14. fundur 10. október 2019 kl. 16:00 - 19:20 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Hrafnhildur Valgarðsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson ritari í fjarveru Ágústar Sigurðssonar
Oddviti fór yfir helstu mál sem eru í gangi í sveitarfélaginu áður en gengið var til dagskrár. Jafnframt bar Oddviti upp ósk um að bætt væri við einu erindi nr. 24 og var það samþykkt.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 17

1909003F

Vísað er til umfjöllunar um einstök mál en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 17 Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum rekstrarkostnaði í fræðslumálum vegna niðurgreiðslu á fæðisgjöldum í grunnskólum að fjáhæð 5 milljónir kr sbr. minnisblað um útfærslu á kostnaði við ákveðin verkefni sem lagt var fram við samþykkt fjárhagsáætlunar í des 2019. Á móti er gert ráð fyrir auknum tekjum frá jöfnunarsjóði að fjárhæð 5 milljónir kr. Viðaukinn hefur ekki áhrif á handbært fé.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.
  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 17 Lögð fram tillaga að reglum um styrki til vegahalds í frístundabyggðum í Rangárþingi ytra. Byggðarráð leggur til að reglurnar verði staðfestar af sveitarstjórn og að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlun næsta árs. Sveitarstjóra jafnframt falið að taka saman upplýsingar fyrir næsta fund byggðarráðs sem geti lagt grunn að ákvörðun um skynsamlega árlega fjárhæð til verkefnisins.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.
  Samþykkt samhljóða.

2.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 206

1909001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 206 Drög að þjónustusamningi um framkvæmdastjórn, bókhald ofl. Þjónustusamingur samþykktur samhljóða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs fyrir sitt leyti.
  Samþykkt samhljóða.

3.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6

1909007F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6 Nefndin fór yfir breytingartillögur og leggur fram leiðrétta ritstjórnarstefnu til samþykktar. Bókun fundar Breytingartillaga:

  Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að upptökur sveitarstjórnarfunda verði birtar eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir fund. Að öðru leyti er tillaga nefndarinnar samþykkt.

  Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  Steindór Tómasson
  Yngvi Harðarson

  Samþykkt samhljóða

  Tilaga er um að sveitarstjórn staðfesti tillögu Atvinnu- og menningarmálanefndar með áorðnum breytingum og sveitarstjóra verði falið að birta ritstjórnarstefnu á heimasíðu sveitarfélagsins.

  Samþykkt samhljóða

4.Umhverfisnefnd - 5

1909006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • 4.1 1908033 Dynskálar frágangur á lóðamörkum
  Umhverfisnefnd - 5 Deiliskipulagið var haft til hliðsjónar í umræðunum. Skv. því er gert ráð fyrir 3ja og/eða fjögurra metra breiðu gróðurbelti meðfram Suðurlandsvegi. Fyrst var tæpt á brýnum aðgerðum að mati fundarmanna svo sem að:
  ?
  Flýta framkvæmdum við fyrirhugað hringtorg, sbr. deiliskipulag, vegna slysahættu.
  ?
  Skoða rafmagnslögn sem liggur í gróðurbeltinu.
  Einhugur er innan þessa hóps að fara í aðgerðir. Líflegar umræður spunnust um útlit gróðurbeltisins og skoðanir skiptar. Tillögur voru eftirfarandi:
  ?
  þekja svæðið með grasi
  ?
  girða með neti og lágum runnagróðri
  ?
  hafa hátt og/eða lágt gróðurbelti og timburgirðingu á víxl
  ?
  hljóðmön með grasi
  ?
  Nota innlendar tegundir, t.d. víði
  ?
  Viðhaldslítið gróðurbelti
  Nefndin leggur til að landslagsarkitekt verði fenginn til þess að hanna gróðurbeltið. Fundarmenn eru jafnframt hvattir til að kynna sér trjásafn Landgræðslunnar í Gunnarsholti.
  Bókun fundar Tillaga er um að fela starfsmanni Umhverfisnefndar að gera verðkönnun á hönnun svæðisins og leggja fyrir næsta fund Byggðaráðs.

  Samþykkt samhljóða.

5.Oddi bs - 19

1909010F

Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Húsakynni bs - 6

1909013F

Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 13

1907012F

Fundargerð lögð fram til kynningar. Tillaga er um að Sveitarstjórn óski eftir frekari gögnum sem lögð verði fyrir á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða

8.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18

1909012F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • 8.2 1909067 Heiði, landskipti
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • 8.3 1910019 Bjalli. Landskipti
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á útskiptum spildum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á spildum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd telur að ný tenging samræmist ekki þeim áformum sem gerðar hafa verið í áður gerðum landskiptum og telur að umrædd tenging geti haft slæm áhrif á væntanlegar tengingar annarra lóða gegnt umræddri lóð. Nefndin leggur því til að tillagan verði leiðrétt þar sem einungis verði notast við áður áformaðar tengingar skv. landskiptum á svæðinu. Að öðru leyti samþykkir nefndin tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun þegar áformuð tenging hefur verið leiðrétt. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin telur að nánari útfærsla á mengunarvörnum eigi frekar heima í greinargerð með fyrirhuguðu starfsleyfi. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu þar sem innihald hennar samræmist skilmálum í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að lýsingin verði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en leggur áherslu á að þar sem skipulagssvæðið liggi yfir mörk þriggja sveitarfélaga skuli liggja fyrir samþykki allra áður en lýsingin verði auglýst til kynningar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar við lýsinguna. Nefndin ítrekar að hér er einungis um lýsingu skipulagsáforma að ræða þar sem ekki eru teknar nákvæmar ákvarðanir eða reknar rökstuddar leiðir til úrlausna ýmissa vandamála. Það verði gert í tillögunni sjálfri. Nefndin telur rétt að vinna við gerð tillögu að deiliskipulagi taki mið af framkomnum athugasemdum og ábendingum, sér í lagi hvað varðar fráveitumál og mengunarvarnir. Hvað leyfi til framkvæmda á svæðinu varðar vill nefndin árétta að engin leyfi hafa verið gefin út til framkvæmda þar sem grundvöllur til slíkra leyfa er háður gildandi deiliskipulagi. Einungis hafa verið gefin út tímabundin stöðuleyfi til staðsetningar á hjólhýsum og heilsárstjöldum til allt að eins árs. Nefndin vill einnig árétta að sveitarstjórn hefur ekkert með leyfisveitingar að gera sem snúa að útleigu hjólhýsa eða tengdrar starfsemi á tjaldsvæðum. Jafnframt telur nefndin að hún hafi í einu og öllu staðið að kynningu skipulagsáforma í samræmi við þau ákvæði sem skipulagslög og skipulagsreglugerð kveða á um. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd samþykkir meðfylgjandi tillögu og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd telur að öllum atriðum sé lýst í meðfylgjandi drögum að tillögu að matsáætlun sem lúta að verklagi við hvernig staðið verður að rannsóknum og mati á áhrifum. Nefndin leggur til að drög að tillögu að matsáætlun verði kynnt í samræmi við 16. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 660/2015 og lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Kynning standi í tvær vikur frá birtingu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
Eiríkur Vilhelm Sigurðarson var gestur undir lið 9.1.

9.Íþrótta- og tómstundanefnd - 6

1910003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 6 Í framhaldi af fundi sveitarstjórnar var óskað eftir tilboðum í líkamsræktar tæki frá fimm aðilum og jafnframt haft samband við þrjá rekstraraðila með mögulegt samstarf í huga. Að kaupa ný tæki kostar á bilinu 12 - 17 milljónir og myndi þá sveitarfélagið reka aðstöðuna sjálft. Einnig var skoðaður sá möguleiki að halda áfram með núverandi fyrirkomulag þ.e. að leigja út aðstöðuna og fá þar rekstraraðila að. Fundað var með WorldClass og Gym Heilsu og liggur fyrir minnisblað frá fundi með Worldclass sem og núverandi samningur við Gym heilsu. Nefndin hefur lagt töluverða vinnu í að skoða möguleika. Eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega leggur nefndin til að núverandi samningi við Gym heilsu verði sagt upp frá og með 30. nóvember 2019 og að efnt verði til samstarfs við Worldclass frá og með 1. júní 2020. Worldclass vill leigja alla efri hæðina í viðbyggingunni og þarf því að huga að annari staðsetningu fyrir mjúkdýnusal. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn fresti afgreiðslu á tillögu Íþrótta- og tómstundanefndar til næsta reglulega fundar sveitarstjórnar og feli sveitarstjóra að kalla eftir samningsdrögum ásamt frekari gögnum og leggja fram á næsta fundi Byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 6 Nefndin leggur til að aðalfulltrúi verði Rebekka Rut Leifsdóttir og varafulltrúi Heiðar Óli Guðmundsson Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Íþrótta- og tómstundanefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 6 Nefndin leggur til að sveitarstjórn staðfesti samninginn. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Íþrótta- og tómstundanefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • 9.5 1910013 Heilsustígur
  Íþrótta- og tómstundanefnd - 6 Nefndin leitaði álits um heilsustíg og fékk einnig tilboð frá Krumma sem var um 4.000.000 kr. Heilsustígur þar sem tækjum er dreift á göngustíg hefur ekki fengið mikla notkun að sögn forsvarsmanna sveitarfélaga sem leitað var til. Nefndin leggur til að skoðaður verði möguleiki á því að setja útiæfingatæki fyrir allan aldur á einn stað, kostnaður við það er um 2.000.000 kr. Bókun fundar Sveitarstjórn þakkar fyrir góða vinnu nefndarinnar. Tillaga er um að sveitarstjórn vísi málinu til Byggðarráðs til frekari útfærslu í fjárhagsáætlunargerð næsta árs.

  Samþykkt samhljóða

10.Hálendisnefnd - 2

1910004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • 10.1 1910016 Erindi frá LÍV
  Hálendisnefnd - 2 Nefndin þakkar fyrir þetta þarfa erindi til að auka öryggi ferðamanna á svæðinu. Nefndin setur sig ekki á móti uppsetningu skiltis en óskar eftir því að fá hnitsettar upplýsingar um fyrirhugaða staðsetningu þess. Nefndin vill árétta mikilvægi þess að skiltið sé á íslensku og þá ensku ef talin er þörf á. Hvað varðar bílastæði þá hefur verið í umræðunni gerð bílastæðis á svæðinu og leggur nefndin til að sveitarfélagið fái álit LÍV um staðsetningu þess. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn taki undir bókun Hálendisnefndar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða
 • Hálendisnefnd - 2 Nefndin tekur vel í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum áður en endanleg ákvörðun er tekin. Óskað er eftir hnitsettum staðsetningum búða og tökustaða, mögulegan fjölda tækja og gerð þeirra ásamt nánari upplýsingum um akstursleiðir. Mögulegt er að tökustaður 1 sé í landi Næfurholts og ef svo er þarf leyfi landeiganda þar. Nefndin leggur til að sveitarfélagið taki gjald vegna útlagðs kostnaðar. Óskað verður eftir fundi með fulltrúa True North og að hann fari fram við fyrsta tækifæri. Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn taki undir bókun Hálendisnefndar.

  Samþykkt samhljóða

11.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1903030

Afstaða til þátttöku í verkefninu.
Tillaga að bókun: Sveitarstjórn fagnar þessu verkefni og mun standa að því fyrir sitt leyti.
Samþykkt samhljóða

12.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

12.1 Tillaga um að leggja byggðarráð niður.
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að byggðarráð Rangárþings ytra verði lagt niður frá og með næstu áramótum og sveitarstjórn fundi þess í stað tvisvar í mánuði.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Greinargerð:

Markmið tillögunnar er að allir kjörnir fulltrúar sitji fundi sem varða yfirstjórn sveitarfélagsins, en ekki annan hvern fund líkt og nú er, og með því verði stjórnsýslan skilvirkari og opnari.
Tilgangurinn með byggðarráði á sínum tíma var að flýta stjórnsýsluákvörðunum og meðal annars afgreiðslu byggingaleyfa en með breyttum lögum er sú afgreiðsla nú á hendi skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fulltrúar Á-lista telja að sú aðgerð að leggja niður byggðarráð myndi einfalda og bæta stjórnsýsluna og gera hana opnari. Ef kjörnir fulltrúar sem ekki sitja í byggðarráði vilja tjá sig um einstök mál sem afgreidd hafa verið úr byggðaráði, þá er það tvíverknaður og heppilegra að okkar mati að öll mál sem til afgreiðslu eru, komi fyrir fullskipaða sveitarstjórn og að umræðan og fullnaðarafgreiðsla eigi sér stað á sveitarstjórnarfundi.
Í sumarleyfi afsalar sveitarstjórn valdi sínu til byggðarráðs. Síðastliðið sumar liðu þrír mánuðir frá síðasta fundi sveitarstjórnar fyrir sumarleyfi, þar til fyrsti fundur eftir sumarleyfi átti sér stað. Það er of langur tími að okkar mati, enda sumarleyfi á almennum vinnumarkaði að jafnaði rúmlega mánuður.
Byggðarráð fer með eftirlit fjármála sveitarfélagsins, sé það ekki öðrum falið, en allir sem til þekkja vita að það er starfsfólk sveitarfélagsins, aðallega sveitar- og fjármálastjóri, sem annast undirbúning og útreikning alls er varðar fjármálastjórn og eftirlit og ættu kynningar þeirra á helstu tölum varðandi rekstur sveitarfélagsins að koma fyrir fullskipaða sveitarstjórn.
Sé um viðkvæm mál að ræða er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að loka fundi.
Fulltrúum Á-lista þykir eðlilegt að oddviti sveitarfélagsins undirbúi fundi og sé vel inní öllum málum, en til að mynda hefur sú hefð skapast að oddviti á yfirleitt ekki sæti í byggðarráði.
Þegar sveitarstjóri er einn kjörinna fulltrúa þá situr hann hinsvegar flestalla fundi, sem starfsmaður og/eða kjörinn fulltrúi með málfrelsi og tillögurétt.
Ástæða þess að lagt er til að hafa tvo fundi í mánuði er sú að ella gætu fundir dregist talsvert á langinn. Ef fundarstjórn er góð og mál vel undirbúin á það þó ekki að þurfa að vera. Sjálfsagt er þó að kanna það fyrirkomulag að hafa einn fund í mánuði.
Ef ákveðið verður að leggja niður byggðarráð þá þarf sveitarstjórn að vinna í breytingum á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins og kjör kjörinna fulltrúa og ljúka þeirri vinnu fyrir áramót.

12.2. Tillaga um beinar útsendingar.
Minnisblað sveitarstjóra mun liggja fyrir á næsta reglulega fundi sveitarstjóranr.
12.1. Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki tillögu Á-lista.

Tillögu er hafnað með fjórum atkvæðum BG, HT, HE og HV gegn þremur atkvæðum MHG, YH og ST.

Bókun Á-lista:

Fulltrúum Á-lista þykir miður að fulltrúar D-lista hafi fellt tillögu sem felur í sér m.a. opnari stjórnsýslu og meira gagnsæi. Fulltrúar Á-lista telja að núverandi fyrirkomulag með byggðarráð sé barn síns tíma og eigi því að leggja það niður. Fulltrúar Á-lista hvetja fulltrúa D-lista til að endurskoða afstöðu sína til tillögunnar þar sem fulltrúar Á-lista munu leggja hana fram aftur síðar.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

12.2. Tillaga um beinar útsendingar.
Minnisblað sveitarstjóra mun liggja fyrir á næsta reglulega fundi sveitarstjóranr.

13.Minningagarður

1909061

Erindi frá Tré lífsins
Tillaga er um að sveitarstjórn feli sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um verkefnið.
Samþykkt samhljóða
Fylgiskjöl:

14.Sala íbúða við Giljatanga og lands úr Nefsholti II

1601011

Tillaga um að setja 2 íbúðir Giljatangi 1 og Giljatangi 3 og land með á sölu.
Tillaga er um að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram og koma eignunum Giljatanga 1 og 3 í söluferli.
Samþykkt samhljóða

15.Til umsagnar frá Alþingi - 16.mál

1909068

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál.
Lagt fram til kynningar

16.Til umsagnar frá Alþingi - 101.mál

1909065

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101.
Lagt fram til kynningar

17.Til umsagnar frá Alþingi - 26.mál

1909064

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.
Lagt fram til kynningar

18.Til umsagnar frá Alþingi - 22.mál

1909063

Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar vegna tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál.
Lagt fram til kynningar

19.Til umsagnar 122.mál

1909062

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál.
Lagt fram til kynningar

20.Ökutækjaleiga

1909060

Samgöngustofa óskar umsagnar vegna Ökutækjaleigu Iceland Igloo Village
Tillaga er um að sveitarstjórn taki ekki afstöðu til staðsetningar ökutækjaleigu að Leyni 2 fyrr en að loknu deiliskipulagsferli fyrir svæðið.
Samþykkt samhljóða

21.HES - stjórnarfundur 199

1910011

Fundargerð til kynningar.
Lagt fram til kynningar

22.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - 874 fundar

1910018

Lagt fram til kynningar

23.Sameining og samvinna héraðsskjalasafna á Suðurlandi

24.Gaddstaðir sala á lóðum

1910027

Bókun sveitarstjórnar:

Í tilefni af fréttaflutningi um kaup skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings ytra á lóðum í landi Gaddstaða vill sveitarfélagið taka eftirfarandi fram:

Í upphafi árs 2015 var ákveðið að setja á sölu lóðir úr eignarlandi sveitarfélagsins vestan Hróarslækjar og vegar. Var fasteignasölunni Fannberg á Hellu falið að auglýsa lóðirnar til sölu.

Lítil eftirspurn reyndist eftir lóðunum og svo fór að engar lóðir seldust á árunum 2015 og 2016. Á fundi skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra hinn 11. september 2017 var samþykkt að gera breytingar á landnotkun á svæðinu. Nánar tiltekið var ákveðið að allar lóðir vestan við veginn skyldu felldar úr frístundanotum í aðalskipulagi. Umrædd afgreiðsla var staðfest á fundi sveitarstjórnar 13. september 2017. Voru báðar fundargerðirnar birtar á vef sveitarfélagsins. Samhliða var söluyfirliti lóðanna breytt og sérstaklega tekið fram að ráðgert væri að breyta skipulagi þannig að lóðir á svæðinu yrðu skilgreinar sem íbúðarhúsalóðir. Sama haust komst hreyfing á sölu lóða á svæðinu.

Fyrir liggur að skipulags- og byggingarfulltrúi festi kaup á þremur lóðum í lok september 2017. Fyrr um haustið hafði sveitarfélagið selt sex lóðir á svæðinu. Alls seldust 14 lóðir á árinu 2017 og 15 lóðir á árinu 2018. Áréttað er að skipulags- og byggingarfulltrúi naut engra sérkjara við kaup sín og bjó ekki yfir neinum upplýsingum um lóðirnar umfram aðra áhugasama kaupendur.

Sala lóðanna fór samkvæmt framansögðu fram í opnu ferli á vegum löggilts fasteignasala þar sem upplýsingar um skipulagslega stöðu lóðanna lágu fyrir.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?