fulltrúum foreldra, nemenda, starfsmanna skólans auk sveitarstjórnarmanna. Skólaráð óskar eftir formlegum fundi um málið með fulltrúum sveitarstjórnar sem fyrst.
Tekið jákvætt í erindið og byggðarráði falið að fá fulltrúa skólaráðsins á sinn næsta fund til að ræða málið og vinna að tillögum um hvernig best væri að þessu staðið.

Samþykkt samhljóða

8.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

Tillaga um lækkun fasteignaskatts og matjurtagarða.
Fyrirspurnir frá Á-lista varðandi Þrúðvangur 18, ný leikskóladeild og One-system skjalakerfið.
8.1 Tillaga um lækkun fasteignaskatts:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði (A flokkur) verði lækkaður úr 0,39% í 0,37% frá og með næsta ári.

Greinargerð:
Fulltrúar Á-lista meta svo út frá forsendum síðustu fjárhagsáætlunar að þessi lækkun myndi kosta sveitarsjóð um 2,5 milljónir á ársgrundvelli og leggja til að þeirri lækkun yrði mætt með lækkun á handbæru fé.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillögunni vísað til byggðarráð til umfjöllunar og undirbúnings fjárhagsáætlunar 2020.

8.2 Tillaga um matjurtargarða:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sveitarfélagið auglýsi afnot af garðlandi í brekkunni milli Dynskála og Gunnarsholtsafleggjara.

Greinargerð:
Sveitarfélagið hefur séð um tætingu á garðlandi á þessu svæði undanfarin ár og hafa íbúar nýtt sér það land til ræktun grænmetis. Eðlilegt er að auglýsa þessa matjurtargarða svo allir íbúar hafi jafnt aðgengi að þeim. Það hvetur jafnframt íbúa til að stunda grænmetisrækt.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að koma auglýsingu á framfæri á heimasíðu og samfélagsmiðlum.


8.3 Fyrirspurnir frá Á-lista:
8.3.1.
Þrúðvangur 18, ný leikskóladeild.
Hver er lokaniðurstaða á kostnaði við framkvæmdir á nýrri leikskóladeild að Þrúðvangi 18 og hvenær er áætlað að opna nýja deild.

Svar sveitarstjóra: Fyrir fundinum liggur yfirlit um kostnað (sjá lið 9) en heildarkostnaður við standsetningu er 26.287.535 kr. Aðstaðan er tilbúin til að opna nýja deild en mönnun er ennþá ekki næg til þess að það sé hægt. Stefnt er að opnun um leið og mönnun er tryggð.

Bókun Á-lista:
Fulltrúum Á-lista þykir miður að ekki sé hægt að opna nýja leikskóladeild þar sem ekki fæst starfsfólk til að manna nýja deild. Sér í lagi þegar sveitarfélagið er búið að leggja yfir 50 milljónir í húsnæði fyrir leikskóla, sem fulltrúar Á-lista telja að betur hefði verið varið í nýtt leikskólahúsnæði á Hellu. Sveitarfélagið þarf að leita allra leiða til að laða að starfsfólk á leikskóla sveitarfélagsins, þar sem hefðbundnar leiðir hafa skilað takmörkuðum árangri. Færst hefur í aukana að virkja þurfi fáliðunaráætlun á leikskólunum vegna álags á starfsfólk. Þessu fylgja óþægindi fyrir börn, foreldra og starfsfólk og er ekki viðunandi staða. Það er brýnt að rýna ástæður þess að svo erfiðlega gengur að manna leikskólana og finna úrbætur og lausnir á verkefninu.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðason

Bókun D-lista:
Að okkar mati var nauðsynlegt að flýta því með öllum ráðum að skapa aðstöðu fyrir nýja leikskóladeild við Heklukot þannig að ekki stæði á þeim þætti a.m.k. Ekki var raunhæft að ráðast í að byggja nýjan leikskóla með hraði til að bregðast við stöðunni, til þess þarf meiri undirbúning enda er bygging á nýjum leikskóla með stærstu fjárfestingum í sveitarfélagi eins og okkar. Lundakot er einfaldlega fjárfesting í húsnæði sem nýta má til annarra nota fyrir stofnanir sveitarfélagsins þegar nýr leikskóli hefur risið eða selja.

Hjalti Tómasson
Haraldur Eiríksson
Helga Fjóla Guðnadóttir
Ágúst Sigurðsson

Tillaga:
Sveitarstjórn leggur til við stjórn Odda bs að fjalla um mönnun á leikskólum sveitarfélagsins á næsta fundi sínum og leita leiða til úrbóta.

Samþykkt samhljóða


8.3.2.
One-system skjalakerfið.
Hver er kostnaðurinn við að fá viðbót við One-system skjalakerfið svo íbúar geti fylgst með sínum málum og rakið afgreiðsluferla þeirra?

Svar sveitarstjóra: Óskað verður eftir uppfærðu tilboði frá One-system til að svara fyrirspurninni.

9.Leikskólinn Heklukot - ný deild

1811035

Kostnaður við standsetningu nýrrar deildar.
Fyrir liggur kostnaður við standsetningu á nýrri leikskóladeild við Heklukot sem nú er tilbúin. Tillaga er um að til viðbótar þessari framkvæmd verði leitað tilboða í endurnýjun á þaki hússins og að byggðarráði verði í kjölfarið falið að gera tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun þegar tilboð liggja fyrir.

Samþykkt með 4 atkvæðum (HT,HE,HFG,ÁS), 3 sitja hjá (MHG,ST,YH)

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista harma að framkvæmdir við nýja deild séu komnar um 50% yfir upphaflega kostnaðaráætlun. Upprunaleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 17,5 milljónir króna en nú stendur verkið í 26,3 milljónum króna og er framkvæmdum ekki lokið þar sem til stendur að skipta um þak á húsinu í sumar. Sveitarstjórn var ekki gert viðvart um þessa framúrkeyrslu á framkvæmdartíma og hefur því ekki gefist ráðrúm til að bregðast við með viðauka við fjárhagsáætlun og eru svona vinnubrögð með öllu óásættanleg og brýnt að þau endurtaki sig ekki. Á 6. fundi sveitarstjórnar 13/12 2018 brýndu fulltrúar Á-lista að gæta þyrfti aðhalds við breytingar á Þrúðvangi 18, sem og aðrar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins, því allt of algengt væri að áætlanir á verkefnum á vegum sveitarfélagsins stæðust ekki, eins og nú hefur enn og aftur komið í ljós. Fulltrúar Á-lista telja nú sem áður að þessu fjármagni sem farið hefur í kaup og endurbætur á Þrúðvangi 18 hefði betur verið varið í að flýta framkvæmd við nýja leikskólabyggingu á Hellu.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðason


10.Til umsagnar 771.mál

1904057

Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál.
Lagt fram til kynningar.

11.Til umsagnar 772.mál

1905002

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga.
Lagt fram til kynningar.

12.Hróarslækur landskipti

1905011

Gunnar Baldur Norðdahl óskar eftir að fá að skipta spildu út úr landi sínu, Hróarslæk 164520. Nýja spildan fengi nafnið Hróarslækur 2 og yrði 11,1 ha að stærð.
Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra geri ekki athugasemdir við áformuð landskipti á Hróarslæk né fyrirhugað heiti á landsspildu.

Samþykkt samhljóða.

13.Hrafntinnusker fráveitumál - umsagnarbeiðni

1905012

Frá Skipulagsstofnun.
Tillaga er um að vísa málinu til Byggðarráðs til umsagnargerðar og fullnaðarafgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

14.Austvaðsholt 1b. Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis

1903069

Beiðni frá Sýslumanni Suðurlands um umsögn vegna rekstrarleyfis.
Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Hekluhesta ehf til gistingar í gistiskála félagsins að Austvaðsholti 1b, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða

15.Erindi frá HSK

1905010

Ályktanir frá 97. ársþingi HSK
Lagt til að vísa erindinu til Heilsu- Iþrótta, og tómstundanefndar til kynningar og umræðu.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

16.Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga

1905004

Birt í samráðsgátt.
Lagt fram til kynningar.

17.Nafngiftir - Örnefnastofnun

1905013

Leiðbeiningar um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?