35. fundur 05. apríl 2017 kl. 15:00 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Áður en gengið var til dagskrár fóru sveitarstjóri og oddviti yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Húsakynni bs - 15

1703008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Húsakynni bs - 15 Lagður fram Ársreikningur Húsakynna bs fyrir árið 2016 og hann áritaður af stjórnarmönnum. Rekstrarniðurstaða byggðasamlagsins á árinu 2016 var jákvæð að fjárhæð 9,2 millj. kr. samkvæmt rektrarreikningi. Eigið fé í árslok var neikvætt um 47,7 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Bókun fundar Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.
  • Húsakynni bs - 15 2.1 Sala á húsum í Þóristungum
    Lagt fram yfirlit frá Fannberg fasteignasölu varðandi tilboð í húseignir í Þóristungur. Hæsta tilboð í húsin var 13.000.000.- kr og leggur stjórn Húsakynna til við sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps að taka tilboði hæstbjóðanda. Skilyrt verði í kaupsamningi og þinglýst sú kvöð að fjallmenn hafi skilyrðislausan gjaldfrjálsan aðgang að húsunum í leitum hvert ár.

    Samþykkt með 2 atkv. (IPG,YKJ), einn var á móti (KÖ).

    2.2 Landréttir í Réttarnesi
    Búið er að kanna hvernig uppbyggingu var háttað við endurnýjun fjárrétta í Árnessýslu. Algengt fyrirkomulag hefur verið að sérstök hollvinasamtök hafi leitt slíkt endurbyggingarstarf en sveitarfélögin hafi einnig verið bakhjarlar í starfinu. Fyrir liggja greinargóðar heimildir um dilkaskipan og sögu Landrétta og gæti verið fyrsta skrefið að koma upp upplýsingaskilti. Ákveðið að fela ÁS að undirbúa málið og kynna á næsta stjórnarfundi. Formaður mun leita eftir samstarfi við áhugasama heimamenn um stofnun hollvinafélags réttanna.

    2.3 Salernishús við Tjaldsvæði - erindi frá leigjendum
    Húsið er í sameiginlegri eigu Rangárþings ytra og Ásahrepps og samkvæmt 4. gr. leigusamnings ber leigutaka að sjá um viðhald hússins. Erindinu er því hafnað.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti tillögu stjórnar Húsakynna bs um að taka tilboði hæstbjóðanda í húseignir í Þóristungum að upphæð kr. 13.000.000.- og að skilyrt verði í kaupsamningi og þinglýst sú kvöð að fjallmenn hafi skilyrðislausan gjaldfrjálsan aðgang að húsunum í leitum hvert ár.

    Samþykkt samhljóða.

2.Oddi bs - 13

1703007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Oddi bs - 14

1703010F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynnningar.
  • Oddi bs - 14 Lagður fram Ársreikningur Odda bs fyrir árið 2016 og hann áritaður af stjórnarmönnum. Heildarkostnaður við rekstur Odda bs á árinu 2016 var 772,2 millj. Rekstrarkostnaði byggðarsamlagsins er skipt milli aðildarsveitarfélaganna samkvæmt samningi þeirra á milli. Bókun fundar Ársreikningur lagður fram til kynningar.

4.Byggðarráð Rangárþings ytra - 33

1702015F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 33 1.1 Kostnaður við leitir á Holtamannaafrétti
    Heildarkostnaður við leitir 2016 án húsnæðis var 3.859.215 kr og þar af hlutur Rangárþings ytra reiknaður 1.653.949 kr. Fjárhagsáætlun Rangárþings ytra gerði ráð fyrir 1.461.000. Til samanburðar þá var kostnaður við smölun Rangárvallaafréttar árið 2016 kr. 2.308.265 og Landmannaafréttar kr. 2.780.051.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti uppgjör vegna leita á Holtamannaafrétti árið 2016.

    Samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 33 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar ásamt meðfylgjandi ársreikningi Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps fyrir árið 2016.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 33 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Umsókn Rangárþings ytra í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna uppbyggingar grunnaðstöðu í Landmannalaugum skilaði 60 m í styrk. Sveitarstjóra falið að leita samráðs við Umhverfisstofnun varðandi undirbúning framkvæmda og ráðstöfunar styrkfjárins.

    Samþykkt samhljóða

5.Ungmennaráð Rangárþings ytra - 6

1703006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • 5.1 1701033 Útskálar Vistgata
    Ungmennaráð Rangárþings ytra - 6 Ungmennaráð óskar eftir því að fá upplýsingar um stöðu skoðunar á umferðar- og öryggismálum í þéttbýlinu heildstætt og hvenær gert sé ráð fyrir að þeirri skoðun ljúki.

    Ef hugmyndin um vistgötu fær góðan hljómgrunn væri æskilegt að þeirri aðgerð að breyta Útskálum í vistgötu og setja merkingar þar um sé lokið fyrir 10. maí 2017 en þá er bíllausi dagurinn haldinn á Hellu að frumkvæði Grunnskólans á Hellu.

    Ungmennaráð vill leggja áherslu á það að því þykir þetta virkilega mikilvægt mál og er reiðubúið að koma á fund skipulags- og umferðarnefndar og tala fyrir málinu.
    Bókun fundar Tillaga er um að vísa bókun Ungmennaráðs til umfjöllunar í Skipulags- og umferðarnefnd og óska eftir sérstöku samráði þessara tveggja nefnda í málinu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Ungmennaráð Rangárþings ytra - 6 Fyrsta ungmennaþing í Rangárþingi ytra verður haldið í menningarsalnum á Hellu að frumkvæði UngRy þann 29. mars n.k. og hefst kl. 19:00. Gerð hafa verið plaköt sem dreift hefur verið á Hellu og Laugalandi, viðburðurinn auglýstur í Búkollu og á facebook. Við vonumst til að þátttaka verði góð.

    Ungmennaþing er sett upp með þeim hætti að annarsvegar verða tvö erindi og svo umræðuhópar. Boðið verður uppá fría pizzu.

    Erindin sem verða eru frá Ungmennaráði Árborgar sem mun segja frá sínu starfi og þeim árangri sem þau hafa náð og svo frá Eddu Björgvinsdóttur þar sem hún mun fjalla um jákvæðan húmor.

    Gestum verður skipt upp í fjóra umræðuhópa og munu fulltrúar UngRy verða hópstjórar ásamt riturum sem koma utanað. Umræðuefni hópana eru:
    1. Uppbygging/Náttúra
    2. Samgöngur
    3. Skóli og félagslíf
    4. Rangárþing ytra - kostir/gallar

    Að loknu Ungmennaþing mun UngRy taka saman helstu atriði og fara með á fund til sveitarstjórnar í apríl.
    Bókun fundar Sveitarstjórn vill lýsa yfir sérstakri ánægju með þetta frábæra framtak og frumkvæði Ungmennaráðs og væntir þess að niðurstöður málþingsins nýtist til góðs.

    Samþykkt samhljóða.

6.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 109

1703004F

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.

7.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110

1703005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun spildunnar og leggur til að gengið verði frá stofnun lóðarinnar skv. meðfylgjandi uppdrætti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd fór yfir fram komnar athugasemdir. Afgreiðslu frestað til næsta reglulega fundar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd fór yfir fram komnar athugasemdir. Afgreiðslu frestað til næsta reglulega fundar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd fór yfir framkomnar athugasemdir og svaraði þeim. Nefndin telur að öllum athugasemdum hafi verið gerð góð skil og þakkar þær ábendingar sem bárust. Nefndin telur að lagfærð tillaga að teknu tilliti til athugasemda kalli ekki á endurauglýsingu. Allar athugasemdir sem bárust og svör við þeim verða birtar sem viðauki í lagfærðri tillögu. Nefndin vill árétta að hún telur tillöguna í fullu samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins og að ekki sé nein þörf á breytingu í aðalskipulagi vegna uppbyggingar í Landmannalaugum. Nefndin felur jafnframt skipulagsfullltrúa að óska eftir undanþágu frá ráðuneyti frá skilmálum skipulagsreglugerðar gr. 5.3.2.14. sem snúa að fjarlægðum við ár og vötn. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar og feli skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til endanlegrar afgreiðslu til skipulagsstofnunar, eftir að búið er að taka tillit til fram kominna athugasemda.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd telur að framkvæmdaraðili hafi brugðist vel við athugasemdum sem lúta að vernd umhverfis og mótvægisaðgerðum sé lýst vel í meðfylgjandi greinargerð. Nefndin telur að ekki sé um veruleg neikvæð umhverfisáhrif að ræða og að framkvæmdin sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin vill benda á að vanda hefði mátt framsetningu gagna varðandi áform um nýtingu úrgangs þar sem meðfylgjandi uppdráttur sýnir ekki rétta mynd af staðsetningu alifuglahússins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 7.14 1701033 Útskálar Vistgata
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd telur að þar sem sundlaug og íþróttamiðstöð tilheyra notkun almennings sé ekki tímabært að breyta notkun götunnar í vistgötu með þeim takmörkunum sem því fylgir, þar sem sú notkun gæti skapað falskt öryggi. Nefndin áréttar að bæta skuli merkingar við götuna og á svæðinu umhverfis skólana. Bókun fundar Sveitarstjórn fagnar hugmyndum Ungmennaráðs varðandi það að skipuleggja götuna við leikskóla, grunnskóla og Íþróttamiðstöð sem vistgötu. Tillaga er því um að Skipulags- og umferðarnefnd og Ungmennaráð fjalli sameiginlega um málið og leggi fram sameiginlegar hugmyndir fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 110 Skipulagsnefnd samþykkir að lagfærðir verði skjólveggir og að stöðuleyfi verði veitt fyrir skýli yfir rafstöð til allt að 18 m² til 30. september 2017. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

8.Húsnæðisáætlun Rangárþings ytra

1612028

Erindi frá sveitarstjórum Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Sveitarstjórar aðildarsveitarsfélaga Húsakynna bs hafa lagt fram eftirfarandi tillögu fyrir sveitarstjórnir:

Í húsnæðisáætlun sem nú er unnið að fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra kemur fram að skortur er á hagkvæmu leiguhúsnæði á svæðinu. Í ljósi þessarar stöðu leggum við til að Byggðasamlaginu Húsakynnum bs sem er sameign sveitarfélaganna Ásahrepps og Rangárþings ytra verði falið að kanna möguleika á byggingu 3-4 hagkvæmra raðhúsaíbúða af hentugri stærð á Hellu og meta hver áætlaður kostnaður yrði. Tillaga þessa efnis liggi fyrir á næsta reglulega sveitarstjórnarfundi.

Nanna Jónsdóttir og Ágúst Sigurðsson sveitarstjórar.

Tillaga sveitarstjóranna borin upp og samþykkt samhljóða

9.Til umsagnar 307.mál

1703061

Frumvarp til laga um umferðargjöld
Lagt fram til kynningar.

10.Til umsagnar 306.mál

1703060

Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

11.Umræðufundur Oddvita og sveitarstjóra í Rangárvallasýslu

1703021

Minnispunktar frá 28032017
11.5 Þingfararkaup
Tillaga er um að Þorgils Torfi Jónsson og Yngvi Karl Jónsson verði fulltrúar sveitarstjórnar í samráðshóp um tengingu sveitarstjórnarlauna við þingfararkaup.

Samþykkt samhljóða.

12.Félagsmálanefnd - 42 fundur

1704002

Fundargerð frá 27032017, reglur um félagslega liðveislu til staðfestingar.
Endurskoðaðar reglur um félagslega liðveislu bornar upp til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

13.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 185

1704004

Fundargerð frá 16032017, ósk um samþykki fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram til kynningar og eftirfarandi bókun lögð fram til samþykktar:

Sveitarstjórn Rangársþings ytra samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2 mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr 70.000.000,- í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til að fjármagna frágang og stækkun við sorpstöð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni, kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

14.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 186

1704003

Fundargerð frá 27032017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.3.fundur í öldungaráði

1703051

Samþykktir fyrir öldungaráð til staðfestingar.
Lögð fram fundargerð öldungaráðs til kynningar og tillaga að samþykktum fyrir ráðið. Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti samþykktirnar fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

16.Samtök orkusveitarfélaga - 29. stjórnarfundur

1703065

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga - 848 fundur

1703063

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

18.SOS - 254. stjórnarfundur

1703047

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

19.Staða úrgangsmál á Suðurlandi 2016 - áfangaskýrsla

1704001

Skýrsla unnin fyrir Sorpstöð Suðurlands af Stefáni Gíslasyni hjá Environice.
Skýrslan lögð fram til kynningar.

20.Tilkynning um skógrækt

1703059

Skógræktin tilkynnir hér með sveitastjórn Rangárþings ytra um skógræktarsamning á jörðinni Heiðarbrekku landnr.164501
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?