Sveitarstjórn Rangárþings ytra

46. fundur 13. apríl 2022 kl. 16:00 - 18:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti bauð fundarmenn velkomna og lagði til að við dagskránna myndu bætast liður 5. Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps bs - 17. fundur, liður 7. Skipulags- og umferðarnefnd - 49. fundur og liður 8. Byggðarráð - 46. fundur. Það var samþykkt samhljóða og aðrir fundarliðir færast til í samræmi. Áður en gengið var til dagskrár gaf oddviti sveitarstjóra orðið sem fór yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Húsakynni bs - 16

2203009F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Húsakynni bs - 16 Ársreikningur Húsakynna bs fyrir árið 2021 var lagður fram og samþykktur samhljóða. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Húsakynna bs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Húsakynni bs - 16 4.1. Skólastjórahús
  Í kjölfar minnisblaðs sem lagt var fram á 12. fundi í stjórn Húsakynna bs hefur málið verið skoðað betur varðandi framtíð skólastjórahússins. Rætt hefur verið að komið sé að tímamótum með framtíð hússins. Því hefur verið velt upp hvort mögulega mætti stofna lóð og selja húsið; hvort til greina komi að húsið verði rifið eða þá gert upp til framtíðar. Við frekari skoðun hefur komið fram að húsið er ennþá skráð í 75% eigu ríkisins eins og skólahús voru þegar grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaga á sínum tíma. Það eru því fáir valkosti í stöðunni eins og sakir standa. Stjórn Húsakynna bs beinir því til sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna að meta hvort fara eigi í viðræður við ríkið um yfirfærslu eignarhluta ríkisins til sveitarfélaganna.

  4.2. Hesthús í Þóristungum
  Á samráðsfundi Rangárþings ytra og Ásahrepps þann 15.11.2021 var rætt um hesthús í Þóristungum sem þarfnast orðið aðhlynningar. Þar var málinu vísað til stjórnar Húsakynna bs. til að greina möguleika í stöðunni og leggja fram tillögu um aðgerðir í málinu. Talið er að leggja þurfi 2.5 mkr í viðhald hússins ef vel á að vera. Ekki hefur verið gert ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun 2022. Stjórn Húsakynna bs óskar því eftir að sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna taki afstöðu til þess hvort gera eigi viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022 til að mæta þessum kostnaði eða hvort beina eigi verkefninu til fjárhagsáætlunar 2023.
  Bókun fundar 1.4.1. Skólastjórahús
  Sveitarstjórn leggur til fyrir sitt leyti að sveitarstjórum aðildarsveitarfélaganna verði falið að setja sig í samband við hið opinbera og koma yfirfærslu eignarhluta ríkisins til sveitarfélaganna í farveg.

  Samþykkt samhljóða.


  1.4.2. Hesthús í Þóristungum
  Sveitarstjórn leggur til fyrir sitt leyti að verkefni um hesthús í Þóristungum verði vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2023 og við þá vinnu liggi fyrir greinargerð um eignarhald, kostnað og nýtingu.

  Samþykkt samhljóða.

2.Byggðarráð Rangárþings ytra - 45

2203003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 45 Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar. Bókun fundar Liður 2.2.1. Ósk um styrk til æskulýðsstarfs í skotgreinum.

  Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs um að styrkja Skotfélagið Skytturnar um 400 þúsund kr til uppbyggingar á æskulýðsstarfi félagsins á árinu 2022 og kostnaður færist á Æskulýðs- og íþróttamál. Jafnframt fái félagið aðstöðu í húsnæði sveitarfélagsins endurgjaldslaust. Vegna þessa er lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun ársins 2022 sem gerir ráð fyrir 200 þúsund kr viðbót við Æskulýðs- og íþróttamál. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

  Samþykkt samhljóða.
 • 2.4 2202004F Oddi bs - 49
  Byggðarráð Rangárþings ytra - 45 Vísað er til umfjöllunar um einstök mál en fundargerðin að öðru leyti til kynningar. Bókun fundar Liður 2.4.4. Aukinn stuðningur í leikskóla

  Stjórn Odda bs hefur óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun Odda bs fyrir árið 2022 vegna tímabundins stöðugildis stuðningsfulltrúa. Lagt er til að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti viðauka við fjárhagsáætlun Odda bs að fjárhæð kr. 5.270 þús vegna aukins launakostnaðar stuðningsfulltrúa hjá Heklukoti. Viðaukanum verði mætt með auknum framlögum aðildarsveitarfélaga sem skiptist þannig að framlag Rangárþings ytra eykst um kr. 4.824 þús og framlag Ásahrepps um kr. 446 þús m.v. núverandi skiptihlutfall. Því er jafnframt lagt til að sveitarstjórn samþykkti viðauka 2 við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Rangárþings ytra fyrir árið 2022 að upphæð kr 4.824 þús sem færist á fræðslumál (02). Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 45 Byggðarráð veitir Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra heimild til að ganga frá endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins hjá Arion banka að hámarki 95 mkr sem gildi út árið 2022.

  Samþykkt samhljóða
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 45 Haraldur Birgir Haraldsson skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir gögn vegna gatnagerðargjalda og skýrði út þau atriði sem kallað hafði verið eftir skýringum við. Settur verður inn uppfærður listi með skýringum fyrir næsta sveitarstjórnarfund. Bókun fundar Uppfærður listi lagður fram til kynningar.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 45 Lagt er til að sveitarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er starfsemi á umræddu svæði. Umrædd framkvæmd er ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn samþykki tillögu byggðarráðs. Sveitarstjórn vill jafnframt árétta að hér er einungis átt við framkvæmdaleyfi vegna þverunar ánna.

  Samþykkt samhljóða.

3.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 15

2201004F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 16

2203010F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 16 Farið var yfir stöðu þeirrar framkvæmdaáætlunar sem unnið hefur verið eftir síðustu árin en nú eru ákveðin tímamót eftir að stækkun Lækjarbotnaveitu er lokið. Ástæða er því til að endurmeta stöðuna hvað varðar forgangsröðun þeirra verkefna sem framundan eru. Framkvæmdaáætlunin gerir ráð fyrir að árið 2022 verði stærsta verkefnið að koma á öflugri tengingu frá Suðurlandsvegi við Lyngás að Ráðagerði sem eykur m.a. afhendingaröryggi í Þykkvabæ. Stjórn varpar fram þeirri hugmynd hvort breyta ætti framkvæmdaröð þannig að nýlagningu frá Djúpósi í Þykkvabæ verði flýtt til 2023 og þannig lokið endurnýjun lagna til Þykkvabæjar í samfellu. Endurnýjun lagna frá Sléttalandi að Hamrahverfi myndi þá færast til 2024 en þar er hægt að virkja aukaleið frá Þjórsártúni að Hamrahverfi til að tryggja afhendingu. Jafnframt mun uppsetning dælu við Rauðalæk efla afhendingaröryggi í Áshverfi.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs og að nýlagningu frá Djúpósi til Þykkvabæjar verði flýtt til ársins 2023 þannig að ljúka megi nýframkvæmd við vatnslagnir til Þykkvabæjar í einni samfellu.

  Samþykkt samhljóða.

5.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 17

2204002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerð að öðru leyti til kynningar.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 17 Kynntur var endurskoðaður ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. að viðbættri skýringu, fyrir árið 2021. Rekstrarniðurstaða veitunnar var jákvæð um 8,0 mkr. Fjárfesting ársins var 81,1 mkr.

  Ársreikningur 2021 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. Jafnframt samþykkti stjórn að áfrýja dómsmáli Smíðanda ON ehf gegn Vatnsveitunni til Landsréttar.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþings ytra staðfesti fyrir sitt leyti Ársreikning fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs 2021.

  Samþykkt samhljóða.

6.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 18

2203012F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49

2203005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerð að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi og viðkomandi lóðum verði breytt úr frístundanotkun í landbúnaðarlóðir að nýju. Nefndin leggur því til að gerð verði tilheyrandi breyting í aðalskipulagi og óskar jafnframt eftir því við umsækjanda að hann hefji vinnu við gerð deiliskipulags fyrir lóðir sínar ef áformað er að hefja aukna uppbyggingu á þeim. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi og viðkomandi lóð verði breytt úr frístundanotkun í landbúnaðarlóð að nýju. Nefndin leggur því til að gerð verði tilheyrandi breyting í aðalskipulagi og óskar jafnframt eftir því við umsækjanda að hann hefji vinnu við gerð deiliskipulags fyrir lóðir sínar ef áform eru um uppbyggingu á lóðinni. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma verði kynnt skv. gr. 5.2.4. í Skipulagsreglugerð. Frestur til ábendinga eða athugasemda skal vera 2 vikur frá auglýstum degi. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar upplýsingar um minjar liggja fyrir.
  Nefndin telur jafnframt að umrædd starfsemi sé ekki þess eðlis að hún hafi neikvæð áhrif á umhverfið og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
  Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur ekki ástæðu til grenndarkynningar þar sem breytingin hefur ekki áhrif á aðra en landeiganda og sveitarfélagið.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd þakkar fyrir góðar ábendingar og leggur áherslu á að útfærsla á gerð og staðsetningu mannvirkja og skipulagi svæðisins í heild verði gerð skil í væntanlegu deiliskipulagi fyrir svæðið. Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd leggur til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi svo áform umsækjenda geti orðið að veruleika. Nefndin telur að staðsetning umræddra lóða sé vel til þess fallin að bætast við þær lóðir sem þegar hafa verið samþykktar til sams konar breytinga. Nefndin ítrekar nauðsyn þess að gildandi deiliskipulag verði uppfært þessu til samræmis með samþykki allra lóðarhafa. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Öllum lóðarhöfum á svæðinu verði jafnframt send tillagan til yfirferðar í upphafi auglýsingartíma. Óskað verði jafnframt eftir undanþágu frá grein 5.3.2.5, lið "d" í skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar milli bygginga og vega en nefndin telur ómögulegt að byggja upp umræddar lóðir nema til komi slík undanþága. Undanþága liggur fyrir nú þegar á nokkrum lóðanna á svæðinu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gögn en ítrekar vilja sinn til að koma af stað vinnu við að leiðrétta skörun sveitarfélagamarka þar sem það á við. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 49 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gögn en ítrekar vilja sinn til að koma af stað vinnu við að leiðrétta skörun sveitarfélagamarka þar sem það á við. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

8.Byggðarráð Rangárþings ytra - 46

2203011F

Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.

9.Ársreikningur 2021 Rangárljós

2203086

Til staðfestingar
Ársreikningur fyrir Rangárljós fyrir árið 2021 lagður fram og samþykktur samhljóða.

10.Ársreikningur 2021

2203087

Sveitarfélagið Rangárþing ytra
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

11.Nefndir og ráð - fulltrúar

1707010

Vegna vanhæfis fulltrúa í kjörstjórn, sbr. ný kosningalög, þarf að skipa nýja fulltrúa til setu í kjörstjórn.
Lagt er til að aðalfulltrúar verði Heiðrún Ólafsdóttir, Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir og Guðmundur Jónasson og varafulltrúar í kjörstjórn verði Þórhallur Svavarsson, Dóra Sjöfn Stefánsdóttir og Gestur Ágústsson.

Samþykkt samhljóða.

12.Sveitarstjórnarkosningar 2022

2202005

Lögð fram kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar 14. maí 2022
Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi kjörskrá. Jafnframt er byggðarráði falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem, tengjast kjörskránni, sem kunna að koma upp fram á kjördag.

Samþykkt samhljóða.

13.Þróun skólasvæðis á Hellu

2105019

Samningur til staðfestingar.
Lagður fram til staðfestingar verksamningur við Þjótanda ehf um jarðvinnu við 1. áfanga verkefnisins. Samningurinn hljóðar upp á 32.923.694 kr m. vsk og rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

14.Erindi vegna leigulóðar frá Lúðvík Bergmann

2204018

Lúðvík óskar eftir framlengdri leigu eða kaupum á leigulóð sinni á Fossi.
Í gildi er leigusamningur dagsettur 30. mars 2010 við Lúðvík Bergmann um 6 ha beitiland á Fossi sem upphaflega var gerður til 8 ára en framlengdist skv. ákvæðum samningsins um önnur 8 ár. Lúðvík hefur óskað eftir að kaupa þetta land eða að samningurinn gildi til lengri tíma. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ekki fyrirætlanir um sölu lands á Fossi en sér ekkert því til fyrirstöðu að leigusamningnum verði framlengt um önnur 8 ár þegar hann rennur út. Lúðvík hefur einnig óskað eftir að fá rýmra land innan leigulandsins fyrir frekari uppbyggingu. Sveitarstjóra falið að funda með Lúðvík varðandi þessar óskir og eftir atvikum leggja tillögu að afgreiðslu fyrir sveitarstjórn til ákvarðanatöku. Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins.

15.Erindi vegna gatnagerðargjalda Langöldu 20

2204019

Fyrirspurn frá Eiríki Ólafssyni og Glódísi M. Guðmundsdóttur lóðahöfum á Langöldu 20.
Lögð fram greinargerð með skýringu frá Skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi mögulegt misræmi í álagningu gatnagerðargjalda á Langöldu 20 og Langöldu 24. Fram kemur að röng tala var birt í yfirlit um gatnagerðagjöld varðandi Langöldu 24 og hefur það nú verið leiðrétt í yfirlitinu. Álagningin er hins vegar í samræmi við þær reglur sem giltu á þeim tíma sem gjöldin voru innheimt. Sveitarstjóra falið að upplýsa lóðarhafa um þetta.

Samþykkt samhljóða.

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista telja svör varðandi innheimtu vera ófullnægjandi, engin gögn sem tryggja að jafnræðis hafi verið gætt í innheimtu gatnagerðargjalda og sitja því hjá.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Yngvi Harðarson
Jóhanna Hlöðversdóttir

Bókun D-lista:
Fulltrúar D-lista vilja ítreka að við álagningu allra gjalda hjá Rangárþingi ytra þá er skilyrðislaust gætt að fullu jafnræði.

Björk Grétarsdóttir
Haraldur Eiríksson
Hjalti Tómasson
Ágúst Sigurðsson

16.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2022

2201023

Fyrirspurnir um lóðir í miðbæ Hellu, fundir með hagsmunaaðilum vegna Fiskiræktarverkefnis, hönnun íþróttasvæðis á Hellu.
Fyrirspurnir frá Á-lista:
1.Hver er staðan á úthlutun lóða í miðbæ Hellu eftir að nýtt deiliskipulag tók gildi þann 16. desember 2021? Eru einhverjar lóðir lausar í miðbæ Hellu?
Svar: Það eru þrjár óbyggðar lóðir innan miðbæjarskipulags á Hellu. Tveimur var úthlutað með fyrirvara um breytingar á deiliskipulaginu sem nú hefur verið samþykkt. Lóðarhöfum hefur verið tilkynnt um að lóðirnar séu tilbúnar til uppbyggingar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins. Þriðja lóðin hefur ekki verið auglýst en ætti að vera tilbúin til auglýsingar mjög fljótlega.

2.Er búið að halda fund með hagsmunaaðilum til að kynna áform um fiskirækt í efri hluta Eystri-Rangár líkt og sveitarstjórn ákvað á fundi 10. febrúar 2022?
Svar: Sveitarstjóri og oddviti hafa átt fundi með fulltrúum hagsmunaaðila til að kynna þeim stöðu mála.

3. Á sveitarstjórnarfundi 10. febrúar 2022 var skýrslu um framtíðarsýn og aðstöðu íþróttamála vísað til faghóps um þróun skólasvæðis til frekari úrvinnslu. Hvenær er áætlað að vinna við framtíðarsýn og hönnun íþróttasvæðis hefjist og með hvaða hætti verður hún unnin?
Svar: Eins og fram kemur í 16. fundargerð faghóps um þróun skólasvæðis á Hellu (sjá lið 19 á þessum fundi) þá er gert ráð fyrir því að þegar jarðvinna við 1. áfanga verður komin á skrið þá verði hafist handa við að undirbúa hönnun á íþróttasvæði. Gera þarf ráð fyrir að uppfærð íþróttaaðstaða þurfi að vera klár áður en framkvæmdir við leikskóla hefjast.

Bókun Á-lista:

Fulltrúar Á-lista minna á mikilvægi þess að lausar lóðir séu auglýstar strax og skipulagsvinnu er lokið.
Fulltrúar Á-lista fagna því að fyrirspurn þeirra hafi leitt til þess að fundað hafi verið með hagsmunaaðilum vegna fiskiræktar í gær, 12. apríl 2022, en óska jafnframt eftir því að fá minnisblað frá þeim fundi um hverjir hafi verið boðaðir á hann, með hvaða fyrirvara og hverjir hafi mætt.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Yngvi Harðarson
Jóhanna Hlöðversdóttir

17.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2022

2201049

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál
Lagt fram til kynningar.

18.Félagsmálanefnd - 99 fundur

2204012

Fundargerð frá 07042022
Lagt fram til kynningar.

19.SASS - 580 stjórn

2204017

Fundargerð stjórnar SASS frá 01042022
Lagt fram til kynningar.

20.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

2002054

Fundargerð 16. fundar frá 28. mars 2022
Lagt fram til kynningar.

21.Stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags

2202017

Upplýsingar um þjónustu sem nú er veitt hjá sveitarfélaginu og upplýsingar frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga um hvort vinna er hafin í þessum efnum á landsvísu.
Lögð fram gögn sem nota má við þessa stefnumörkun samhliða undirbúningi fjárhagsáætlunar næsta árs. Fyrirspurn var gerð til Sambands Íslenskra Sveitarfélaga en svar hefur ekki borist enn.

22.Grænir iðngarðar

2112058

Minnisblað um stöðu verkefnisins
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

23.Hjóla- og göngustígur Hella-Hvolsvöllur

2108027

Minnisblað um stöðu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

24.Flóttamenn frá Úkraínu

2203018

Stutt greinargerð tengiliðs sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

25.Breytt skipulag barnaverndar

2112059

Ályktun frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga
Til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?