24. fundur 11. júní 2020 kl. 16:00 - 18:20 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskrá fundarins bætist liðir 14. Kjörstjórn - 10 fundur og 15. Forsetakosningar 2020 og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi.

1.Oddi bs - 27

2005004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 27 Skólastjórar kynntu stöðu mannauðsmála gagnvart næsta skólaári. Búið er að ráða í allar stöður í grunnskólunum og leikskólarnir eru fullmannaðir sömuleiðis. Fram kom að afar vel hefur gengið að manna stöður að þessu sinni. Leikskólastjórar fóru yfir reynsluna af þeim aðgerðum í mannauðsmálum sem gripið var til á yfirstandandi skólaári. Fram kom að leikskólastjórar leggja áherslu á að akstursgreiðslur verði áfram og eins að frí verði gefið á milli jóla og nýárs. Lagt fram bréf frá Háskólafélagi Suðurlands varðandi fagháskólanám í leikskólafræðum/fjarnám fyrir leikskólastarfsmenn á Suðurlandi. Námið er tilraunaverkefni í samvinnu Háskóla Íslands, Háskólafélags Suðurlands og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

  Tillaga er um að reglur um akstursgreiðslur og lokun leikskólanna á milli jóla og nýárs gildi áfram fyrir skólaárið 2020-2021.

  Samþykkt samhljóða.


  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Odda bs.

  Samþykkt með 6 atkvæðum, einn situr hjá (ST)
 • Oddi bs - 27 Lagt fram bréf frá foreldrafélagi Laugalandsskóla þar sem hvatt er til skoðunar á því að starfrækja sérstaka tómstundarútu milli Laugalands og Hellu. Einnig hvetur foreldrafélagið til þess að lagfæra bílastæði við Laugalandsskóla og að gólf í íþróttasalnum verði lagfært hið fyrsta.

  Formaður upplýsti að vinna við bílastæði og íþróttagólf eru í ferli á vegum Húsakynna bs og tekur stjórn Odda bs undir hvatningu til Húsakynna bs um að fylgja þeim verkefnum eftir. Þá tekur stjórn Odda bs. undir með foreldrafélagi Laugalandsskóla að rétt sé að kanna grundvöll þess að starfrækja tómstundarútu á svæðinu og hvetur sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna til að taka málið til skoðunar.

  Samþykkt samhljóða.  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Odda bs og að skoðaður verði grundvöllur fyrir rekstri tómstundarútu á svæðinu. Mögulega mætti skoða þetta sameiginlega fyrir öll sveitarfélögin í sýslunni. Sveitarstjóra falið að ræða við sveitarstjóra nágrannasveitarfélaga og kanna fýsileika þess að vinna málið áfram.

  Samþykkt samhljóða.

2.Oddi bs - 28

2005008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 28 Lögð fram til staðfestingar skóladagatöl allra skólanna. Gert er ráð fyrir að allir skólarnir taki þátt í svokölluðum Menntadegi á vegum Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslna þann 12 ágúst n.k. en svokallaður Oddadagur verði í staðinn með breyttu sniði. Gerð hefur verið tilraun til að samræma starfsdaga eins og mögulegt er. Tillaga um að vorfundur Odda bs staðfesti skóladagatölin fyrir skólaárið 2020-2021 og var það samþykkt samhljóða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Odda bs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Oddi bs - 28 Kristín Sigfúsdóttir kynnti drög að þarfagreiningu sem grunnskólar Odda bs hafa unnið í sameiningu. Þarfagreiningin fjallar jöfnum höndum um hug- og vélbúnað sem festa þarf kaup á til að treysta grunn fyrir eflingu náms í upplýsingatækni og forritun. Jafnframt er fjallað um aukið vinnuframlag til þessara þátta. Vorfundur Odda bs leggur til að þarfagreiningunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs fyrir Odda bs með það að markmiði að byggja enn frekar undir þennan þátt skólastarfsins. Jafnframt verði upplýsingatækni og forritun bætt við sem sérstökum áhersluþætti í skólastefnu Odda bs.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Odda bs.

  Samþykkt samhljóða.

3.Byggðarráð Rangárþings ytra - 24

2005005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
Bókun Á-lista við lið 3.3:
Á síðasta byggðarráðsfundi, lið 3.3, var sveitarstjóra falið að vinna að umsóknum um styrki til eflingar virkni, vellíðunar og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID19 og til stuðnings við aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID19 í samráði við byggðarráð, en umsóknarfrestur var til 2. júní s.l. Ekkert samráð var haft við undirritaða um umræddar umsóknir. Undirrituð vonast til að umsóknir hafi verið unnar og sendar en harmar að sveitarstjóri hafi ekki haft samráð við byggðarráð eins og ákveðið var á byggðarráðsfundi.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fulltrúi Á-lista í byggðarráði

Svar sveitarstjóra: Tíminn reyndist full knappur til að skila inn umsókn en frestur fékkst og ekki of seint að eiga samráð við byggðarráð og stefnt að því á næstu dögum.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 24 Tillaga um að styrkja Vísinda- og rannsóknasjóð Suðurlands með 50.000 kr árlegu framlagi næstu 3 árin.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs. Færist á fræðslumál (0481).

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 24 Dagný H. Jóhannsdóttir frkv.stj. Markaðsstofu Suðurlands kom inn á fundinn og kynnti verkefnið en óskað hefur verið eftir að sveitarfélagið Rangárþing ytra taki þátt í því með fjárframlagi að upphæð 75.000 kr auk 80 kr per íbúa, alls 205.670 kr.

  Byggðarráð telur að verkefni sem þetta ætti að hljóta styrk úr sóknaráætlun landshluta með það fyrir augum að það væri alfarið fjármagnað með þeim hætti. Byggðarráð samþykkir þó að taka þátt í verkefninu að því gefnu að önnur sveitarfélög á svæðinu taki þátt í því einnig.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs. Færist á kynningu sveitarfélagsins (2153).

  Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá (MHG,ST,YH).


  Bókun Á-lista:
  Fulltrúar Á-lista sitja hjá þar sem sveitarfélagið er með markaðs- og kynningarfulltrúa í fullu starfi.

  Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  Steindór Tómasson
  Yngvi Harðarson
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 24 Lögð fram drög að samkomulagi við Landsvirkjun varðandi Göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá ofan Þjófafoss. Byggðarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti samkomulag við Landsvirkjun varðandi Göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá ofan Þjófafoss.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 24 Lagt fram minnisblað varðandi kostnað við hönnun og gatnaframkvæmdir í lokaáfanga Ölduhverfis. Ekki er gert ráð fyrir að ráðist verði í þessar framkvæmdir á þessu ári og tillaga er um að frekari ákvörðunum um málið verði vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • 3.11 1907069 Heimgreiðslur
  Byggðarráð Rangárþings ytra - 24 Tillaga um að núverandi reglur um heimgreiðslur gildi til 31. júlí 2021. Sveitarstjóra falið að uppfæra reglurnar í samræmi við þetta og m.t.t. til nýrra reglna um fæðingarorlof og leggja fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs og vísi til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2021. Jafnframt er samþykktur viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2020 sem gerir ráð fyrir aukinni fjárveitingu til heimgreiðslna að upphæð 5 mkr. Viðaukinn kemur til lækkunar á handbæru fé.

  Samþykkt samhljóða.

4.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 10

2005015F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • 4.1 2002038 17. júní 2020
  Atvinnu- og menningarmálanefnd - 10 Tekin var ákvörðun um að hafa hátíðarhöld með breyttu sniði í ár vegna covid-19. Í vinnuskólanum er að hefja störf svokölluð listasmiðja sem hefur komið með þá hugmynd að vera með rafræn skemmtiatriði sem gætu verið sýnd á heimasíðu og facebook síðu sveitarfélagsins. Tillaga þeirra er að taka upp með rafrænum hætti listasýningu, tónlistaratriði og leikþátt eða stuttmynd. Nefndin tekur vel í þá hugmynd og leggur til að ávarp Fjallkonu og ræða nýstúdents verði með sama sniði. Tekin var ákvörðun um að styrkja listasmiðjuna sem tekur verkefnið að sér um 100.000 kr. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að athuga kostnaðinn við að fá ísbílinn til að keyra um á Hellu og gefa börnum ís. Áætlað er að 200.000 kr fari í hátíðarhöldin í ár.

  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • 4.3 2005053 Töðugjöld 2020
  Atvinnu- og menningarmálanefnd - 10 Atvinnu- og menningarmálanefnd vill sjá hvernig málin þróast varðandi covid-19 og hvernig Töðugjöld í ár verði útfærð. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar.

  Samþykkt samhljóða.

5.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 26

2005007F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 26 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 26 Skipulagsnefnd frestar erindinu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 26 Skipulagsnefnd telur fram komnar hugmyndir lóðarhafa vera í samræmi við stefnu skipulagsins fyrir svæðið. Lóðarhafa er bent á að halda sig við hámarksmænishæð skv. gildandi deiliskipulagi svæðisins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 26 Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins og efnisnámu E122 bætt í greinargerð. Þar sem um verulega raskað og ófrágengið svæði er að ræða telur nefndin að um málsmeðferð skuli fara eins og um óverulega breytingu sé að ræða.
  Jafnframt er það niðurstaða nefndarinnar að umrædd áform um efnistöku í þegar röskuðu svæði sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 26 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
  Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 26 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 26 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 26 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 26 Skipulagsnefnd telur að ekki sé um misræmi að ræða heldur sé um bagalegt orðalag að ræða sem þurfi að skerpa á í greinargerð. Varðandi áform um að núverandi sumarbústaður á lóðinni Gíslholt lóð verði stækkaður og að byggt verði nær vatninu og nær þjóveginum en reglugerð heimilar gerir nefndin engar athugasemdir við slík áform en ítrekar að sótt verði um undanþágu frá annars vegar grein 5.3.2.5., lið "d" í skipulagsreglugerð, vegna fjarlægðar frá veginum, og hins vegar grein 5.3.2.14. sömu reglugerðar, vegna fjarlægðar frá vatninu, til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 26 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn vísi málinu til umfjöllunar í vinnuhóp um miðbæjarsvæði á Hellu til frekari úrvinnslu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 26 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 26 Í ljósi þess tíma sem liðinn er frá því að skipulagsferli lauk í síðustu meðferð málsins á árinu 2017 telur skipulagsnefndin að hefja skuli fullt skipulagsferli að nýju. Nefndin telur að með áliti Skipulagsstofnunar frá 12.3.2018 sé ljóst að matsskýrsla framkvæmdaaðila uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt. Því er það álit nefndarinnar að framkvæmdin skuli ekki háð endurskoðun á matsskýrslu.
  Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar að nýju og óskar eftir að fá uppfærða tillögu til afgreiðslu þar sem ýmsar breytingar hafa orðið á aðalskipulagi sveitarfélagsins frá því síðasta tillaga var kynnt.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

6.Húsakynni bs - 11

2006003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Húsakynni bs - 11 Ársreikningur Húsakynna bs fyrir árið 2019 var lagður fram og samþykktur samhljóða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti ársreikning Húsakynna bs fyrir árið 2019.

  Samþykkt samhljóða.
 • Húsakynni bs - 11 Lagður fram og samþykktur samhljóða með smávægilegum orðalagsbreytingum endurskoðaður samningur um tjaldsvæði á Laugalandi. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Húsakynna bs.

  Samþykkt samhljóða.

7.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 211

2005016F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 211 Ársreikningur 2019 lagður fram og kynntur af Klöru Viðarsdóttur. Reksturinn gekk vel á árinu og var vel í samræmi við áætlanir ársins. Hagnaður ársins var 4,4 m.kr. Eigið fé í árslok nam 187,4 m.kr. Ársreikningur 2019 samþykktur samhljóða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti ársreikning Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs fyrir árið 2019.

  Samþykkt samhljóða.

8.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 6

2006002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 6 Lagðar fram upplýsingar um fyrirætlanir Landsvirkjunar um göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá við Búrfell og drög að samningi við landeigendur um framkvæmdina. Tillaga er um að Samgöngu- og fjarskiptanefnd fagni þessari framkvæmd og leggi til að gengið verði frá samkomulaginu fyrir hönd sveitarfélagsins Rangárþings ytra. Samþykkt samhljóða.

  Einnig voru lögð fram gögn til kynningar með upplýsingum um mögulegar undirbúningsframkvæmdir Landsvirkjunar við vegagerð og brúargerð yfir Þjórsá í tengslum við Hvammsvirkjun. Þá var einnig lagt fram minnisblað sveitarstjóra frá fundi með forstöðumönnum Vegagerðarinnar í Suðurumdæmi.

  Í ljósi þess að nánast engar framkvæmdir hafa verið við tengivegi í Rangárþingi undanfarin ár og ekkert fjármagn kom þetta árið úr því aukafjármagni sem veitt var í málflokkinn telur samgöngu- og fjarskiptanefnd mikilvægt að snúa við blaðinu. Í ljósi stöðunnar leggur nefndin til að sveitarstjórn óski eftir fundi með umdæmisstjóra vegagerðarinnar á Suðurlandi til að ræða þessi mál og önnur mikilvægt mál s.s. Sandhólaferjuveg. Jafnframt verði óskað eftir skriflegum rökstuðningi Vegagerðarinnar fyrir þeirri forgangsröðun sem greinilega er unnið eftir. Í framhaldinu verði síðan óskað eftir fundi með samgönguráðherra og þingmönnum svæðisins.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Samgöngu- og fjarskiptanefndar og felur sveitarstjóra að óska eftir fundi hið fyrsta með umdæmisstjóra vegagerðarinnar á Suðurlandi og jafnframt óska eftir skriflegum rökstuðningi fyrir núverandi forgangsröðun verkefna sem unnið er eftir.

  Samþykkt samhljóða.

9.Umhverfisnefnd - 6

2005013F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 7

2005014F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 18

2005046

Fundargerð frá 22052020, taka þarf fyrir liði 11.2,11.3 og 11.4
11.2 Ársreikningur 2019 - Tónlistarskóli Rangæinga
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti ársreikning Tónlistarskóla Rangæinga bs fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða.

11.3 Mannauðsmál Tónlistarskólans
Sveitarstjórn Rangárþings ytra fagnar því að gengið hefur verið frá ráðningu á nýjum skólastjóra og óskar Söndru Rún Jónsdóttur velfarnaðar í starfi. Sveitarstjórn vill jafnframt nota tækifærið og færa Sigurgeir Guðmundssyni, sem hefur sinnt starfinu tímabundið síðasta skólaár, bestu þakkir fyrir vel unnin störf.

Samþykkt samhljóða.

11.4 Skóladagatal 2020-2021
Tillaga er um að sveitarstjórn stafesti fyrir sitt leyti skóladagatal Tónlistarskóla Rangæinga bs. fyrir skólaárið 2020-2021.

Samþykkt samhljóða.

12.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 19

2006018

Fundargerð frá 5. júní 2020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Bergrisinn - fundur 17

2006026

13.4 Verklagsreglur um stuðningsfjölskyldur og reglur um NPA.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti reglur Bergrisans bs um verklagsreglur um stuðningsfjölskyldur og reglur um NPA.

Samþykkt samhljóða.

14.Kjörstjórn - 10 fundur

2006034

Fundargerð frá 11062020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

15.Forsetakosningar 2020

2006032

Bréf frá Þjóðskrá og framlagning kjörskrár.
Farið var yfir kjörgögn frá Þjóðskrá Íslands. Tillaga um að staðfesta og leggja fram fyrirliggjandi kjörskrá vegna forsetakosninga sem fram munu fara laugardaginn 27. júní n.k.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

16.Ársreikningur Odda bs 2019

2003023

Til staðfestingar.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti ársreikning Odda bs fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða.

17.Ársreikningur Vatnsveitu 2019

2005015

Til staðfestingar.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti ársreikning Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða.

18.Ársreikningur 2019 - S1-3 hf

2004020

Til staðfestingar.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti ársreikning Suðurlandsvegar 1-3 hf fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða.

19.Ársreikningur 2019 Rangárljós

2006020

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti ársreikning Rangárljósa fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða.

20.Ársreikningur 2019

2004030

Til seinni umræðu.
Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2019 var staðfestur af byggðaráði fimmtudaginn 30. apríl 2020 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar fimmtudaginn 14. maí 2020 og var vísað til seinni umræðu. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn.

Ársreikningurinn hefur að geyma samantekin reikningsskil fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A og B hluta starfsemi sveitarfélagsins sbr. 60.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Rangárljós og Suðurlandsvegur 1-3 hf.

Rekstrartekjur A og B hluta á árinu námu kr. 2.011 milljónum. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um kr. 164 milljónir. Eigið fé í árslok 2019 var 1.963 milljónir.

Við seinni umræðu um ársreikninginn er jafnframt lögð fram lokaútgáfa endurskoðunarskýrslu.

Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2019.

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við rekstur innan ramma fjárhagsáætlunar sem skilar sér í bættri afkomu.

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista taka undir bókun sveitarstjórnar varðandi ársreikning sveitarfélagsins og margt jákvætt má lesa út úr honum. Fulltrúar Á-lista vilja þó vekja athygli á viðvarandi tapi Suðurlandsvegar 1-3 hf. Árið 2019 var félagið rekið með 20 milljón króna tapi en heildartap félagsins á árunum 2010-2019 er alls nærri 170 milljónum króna. Eignarhlutur Rangárþings ytra er nú tæp 70%. Á 37. fundi sveitarstjórnar, 10. maí 2017, samþykkti sveitarstjórn samhljóða að selja hlut Rangárþings ytra í Suðurlandsvegi 1-3 hf., enda fellur rekstur þess félags ekki undir lögbundna starfsemi sveitarfélaga. Fulltrúum Á-lista þykir mjög miður að þessari ákvörðun hafi ekki verið fylgt eftir af fullri alvöru og hvetja til þess að það verði eitt af forgangsverkefnum sveitarstjórnar að selja þennan eignarhluta. Þrátt fyrir þessa ábendingu hafa fulltrúar Á-lista fulla trú á að hægt verði að snúa rekstrinum við til hins betra í höndum einkaaðila.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Bókun D-lista
Fulltrúar D-lista hafa fulla trú á því Suðurlandsvegur 1-3 hf eigi góða framtíð en nú er staðan sú að fasteign félagsins er fullnýtt og öll leigjanleg rými í útleigu. Jafnframt er að ljúka endurfjármögnun félagsins sem mun verða til hagsbóta. Ekkert er því til fyrirstöðu að selja hlut sveitarfélagsins en finna þarf rétta tímann til þess.

21.Samþykktir fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu bs

1806033

Endurskoðuð samþykkt um meðhöndlun úrgangs lögð fram til seinni umræðu.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu er lögð fram til annarrar umræðu og lokaafgreiðslu. Vísað er til fyrri umræðu sveitarstjórnar á 19. fundi, 2. dagskrárlið.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir samhljóða framlagða samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

22.Skipan byggðarráðs

2006025

Skipan sveitarstjórnarfulltrúa í byggðarráð.
Tillaga er um að skipan byggðarráðs verði óbreytt fyrir árið 2020-2021.

Samþykkt samhljóða.

23.Fundaáætlun sveitarstjórnar og byggðaráðs 2020

1912012

Fundaáætlun og sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að sumarleyfi sveitarstjórnar árið 2020 verði frá 12. júní til 31. ágúst. Byggðarráði er veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar. Jafnframt er lögð fram tillaga um að áætlaður byggðarráðsfundur þann 23. júli falli niður og byggðarráði falið að meta hvort boða þurfi til aukafundar á tímabilinu fram til næsta reglubundna fundar ráðsins þann 27. ágúst n.k.

Breytingartillaga Á-lista:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sumarleyfi sveitarstjórnar verði stytt og sveitarstjórn fundi næst 20. ágúst 2020.

Greinargerð:
Núverandi fundaráætlun gerir ráð fyrir að sveitarstjórn sé í sumarleyfi frá 12. júní til 10. september 2020 eða í þrjá mánuði. Undirrituð telja þetta allt of langt leyfi miðað við almennan vinnumarkað þar sem fulltrúar í sveitarstjórn fá greitt þessa mánuði sem aðra fyrir setu í sveitarstjórn og einnig er hætta á að fulltrúar verði illa upplýstir í þriggja mánaða leyfi. Undirrituð telja að stjórnsýslan verði betri með því að stytta sumarleyfi sveitarstjórnar þar sem fullskipuð sveitarstjórn kemur að afgreiðslu mála en ekki einungis fulltrúar í byggðarráði. Ekki síður er það mikilvægt í þessum sérstöku aðstæðum sem heimsfaraldurinn Covid-19 hefur valdið.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Breytingartillagan var borin undir atkvæði, 3 voru samþykkir (MHG,ST,YH) og 4 voru á móti (BG,HE,HT,ÁS). Breytingartillagan er felld.

Upphaflega tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum (ÁS,HE,HT,ÁS), 3 sátu hjá (MHG,ST,YH).

Bókun D-lista
Að okkar mati er ágætt að miða við hefðbundið fyrirkomulag en sjálfsagt að boða til sveitarstjórnarfundar hvenær sem er gerist þess þörf.
´
Björk Grétarsdóttir
Haraldur Eiríksson
Hjalti Tómasson
Ágúst Sigurðsson

24.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Ýmsar upplýsingar.
Lagðar fram ýmsar upplýsingar varðandi COVID19.

25.Tæming rotþróa í Ry

1407001

Niðurstöður útboðs og næstu skref.
Fyrir liggja tvö tilboð í tæmingu rotþróa í sameiginlegu útboði Rangárþings ytra og Rangárþings eystra. Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda sem er Stífluþjónusta Suðurlands ehf. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn fyrir sitt leyti að leitað verði samninga við móttökustöðina á Flúðum um hreinsun, verkun og afsetningu á seyru. Byggðarráði er falið að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun þegar samningar liggja fyrir og sérstakar reglur og gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróa.

Samþykkt samhljóða.

26.Lundur - stjórnarfundur 5

2006017

Fundargerð frá 6. júní 2020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

27.Rangárbakkar - fundargerðir 2020

2006028

Frá 27042020
Lagt fram til kynningar.

28.Rangárhöllin - fundargerðir 2020

2006027

Frá 27042020
Lagt fram til kynningar.

29.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

2002054

Fundargerð frá 03062020
Lagt fram til kynningar.

30.HES - stjórnarfundur 205

2006030

Fundargerð frá 02062020
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

31.SASS - 558 stjórn

2006031

Fundargerð frá 22052020
Lagt fram til kynningar.

32.EFS - bréf til sveitarstjórna

2005039

Vegna Covid19 ofl.
Lagt fram til kynningar.

33.Þakkarbréf

2005058

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Lagt fram til kynningar.

34.Úrbætur í fráveitumálum

1809003

Bréf frá Sambandi Ísl. Sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

35.Aðalskráning fornleifa í Rangárþingi ytra

2006029

Áfangaskýrsla IV
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?