21. fundur 08. nóvember 2023 kl. 08:15 - 10:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
 • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
 • Viðar M. Þorsteinsson varamaður
 • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
 • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
 • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
 • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna myndu bætast við eitt mál, liður 31, 8. fundur Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar.

Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2301081

Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda síðan í október.
Fylgiskjöl:

2.Tillaga að útsvarshlutfalli fyrir árið 2024

2311008

Tillaga er að hálfu byggðarráðs um að útsvarshlutfall fyrir árið 2024 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,74%.

Samþykkt samhljóða.

3.Helluvað. Kauptilboð vegna íþróttavallasvæðis

2311011

Lagt fram kauptilboð Rangárþings ytra vegna kaupa á 8,59 ha spildu úr landi Helluvaðs, landnúmer 164505 undir íþróttasvæði á Hellu að fjárhæð kr. 34.385.600.

Lagt til samþykkja kauptilboðið og fela sveitarstjóra að undirritað það f.h. sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

4.Málefni landbúnaðar og staða bænda

2311010

Sveitarstjórn Rangárþings ytra leggur eftirfarandi ályktun um málefni landbúnaðar og stöðu bænda:

Tekið stutt fundarhlé.

Sú staða sem bændur standa frammi fyrir og þær rekstraraðstæður sem við þeim blasa, veldur sveitarstjórn Rangárþings ytra afar þungum áhyggjum.

Rekstrargrundvöllur margra búa er með öllu brostinn, vegna mikilla kostnaðarhækkana á aðföngum, hás vaxtastigs og lausafjárskorts. Landbúnaður, matvælaframleiðsla og afleidd störf eru burðarás í atvinnulífi Rangárþings.

Meðalaldur bænda er frekar hár, aðstæður til nýliðunar í landbúnaði eru erfiðar og því virðist blasa við fjöldaflótti úr greininni.

Sveitarstjórn skorar á ríkisvaldið að grípa tafarlaust til aðgerða gagnvart þeim erfiðu aðstæðum sem bændur standa frammi fyrir og framfylgja með því þeirri stefnu sem þegar hefur verið mörkuð um sjálfbærni og fæðuöryggi þjóðarinnar.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

5.Lánasjóður sveitarfélaga. Framkvæmdalán Vatnsveitunnar.

2311005

Ákvörðun um veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánssamningi vegna láns Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps frá Lánasjóði sveitarfélaga:

Sveitarstjórn Rangárþings Ytra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Vatnsveitu Rangárþing ytra og Ásahrepps hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 70.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Jóni G Valgeirssyni, sveitarstjóra, kt. 060568-4809, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

6.KPMG. Breyting á regluverði.

2311007

Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþings ytra ráði Rut Gunnarsdóttur, kt. 141075-3819, verkefnastjóra hjá KPMG, sem regluvörð þar sem Kristín Aðalheiður Birgisdóttir, sem gegnt hefur starfinu á vegum KPMG, er að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Ása Kristín Óskarsdóttir verður áfram staðgengill regluvarðar.

Samþykkt samhljóða.

7.Styrkumsókn 2024 - Sigurhæðir

2310090

Lögð fram beiðni Sigurhæða um styrk vegna starfsársins 2024 að fjárhæð kr. 778.937.

Lagt til að veita styrk vegna ársins 2024 að fjárhæð kr. 400.000.

Samþykkt samhljóða.

8.Landmannalaugar. Staða mála vegna bílastæða við Námskvísl.

2308026

Minnisblað vegna Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
Lagt fram minnisblað Markaðs- og kynningarfulltrúa varðandi stöðu á styrkveitingu frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna Landmannalauga og kostnað sveitarfélagsins vegna vinnu vegna framkvæmdaleyfis og tengdra mála varðandi grjótvörn og bílastæði við Námskvísl.

Tekið stutt fundarhlé.

Sveitarstjórn lýsir þungum áhyggjum af stöðu mála. Landmannalaugar eru ein verðmætasta náttúruperla Íslands. Svæðið er viðkvæmt og um langt skeið verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar vegna of mikils álags af manna völdum. Sveitarstjórn tekur undir bókun ráðgjafarnefndar Friðlands að Fjallabaki frá 2. fundi nefndarinnar frá 11. okt. s.l.

Sveitarstjórn skorar á Umhverfisstofnun að beita þeim valdheimildum sem stofnunin hefur til að takmarka umferð og loka svæðinu tímabundið næsta sumar vegna aðstöðuleysis. Einnig er skorað á forsætisráðuneytið að greiða úr þeirri flækju sem komin er upp á svæðinu, að styðja við nauðsynlegar framkvæmdir og að tryggja fjármögnun á þeim til verndar viðkvæmri náttúru svæðisins svo það geti áfram verið opið almenningi með sjálfbærum hætti.

Í gildi er samþykkt deiliskipulag fyrir Landmannalaugar og hlutverk sveitarfélagsins er fyrst og fremst það sem snýr að skipulagsmálum svæðisins. Lagt er til að skoðaðar verði leiðir til þess að Umhverfisstofnun taki við öllum framkvæmdum varðandi uppbyggingu innviða í Landmannalaugum.

IPG og JGV tóku til máls.

Samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir við forsætisráðuneytið, Umhverfisstofnun og Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

9.Endurheimt vistkerfa og kolefnisbinding í þjóðlendum - Forsætisráðuneytið

2303014

Beiðni um tilnefningu í nefnd.
Lagt fram erindi frá forsætisráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í nefnd um endurheimt viskterfa og kolefnisbindingu þjóðlendna.

Lagt til að tilnefna Magnús H. Jóhannsson og Guðlaugu Berglind Guðgeirsdóttur til setu í nefndinni.

Samþykkt samhljóða.

10.Foreldrafélag Laugalandsskóla. Bókun aðalfundar

2310064

Lögð fram fundargerð aðalfundar Foreldrafélags Laugalandsskóla, dags. 4. október 2023 ásamt bókun fundarins sem vísað var til sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga Laugalandsskóla.

Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur Foreldrafélagsins og mun leggja áherslu á að þessum verkþáttum verði sinnt á næstunni. Þegar er byrjað að vinna þarfagreiningu og arkitektar hafa þegar komið í vettvangsheimsókn í tengslum við þá vinnu. Við gerð fjárhagsáætlunar 2024 er tekið tillit til þessara ábendinga.

Samþykkt samhljóða.

11.Nýtt hesthúsahverfi - RARIK

2309037

Lagt fram svar Rarik varðandi skilgreiningu Rarik á afmörkun þéttbýlis og dreifbýlis er varðar nýtt hesthúsahverfi á Hellu þar sem skilgreing Rarik er önnur en í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn lýsir miklum vonbrigðum með afstöðu Rarik. Sveitarstjóra falið að leita leiða til að fá þessari afstöðu Rarik hnekkt.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

12.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

2310002

Lagt var fram erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem bent er á að samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.

Lagt til að vísa vinnu við gerð stefnunar til byggðarráðs.

JGV og IPG tóku til máls

Samþykkt samhljóða.

13.Næsti fundur sveitarstjórnar

2311009

Næsti fundur sveitarstjórnar vegna fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2024-2027
Lagt er til að næsti fundur sveitarstjórnar vegna fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2024-2027 verði aukafundur þann 22. nóv. nk. í kjölfar byggðarráðsfundar þar sem fjallað verður um fjárhagsáætlunina. Þar sem um aukafund er að ræða verður ekki beint streymi frá fundinum.

Samþykkt samhljóða.

14.Þrúðvangur 5. beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2310085

Lögð fram beiðni um umsögn frá Sýslumanninum á Suðurlandi þ. 4.10.2023 sl. vegna umsóknar Örvars Kærnested fyrir hönd Miðás hesta ehf, 601222-0510, um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C" á gististað á lóðinni Þrúðvangi 5 á Hellu, Rangárþingi ytra.

Lagt til að gera ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

15.Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis - málasafn 2023

2303006

Umsagnarbeiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um grunnskóla (kristinfræðikennsla).
Lagt fram til kynningar.

16.Byggðarráð Rangárþings ytra - 19

2309010F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.

EÞI tók til máls vegna liðar 8 um viðskiptabanka og lagði fram fyrirspurn. Sveitarstjórn frestar því að taka afstöðu til liðar 8 í fundargerðinni og felur sveitarstjóra að leggja þau gögn fram sem óskað er eftir.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 19 Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri yfir breytingarnar.

  Viðauki 4 gerir ráð fyrir hækkun tekna um 129,8 milljónir og auknum rekstrarkostnaði um kr. 78 milljónir eða samatals hækkun rekstrarniðurstöðu um 51,7 milljónir. Samtals nema áhrif viðauka 1-4 til hækkunar á rekstrarniðurstöðu um kr. 33,2 milljónir.

  Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt til að framlagður viðauki við fjárhagsáætlun 2023 verði samþykktur.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 19 Lagðar fram tillögur vegna endurskoðunar á innkaupastefnu og innkaupareglum sveitarfélagsins sem varðar aðallega uppfærðar viðmiðunarfjárhæðir.

  Byggðarráð leggur til að tillögurnar verði samþykktar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt til að endurskoðuð innkaupastefna og innkaupareglur sveitarfélagsins verði samþykktar.

  JGV tók til máls.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 19 Lögð fram drög að starfslýsingu íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkefnisstjóra Heilsueflandi samfélags í Rangárvallarsýslu.

  Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að starfslýsingu. Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið verði þátttakandi og vísar málinu til heilsu-, íþrótta- og tómastundanefndar til kynningar.

  Samþykkt samhljóða.

  Bókun fundar Lagt til tillaga byggðarráðs um sameiginlegan íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkefnisstjóra Heilsueflandi samfélags í Rangárvallasýslu verði festað þangað til málið hefur verið tekið fyrir í Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd.

  BG og JGV tóku til máls.

  Samþykkt samhljóða.

17.Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 3

2310010F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
 • Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 3 Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi reglur um Samborgara Rangárþings ytra og í framhaldi verði formanni nefndarinnar falið að auglýsa eftir tilnefningum. Bókun fundar Lagt til að fyrirliggjandi reglur um val á Samborgara ársins verði samþykktar.

  Samþykkt samhljóða.

18.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18

2310002F

 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn málsaðila og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu til landeignaskrár til staðfestingar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða fjárhagsáætlun. Nefndin telur þörf á að innheimta fyrir breytingar sem gerðar eru á aðalskipulagi sveitarfélagsins og leggur til að innheimt verði skv. reikningi frá ráðgjöfum sem vinna breytingarnar fyrir hönd sveitarfélagsins. Að auki verði innheimtur umsýslukostnaður og kostnaður vegna lögbundinna auglýsinga og verði sú upphæð uppfærð í 60% af hlutfalli byggingarkostnaðar pr m² vísitöluhúss. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun.
  Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Nefndin telur skýrt að aðkoma að svæðinu verði um aðkomuveg, lóð Köldukinnar L220747 og að varast skuli sérstaklega að raska ekki því svæði sem talið er hafa hátt verndargildi. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði skilgreint sem frístundasvæði fyrir allt að 30 frístundalóðir.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins um stakar framkvæmdir ásamt heimild til starfsemi á landbúnaðarsvæðum og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir við lýsinguna og telur að tillagan taki mið af þeim. Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur til að hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir fund sveitarstjórnar. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir við lýsinguna og telur að tillagan taki mið af þeim. Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur til að hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir fund sveitarstjórnar. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir við lýsinguna og telur að tillagan taki mið af þeim. Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur til að hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir fund sveitarstjórnar. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd vísar til fyrri bókana vegna sama máls og vill árétta að ef uppi er ágreiningur um eignarrétt að viðkomandi lóðum þá þurfa aðilar að leysa hann sín á milli. Sveitarfélagið getur ekki verið úrskurðaraðili í þeim ágreiningi. Nefndin telur ekki ástæðu til að stöðva skipulagsmálin sem komin eru í ferli en leggur til við sveitarstjórn að óskað verði álits lögmanns sveitarfélagsins til aðstoðar við að svara þeim athugasemdum sem um málið hafa borist svo komast megi hjá frekari töfum í skipulagsmálum á svæðinu. Skipulagsfulltrúa verði því falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að gerðar verði breytingar á texta greinargerðar undir E30 í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem efnistökusvæðið verði stækkað úr 1,0 ha í 2,4 ha. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin hefur engin áhrif á aðra en eigendur lands og sveitarfélagið, þrátt fyrir að staðsetning efnistökusvæðisins sé innan fjarsvæðis vatnsverndar. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og brugðist við þeim með samantekt. Nefndin samþykkir meðfylgjandi tillögu til auglýsingar samhliða væntanlegri tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Tekið stutt fundarhlé.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar ábendingar við lýsinguna og telur að búið sé að taka tillit til þeirra í fram lagðri tillögu. Nefndin leggur til að afgreiðslu verði frestað svo unnt verði að meta framtíðarnotkun svæðisins í heild m.a. hvað varðar möguleika til umgengni, útivistar og afþreyingar. Bókun fundar Sveitarstjórn hefur farið yfir og fjallað um deiliskipulagstillöguna og samþykkir framlagða tillögu deiliskipulags og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu á breytingum í aðalskipulagi þar sem núverandi Skógræktar- og landgræðslusvæði verði breytt í iðnaðarsvæði. Jafnframt verði framkvæmt mat um möguleika svæðisins til umgengni, útivistar og afþreyingar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan yrði endurauglýst vegna ákvæða um tímamörk í skipulagslögum. Þær umsagnir sem bárust við fyrri auglýsingu skuli gilda áfram nema umsagnaraðilar óski annars. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  IPG víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd telur að uppfærð tillaga leiði ekki til breytinga á ákvæði um auglýsingu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd telur að uppfærð tillaga leiði ekki til breytinga á ákvæði um auglýsingu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir tillögur Eflu að skipulagi golfvallarins og gerir engar athugasemdir við að vinnu verði fram haldið. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu erindisins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem færsla vegar er langt innan vikmarka í aðalskipulagi.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem gert er ráð fyrir umræddri framkvæmd. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem gert er ráð fyrir umræddri framkvæmd. Þar sem svæðið er innan þjóðlendumarka Landmannaafréttar skal leitað álits Forsætisráðuneytis áður en af veitingu framkvæmdaleyfis verður.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við fram lagða skýrslu á þessu stigi en vísar til ákvæða í leigusamningi á milli sveitarfélagsins og framkvæmdaraðila t.a.m. ákvæði 10. gr. samningsins um starfsleyfi, opinber leyfi og umhverfismat þar sem fram kemur að "Leigutaka eru óheimilar allar framkvæmdir og starfsemi á hinum leigðu spildum áður en hann hefur, á sinn kostnað, aflað allra leyfa og samþykkta opinberra aðila og eftir atvikum veiðifélaga er hagsmuna eiga að gæta vegna þeirra, þ.m.t. Fiskistofu, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar. Þegar samþykki allra umsagnaraðila og leyfisveitenda liggja fyrir með formlegum hætti, þá skulu öll slík formleg samþykki og leyfi skoðast sem hluti þessa leigusamnings. Þannig skulu allar framkvæmdir vera í samræmi við opinber lög og reglur og samkvæmt reglum og samþykktum þeirra veiðifélaga sem hagsmuni kunna að eiga vegna þessa. Sama á við ef afla þarf samþykkta annarra aðila er hagsmuni eiga vegna slíkra framkvæmda. Áður en framkvæmdir eða starfsemi leigutaka hefst varðandi fiskirækt á hinum leigðu svæðum skal samþykki allra opinberra aðila, leyfisveitenda, umsagnaraðila og annarra hagsmunaaðila liggi fyrir, þ.m.t. landeigenda aðliggjandi jarða að Eystri Rangá og jarða er eiga bakkarétt á móti hinum fyrirhuguðu framkvæmdum."

  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að málið fái umfjöllun Umhverfis, -hálendis og samgöngunefndar sveitarfélagsins. Nefndin áskilur sér rétt til umsagnar á síðari stigum, ef ástæða þykir.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um tillöguna og samþykkir hana til áframhaldandi meðferðar. Nefndin telur að þar sem aðalskipulagið hafði ekki verið samþykkt til auglýsingar þegar núverandi tillaga var auglýst, skuli auglýsa tillöguna að nýju. Þær umsagnir sem bárust við fyrri auglýsingu skuli gilda áfram nema umsagnaraðilar óski annars. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 18 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að málið verði unnið áfram í samráði við lögmenn sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.

19.Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 5

2310011F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

20.Oddi bs - 16

2309008F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

21.Oddi bs - 17

2310003F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
 • Oddi bs - 17 Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá fyrir Odda bs fyrir árið 2024. Gjaldskráin gerir ráð fyrir að fæðisgjöld hækki um 8% m.v. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í nóvember (2022-2023), dagvistargjöld í leikskóla hækki um 10% m.v. blandaða vísitölu launa og neysluverðs og gjöld fyrir skóladagheimili hækki um 9,8% m.v. blandaða vísitölu launa og neysluverðs. Lagt til að gjald fyrir hverjar 15 mín umfram 8 klst. vistun verði kr. 2000 á mánuði. Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2024.

  Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt til að gjaldskrá Odda bs. 2024 verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Oddi bs - 17 Lögð er fram og rædd tillaga að fjárhagsáætlun 2024 fyrir Odda bs. Stjórnin hefur átt vinnufund m.a. með öllum skólastjórum byggðasamlagsins og farið yfir þeirra áherslur.
  Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði kr. 1.520.791.000 sem er 10,51% frá áætlun síðasta árs. Framlögin skiptast þannig að hlutur Rangárþings ytra verður kr. 1.311.454.199 og hlutur Ásahrepps kr. 209.336.801. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2023 sem er 242 grunnskólabörn og leikskólabörn sem telja 141,3 barngildi. Tillaga er um að samþykkja fjárhagsáætlun 2024 fyrir Odda bs.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

22.Oddi bs. - vinnufundur - 4

2310009F

Lagt fram til kynningar.

23.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 31

2310007F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
 • Tónlistarskóli Rangæinga bs - 31 Lögð fram rekstraráætlun ársins 2023
  Gert er ráð fyrir:
  Rekstrartekjum að upphæð 154.930.000.-
  Rekstrargjöld að upphæð 154.763.000.- án fjármagnsliða.

  Rekstrarframlög sveitarfélaganna verði 138.322.000.-

  Stjórn samþykkir fjárhagsáætlun og vísar til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.
  Bókun fundar Lagt til að fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Rangæinga 2024 verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.

24.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4

2310006F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4 Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 samtals að upphæð 25 mkr til hækkunar á fjárfestingu og 7,8 mkr í aukinn rekstrarkostnað. Viðaukinn er vegna aukins kostnaðar við stofnlögn frá Suðurlandsvegi í Djúpós og lagnaframkvæmda á Hellu. Einnig vegna aukins vaxtakostnaðar.
  Lagt er til að viðaukanum verði mætt með 70 mkr lántöku. Einnig skal lánið greiða niður 40 mkr skuld Vatnstveitunnar við Rangárþing ytra.

  Samþykkt samhljóða.
  Framkvæmdastjóra falið vinna málið áfram varðandi lántöku.
  Bókun fundar Lagt til að viðauki við fjárhagsáætlun 2023 verði samþykktur.

  Samþykkt samhljóða.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2024. Tillagan gerir ráð fyrir að tekjur verði 128 mkr. og rekstrarniðustaða verði jákvæð um 3,4 mkr. Fjáfesting ársins verði 41 mkr. Gert er ráð fyrir 20 mkr lántöku á árinu.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt til að málinu verði frestað þar til gjaldskrá 2024 verður samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4 Lögð voru fram drög að gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps til skoðunar. Lagt er til að skoða vel mælavæðingu og á þá notendur og fyrirtæki sem eru að nota vatn í annað en heimilishald. Sveitarstjórum og Forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs falið að vinna áfram með gjaldskrá og leggja fyrir á næsta fundi stjórnar Vatnsveitunnar fyrir lok árs. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Samþykkt samhljóða.

25.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 232

2310008F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
 • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 232 Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2023. Gert er ráð fyrir hækkun tekna að upphæð 36 m.kr. og aukinni fjárfestingu að upphæð 12,9 m.kr. Tilfærsla er milli aðkeyptrar þjónustu og launa að upphæð 4,9 m.kr.
  Stjórn samþykkir viðaukann og vísar honum til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.
  Bókun fundar Lagt til að viðauki við fjárhagsáætlun 2023 verði samþykktur.

  Samþykkt samhljóða.
 • 25.4 2310068 Gjaldskrá 2024
  Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 232 Lögð fram tillaga að gjaldskrá 2024. Lagt er til að sorphirðu- og sorpeyðingargjöld verði óbreytt árið 2024. Blandaður úrgangur hækkar lítillega milli ára, plast lækkar og gjald fyrir heimsendan gám hækkar um 3.000 kr. Stjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga. Bókun fundar Lagt til að gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallarsýslu 2024 verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • 25.5 2310067 Rekstraráætlun 2024
  Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 232 Rekstraráætlun 2024 lögð fram. Gert er ráð fyrir að tekjurnar verði 229 m.kr. og gjöld fyrir utan fjármagnsliði 221 m.kr. Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verði 35,9 m.kr. og að fjárfestingar verði 35 m.kr. Stjórn leggur til að fjárfestingar hækki um 3,0 m.kr. vegna starfsmannaðstöðu. Rekstraráætlun er samþykkt með þeim breytingum sem lagt var til og vísað til staðfestingar aðildarsveitarfélaga. Bókun fundar Lagt til að fjárhagsáætlun Sorpstöðvar Rangárvallarsýslu 2024 verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.

26.Húsakynni bs - 6

2310005F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
 • Húsakynni bs - 6 Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 lögð fram til umræðu og samþykktar.
  Gert er ráð fyrir 10 mkr. í fjárfestingu á árinu vegna áframhaldandi vinnu við húsrýmisáætlun og frumdrög teikninga.
  Lögð fram bókun frá aðalfundi Foreldrafélags Laugalandsskóla.
  Lagt til að gerð verði viðhaldsáætlun til næstu fjögurra ára og lögð fram á fyrsta fundi Húsakynna 2024.

  Fjárhagsáætlun samþykkt.
  Bókun fundar Lagt til að fjárhagsáætlun Húsakynna bs. 2024 verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.

27.Byggðarráð - vinnufundur - 15

2310012F

Lagt fram til kynningar.

28.Byggðarráð - vinnufundur - 16

2310013F

Lagt fram til kynningar.

29.Fundargerðir 2023 - Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.

2303086

Fundargerðir 77. og 78. funda stjórnar Brunavarna.

Fjárhagsáætlun 2024 til afgreiðslu.
Lagt til að fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallarsýslu bs. 2024 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

30.Byggðasafnið Skógum. Sjórnarfundur 31.10.2023

2311003

Fjárhagsáætlun Skógarsafnsins til afgreiðslu.
Lagt til að fjárhagsáætlun Byggðarsafnsins í Skógum 2024 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

31.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 8

2311004F

 • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 8 Farið var yfir reglugerðina og hún yfirfarinn og uppfærð. Tillaga send til sveitastjórna til samþykktar. Bókun fundar Lagðar fram endurskoðaðar reglur um val á íþóttamanni ársins í Rangárþingi ytra.

  Lagt til að reglurnar verði samþykktar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 8 Heislu-,íþrótta og tómstundanefnd beinir því til sveitarstjórnar Rangárþings Ytra að fenginn verði utanaðkomandi aðili til að gera úttekt á öryggismálum íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu og geri tillögu að úrbótum ef þörf er á.

  Samhliða þessari úttekt verði einnig könnuð staða sveitarfélagsins varðandi öryggis og tryggingmál þeirra félaga og einstaklinga sem hafa afnot af íþróttamannvirkjum, til að skýra hver ber ábyrgð á notendum mannvirkja sem eru undir lögaldri.
  Bókun fundar Lagt til að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða.

32.Ráðgjafanefnd friðlands að Fjallabaki. Fundargerð 2. fundar

2310066

Ráðgjafanefnd um Friðland að Fjallabaki hefur hefur fjallað um ástandið í Landmannalaugum og bókaði eftirfarandi:

"Sumarið í ár var metsumar og reglulega komu yfir 400 bílar á dag. Svæðið ber ekki þessa miklu bílaumferð og daglega skapast mikil vandræði á bílastæðum. Sökum þrengsla eiga rútur mjög erfitt með að komast inn í Landmannalaugar og reglulega brotna speglar af bílum eða þeir verða fyrir tjóni þegar rútur rekast utan í þá. Gestir neyðast einnig alltof oft til að aka yfir Námskvísl og Laugalækinn þar sem engin bílastæði er að finna norðan við árnar. Þetta veldur því að bílar lenda í vandræðum í vöðunum og drukkna þar margir bílar í hverri viku. Áform um stækkað bílastæði gera ekki ráð fyrir fjölgun bílastæða að neinu ráði, heldur snýr stækkunin aðallega að því að bæta skipulag og koma fyrir rútustæðum. Ljóst að núverandi ástand gengur ekki til frambúðar.

Allir fundarmenn sammála um að skoða þurfi fjöldatakmarkanir í Landmannalaugum. Nefndin felur Umhverfisstofnun að skoða málið frekar og meta þær leiðir sem í boði eru"

Sveitarstjórn tekur undir bókun ráðgjafanefndarinnar.

33.Aðalfundur stjórnar Skógasafns 30.júní 2023

2311002

Lagt fram til kynningar.

34.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2023

2301060

Fundargerðir 935. og 936. funda stjórnar SÍS.
Lagt fram til kynningar.

35.Fundargerðir stjórnar SASS - 2023

2301063

Fundargerðir 601. og 602. funda stjórnar SASS.
Lagt fram til kynningar.

36.Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis

2304021

Fundargerð 26. fundar frá 23.október s.l.
Lagt fram til kynningar.

37.Fundargerðir 2023. Héraðsnefnd Rangæinga

2310077

Fundargerð Héraðsráðs Héraðsnefndar Rangæinga frá 24. okt. s.l.
Lagt fram til kynningar.

38.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands

2301064

Fundargerð 231. fundar Heilbrigðisnefndar.
Lagt fram til kynningar.

39.Stjórnarfundir 2023 - Bergrisinn

2301078

Fundargerðir 62. og 63. funda stjórnar Bergrisans bs.
Lagt fram til kynningar.

40.Fossabrekkur

2109053

Minnisblað um stöðu verkefna í Fossabrekkum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?