27. fundur 12. nóvember 2020 kl. 16:00 - 19:00 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir oddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Í upphafi greindi oddviti frá því að fundinum væri streymt beint á Fb síðu sveitarfélagsins úr Zoomkerfinu og að hann væri tekinn upp. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 29

2010002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 29 Lögð fram tillaga að viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2020. Viðaukinn gerir ráð fyrir tekjulækkun og kostnaðarauka sem hefur áhrif til lækkunar á rekstrarniðurstöðu að fjárhæð kr. 171.619 þús. Viðaukanum er mætt með lækkun fjárfestingar í B-hluta að fjárhæð 12,6 mkr, aukinni lántöku að fjárhæð kr. 130 mkr og lækkun á handbæru fé.

    Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur með tveimur atkvæðum (HE,HT), einn situr hjá (MHG).

    Bókun:
    Undirrituð situr hjá þar sem ekki lágu fyrir fundi umbeðin gögn sem skýra framúrkeyrslu launakostnaðar í þjónustumiðstöð og samantekt á kostnaði við fjölgun sumarstarfa vegna Covid-19. Lagt var fram á fundinum minnisblað um sumarvinnu og vinnuskóla en æskilegt væri að það minnisblað hefði fylgt fundarboði. Óskar undirrituð eftir að þessi gögn verði lögð fram á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.

    Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
    Fulltrúi Á-lista í byggðarráði Rangárþings ytra
    Bókun fundar Fyrir fundinum liggur tillaga að viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2020 ásamt minnisblaði um sumarvinnu og vinnuskóla. Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra, kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga og undirrita lánssamning sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 29 Farið yfir ýmis atriði vegna fjárhagsáætlunar 2021. Ákveðið að leggja til við sveitarstjórn að útsvarshlutfall fyrir árið 2021 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,52%. Sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um umræðurnar undir þessum lið og láta fylgja fundargerðinni til sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.


    Bókun fundar Til kynningar.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 29 Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Grunnskólans á Hellu varðandi akstur barna í dreifbýli í tómstundastarf. Sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um málið með kostaðarútreikningi og mögulegri útfærslu og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Afgreiðslu frestað.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagðar fram upplýsingar um kostnað við aukaferð skólabíla. Afgreiðslu erindis frestað og málinu vísað til frekari umræðu við gerð fjárhagsáætlunar.

    Samþykkt með 6 atkvæðum (BG,HE,HT,ÁS,MHG,YH), 1 situr hjá (ST)

2.Oddi bs - 32

2010003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerð að öðru leyti til kynningar.
  • Oddi bs - 32 Lagður fram viðauki 1 við rekstraráætlun Odda bs 2020. Greinargerð fylgir viðaukanum. Viðaukinn er að megninu til vegna kjarasamningshækkana á árinu 2020 og er til hækkunar á rekstrargjöldum Odda bs að upphæð 57.500.000 kr. Viðaukanum er mætt með hækkun á framlögum sveitarfélaganna en hlutur Rangárþings ytra er 49.448.423 kr og hlutur Ásahrepps er 8.051.577 kr.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti viðauka 1 við rekstraráætlun Odda vs 2020 fyrir sitt leyti. Hlut Rangárþings ytra í viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé og aukinni lántöku eins og fram kemur í viðauka 4 við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða.

3.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 9

2010008F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra óska eftir leiðréttingu á ofangreindri fundargerð. Í henni er tekið fram að aðalmaður frá Á-lista hafi forfallast og ekki hafi unnist tími til að boða varamann. Hið rétta er að aðalmaður sá ekki rafrænt fundarboð í tæka tíð fyrir fund og var ekki gerð tilraun að hafa samband við varamann hans og boða á fund.
Óska fulltrúar Á-lista að þetta verði fært til bókar og beina þeim vinsamlegu tilmælum til formanns stjórnar að framvegis óski hann eftir staðfestingu á móttöku fundarboða þar sem fundir stjórnar eru óreglulegir, fáir og oft boðaðir með skömmum fyrirvara.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

4.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 213

2010006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 10

2010010F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 11

2010011F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • 6.3 2009044 Útisvæði
    Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 11 Nefndin fór yfir minnisblaðið.

    Rætt var um opið svæði við Fossöldu en ekki talin þörf á að setja þar leiktæki þar sem stór leikvöllur er í Baugöldu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að farið verði í eftirfarandi framkvæmdir á næsta ári á leiksvæðum sveitarfélagsins utan skólaleikvalla og tekið verði tillit til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar.

    Útivistarsvæðið í Nesi
    - Leggja þarf áherslu á öryggismál
    - Huga að fallvörnum hjá Aparólu
    - Huga að fallvörnum við Ærslabelg
    - Setja hindrun við strandblak völl svo boltinn fari ekki í ánna.
    - Bæta við útigrilli og bekkjum
    - Setja upp útisvið í lundinum

    Leikvöllur í Ártúni
    - Bæta við bekk
    - Setja upp rólu með körfurólu

    Gamli Róló
    - Bæta við bekk
    - Setja upp rugguhest
    - Setja upp vegasalt

    Leikvöllurinn í Baugöldu
    - Afmarka leikvöllinn bæði við götu og lóðir með lágreistri girðingu
    - Setja gangbraut fyrir miðju leikvallar til að auka öryggi
    - Fjarlægja ónýtt leiktæki
    - Setja upp skilti um að hafa hunda í bandi
    Bókun fundar Tillaga er um að vísa tillögum og hugmyndum Heilsu-, íþrótta-, og tómstundanefndar til gerðar fjárhagsáætlunar 2021-2024.

    Samþykkt samhljóða.

7.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 21

2011005

Fundargerð frá 28102020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32

2010001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 8.2 2011007 Ártún. landskipti
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefndin telur að breyta þurfi deiliskipulagi vegna þessa og samþykkir að veita landeigendum heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 10.3.2016 m.br. 4.7.2017. Nefndin felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem núverandi frístundalóð verði gerð að íbúðalóð með fyrirvara um staðfestingu Vegagerðarinnar á nýrri aðkomu að svæðinu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd hefur móttekið og fjallað um allar framkomnar athugasemdir og ábendingar sem borist hafa. Svör og viðbrögð við athugasemdum eru hér tekin saman í einu skjali sem sent verður til þeirra er gerðu athugasemdir. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd hefur móttekið umsagnir og athugasemdir við tillögu að breyttu aðalskipulagi og fjallað um þær. Ekki er tekið undir ábendingar um að um þorpsmyndun sé að ræða, enda lóðir vel stórar og landrými allgott. Þá sé öll uppbygging í ágætri fjarlægð frá landamörkum nærliggjandi jarða. Þá verður ekki heimil starfsemi á svæðinu sem valdið geti óþarfa hávaða, hættu eða mengun. Því telur skipulagsnefnd ekki þörf á að bregðast við innkominni athugasemd.
    Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd telur að búið sé að taka tillit til allra fram kominna athugasemda í framlögðum gögnum. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Ekki liggur fyrir umsögn Samgöngustofu við afgreiðslu fundarins þó ítrekað hafi verið eftir henni. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd hefur móttekið og fjallað um allar framkomnar athugasemdir og ábendingar sem borist hafa. Svör og viðbrögð við athugasemdum eru hér tekin saman í einu skjali sem sent verður til þeirra er gerðu athugasemdir.
    Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd hefur móttekið umsagnir og athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi og fjallað um þær. Ekki er tekið undir ábendingar um að um þorpsmyndun sé að ræða, enda lóðir vel stórar og landrými allgott. Þá sé öll uppbygging í ágætri fjarlægð frá landamörkum nærliggjandi jarða. Þá verður ekki heimil starfsemi á svæðinu sem valdið geti óþarfa hávaða, hættu eða mengun. Því telur skipulagsnefnd ekki þörf á að bregðast við innkominni athugasemd.
    Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Erindi frestað og kallað eftir áliti frá þjónustumiðstöð fyrir næsta fund. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 32 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

9.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

10.Tillaga að útsvarshlutfalli fyrir árið 2021

2011017

Til afgreiðslu.
Tillaga er um að útsvarshlutfall fyrir árið 2021 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

11.Nefndir og ráð - fulltrúar

1707010

Nýr fulltrúi í kjörstjórn í stað Kristínar Bragadóttur sem er flutt úr sveitarfélaginu.
Tillaga er um að nýr aðalfulltrúi í kjörstjórn verði Heiðrún Ólafsdóttir og nýr varafulltrúi í kjörstjórn verði Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir. Jafnframt er Kristínu Bragadóttur færðar innilegar þakkir fyrir góð störf í kjörstjórn á umliðnum árum.

Samþykkt samhljóða.

12.Kjör kjörinna fulltrúa og greiðslur fyrir nefndarstörf

1706013

Endurskoðun kjara sbr. reglur og í tengslum við fjárhagsáætlun næsta árs.
Tillaga er um að kjör kjörinna fulltrúa og greiðslur fyrir nefndarstörf verði óbreytt frá því sem þau hafa verið frá 1. nóvember 2016 sbr. samþykktir sveitarstjórnar þar um. Afgreiðslu frestað og tillögunni vísað til frekari umfjöllunar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða.

13.Ósk um styrk - Mfl KFR

2010038

Erindi frá Meistaraflokk KFR
Afgreiðslu tillögunnar frestað og erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða.

14.Framlenging samstarfssamnings Markaðsstofa Suðurlands

1501011

Ósk um endurnýjun samstarfsamnings.
Tillaga er um að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir að framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands komi inn á fund sveitarstjórnar og kynni starfsemina.

Samþykkt samhljóða.

15.Tillaga frá Á-lista um skráningu lausra lóða á kortasjá

2011021

Rafræn birting til að auka eftirspurn
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sveitarstjóra verði falið að setja í gang rafræna skráningu á lausum lóðum til úthlutunar í sveitarfélaginu og hafa skráningu aðgengilega á kortasjá sveitarfélagsins.

Greinargerð: Sveitarfélagið er nú þegar með rafræna Kortasjá Landmynda ehf. sem hægt er að sjá á heimasíðu sveitarfélagsins. Kortasjáin býður upp á viðbót sem getur sýnt lausar lóðir til úthlutunar, sú viðbót er ekki til staðar hjá Rangárþingi ytra eins og stendur. Með slíkri viðbót yrði staða lausra lóða opin og gegnsæ öllum sem vilja sjá. Birting lóðanna getur haft í för með sér aukna eftirspurn lóða, aukna skilvirkni í upplýsingagjöf og getur þ.a.l. aukið tekjur sveitarfélagsins til lengri tíma litið.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Afgreiðslu tillögunnar frestað, sveitarstjóra falið að kanna með kostnað og leggja fram upplýsingar á næsta fundi byggðarráðs. Tillögunni vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021-2024.

Samþykkt samhljóða.

16.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2020

2002015

Fyrirspurnir
16.1. Hver er heildarkostnaður við viðbyggingu íþróttahúss miðað við upphaflega áætlun?

16.2.Móttökuáætlun nýrra íbúa sveitarfélagsins.
Fulltrúar Á-lista fagna því að móttökuáætlun nýrra íbúa sé nú loksins aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins á rafrænu formi, rúmum 5 árum eftir að tilllaga Á-lista þess efnis var samþykkt samhljóða. Hver er hugmynd að framsetningu móttökuáætlunar? Er áformað að prenta út bækling eða hafa efnið einungis á rafrænu formi?

16.3.Hver er ástæðan fyrir því að upptaka síðasta sveitarstjórnarfundar var birt 13 dögum eftir fund eða þann 21. október, en fundurinn var haldinn 8. október 2020?

16.4.Vindmyllur í Þykkvabæ - hver er staðan?
Er búið að fara fram á eða sækja leyfi um niðurrif vindmyllu sem eyðilagðist í bruna og hver ber ábyrgð á vindmyllunum í dag?

16.5.Árshátíð starfsfólks sveitarfélagsins var felld niður í vor vegna heimsfaraldurs, var eitthvað gert fyrir starfsfólk í staðinn?


Sveitarstjóra falið að taka saman svör við fyrirspurnunum og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

17.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2020

2001013

Óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál og frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.
Lagt fram til kynningar.

18.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

2002054

Faghópur - 6. fundur
Til kynningar.

19.Skoðun á sameiningu sveitarfélaga

1612055

Fundargerðir verkefnisstjórnar 12,13 og 14.
Til kynningar.

20.SASS - 563 stjórn

2011019

Fundargerð frá 28102020
Til kynningar.

21.Samband ísl.Sveitarfélaga fundur 889

2010037

Fundargerð
Til kynningar.

22.Samband ísl.Sveitarfélaga fundur 890

2011001

Fundargerð
Til kynningar.

23.Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

1811013

Bréf frá ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála
Til kynningar.

24.Staðfesting á óhæði - KPMG endurskoðun

1512015

Yfirlýsing
Til kynningar.

25.Lundur - stjórnarfundur 6

2009041

Stjórn Lundar og forstöðumaður eru gestir fundarins.
Valtýr Valtýsson, Ásta Berghildur Ólafsdóttir, Yngvi Karl Jónsson úr stjórn Lundar komu til fundar ásamt með Margréti Ýrr Sigurgeirsdóttur forstöðumanni. Valtýr Valtýsson fór yfir þá hugmynd stjórnar Lundar að breyta Lundi í sjálfseignarstofnun en nokkur hjúkrunarheimili hafa farið þá leið og þykir hafa reynst ágætlega. Lundur er ekki rekinn sem B-hluta stofnun sveitarfélaganna líkt og sumsstaðar er. Málið rætt og kynnt.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt rafrænt í gegnum SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?