Oddviti lagði til að við bættist liður 9 Fundargerð hálendisnefndar og liður 17. Ársreikningur Rangárljósa 2016 og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Áður en gengið var til dagskrár fóru sveitarstjóri og oddviti yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.
1.Fundaáætlun sveitarstjórnar 2017
1611055
Tillögur að sumarleyfi sveitarstjórnar og heimild byggðarráðs til fullnaðarákvörðunar.
Fundir sveitarstjórnar, það sem eftir lifir ársins 2017, eru áætlaðir þann 13. september; 11. október; 8 nóvember; 29 nóvember og 13 desember.
Lögð fram tillaga um að sumarleyfi sveitarstjórnar árið 2017 verði frá 15. júní til 31. ágúst. Byggðarráði er veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar. Jafnframt er lögð fram tillaga um að áætlaður byggðarráðsfundur þann 19. júli falli niður og byggðarráði falið að meta hvort boða þurfi til aukafundar á tímabilinu fram til næsta reglubundna fundar ráðsins þann 23. ágúst n.k.
Samþykkt samhljóða
Lögð fram tillaga um að sumarleyfi sveitarstjórnar árið 2017 verði frá 15. júní til 31. ágúst. Byggðarráði er veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar. Jafnframt er lögð fram tillaga um að áætlaður byggðarráðsfundur þann 19. júli falli niður og byggðarráði falið að meta hvort boða þurfi til aukafundar á tímabilinu fram til næsta reglubundna fundar ráðsins þann 23. ágúst n.k.
Samþykkt samhljóða
2.Þjóðgarður á miðhálendinu
1706009
Fundarboð vegna kynningar á vinnu nefndar um könnun á forsendum fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Fundarboðið lagt fram til kynningar.
3.Sjálfbært Suðurland
1609005
Ráðstefna um úrgangsmál og sameiginlega hagsmuni 7. september 2017.
Lagt fram til kynningar.
4.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 850 fundur
1705062
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.SASS - 519 stjórn
1705064
Fundargerð frá 05052017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 187
1706003
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 188
1706004
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8.Lögreglusamþykkt fyrir Suðurland
1706012
Tillaga að sameiginlegri Lögreglusamþykkt fyrir Suðurland
Lögð fram tillaga að sameiginlegri Lögreglusamþykkt fyrir Suðurland til fyrri umræðu.
Tillaga um að vísa samþykktinni til seinni umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga um að vísa samþykktinni til seinni umræðu.
Samþykkt samhljóða.
9.Þrúðvangur 37, Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II.
1705067
Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Welcome Apartment ehf., kt. 631110-0100 um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, tegund "C" í gistihúsi forsvarsmanns við Þrúðvang 37 á Hellu, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II, tegund "C" í gistihúsi forsvarsmanns við Þrúðvang 37 á Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
10.Þrúðvangur 32, Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II.
1705068
Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Welcome Apartment ehf., kt. 631110-0100 um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, tegund "B" í húsnæði forsvarsmanns við Þrúðvang 32 á Hellu, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II, tegund "B" í húsnæði forsvarsmanns við Þrúðvang 32 á Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
11.Ársreikningur 2016 Rangárljós
1706017
Frágangur ársreiknings vegna Rangárljósa fyrir árið 2016
Lagður fram og staðfestur ársreikningur 2016 fyrir Rangárljós.
12.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2017
1702009
16.1 Hver er staðan á söluferli á eignarhluta Rangárþings ytra í Suðurlandsvegi 1-3 hf.?
Sveitarstjóri upplýsti að málið hafi verið kynnt fyrir meðeigendum og að málið sé í undirbúningi í samráði við fasteignasala.
Tillaga um söluferli.
Fulltrúar Á-lista leggja til að sveitarstjóra verði falið að leita tilboða um sölu á eignarhluta Rangárþings ytra í Suðurlandsvegi 1-3 hf. hjá a.m.k. tveimur fasteignasölum og kynna fyrir byggðarráði á reglulegum fundi þess í ágúst.
Yngvi Karl Jónsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Sigdís Oddsdóttir
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
16.2 Fulltrúar Á-lista óska eftir að fá kynningu á handriti um sögu Hellu , annað hvort 21. eða 23. júní næstkomandi.
Sveitarstjóra falið að undirbúa slíka kynningu.
Samþykkt samhljóða.
16.3 Tillaga um að Yngvi Karl Jónsson taki sæti Margrétar Hörpu Guðsteinsdóttur sem aðalmaður í Byggðaráði og þar með aðalmaður í Odda bs og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varamaður í Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri upplýsti að málið hafi verið kynnt fyrir meðeigendum og að málið sé í undirbúningi í samráði við fasteignasala.
Tillaga um söluferli.
Fulltrúar Á-lista leggja til að sveitarstjóra verði falið að leita tilboða um sölu á eignarhluta Rangárþings ytra í Suðurlandsvegi 1-3 hf. hjá a.m.k. tveimur fasteignasölum og kynna fyrir byggðarráði á reglulegum fundi þess í ágúst.
Yngvi Karl Jónsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Sigdís Oddsdóttir
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
16.2 Fulltrúar Á-lista óska eftir að fá kynningu á handriti um sögu Hellu , annað hvort 21. eða 23. júní næstkomandi.
Sveitarstjóra falið að undirbúa slíka kynningu.
Samþykkt samhljóða.
16.3 Tillaga um að Yngvi Karl Jónsson taki sæti Margrétar Hörpu Guðsteinsdóttur sem aðalmaður í Byggðaráði og þar með aðalmaður í Odda bs og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varamaður í Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
13.Kjör kjörinna fulltrúa og greiðslur fyrir nefndarstörf
1706013
Tillögur um fyrirkomulag.
Tillaga er um að í stað þess að nefndarlaun kjörinna fulltrúa í Rangárþingi ytra og greiðslur fyrir nefndarstörf fylgi þingfararkaupi þá verði þau hækkuð sem hér segir frá og með 1. nóvember 2016:
Nefndarlaun greidd mánaðarlega:
Oddviti sveitarstjórnar hækkar úr 228.882 í 295.550
Sveitarstjórnarmenn hækkar úr 76.294 í 98.517
Varamenn hækkar úr 22.888 í 29.555
Formaður hreppsráðs hækkar úr 76.294 í 98.517
Hreppsráðsmenn hækkar úr 38.147 í 49.258
Varamenn hækkar úr 22.888 í 29.555
Nefndarlaun sem greidd eru fyrir hvern fund:
Formenn annara nefnda hækkar úr 22.888 í 29.555
Almennir nefndarmenn hækkar úr 15.259 í 19.703
Hækkunin nemur 29,13% og aðrar greiðslur samkvæmt samþykktunum hækka í sama hlutfalli frá sama tíma. Nefndarlaunin verði endurskoðuð árlega samhliða gerð fjárhagsáætlunar fyrir hvert ár. Næsta endurskoðun verður í lok þessa árs vegna ársins 2018.
Laun sveitarstjóra verða frá 1. nóvember 2016 í hlutfallinu 1,2 af
þingfararlaunum í stað 1,55 og fylgja því hlutfalli út ráðningartímann samkvæmt ráðningarsamningi.
Samþykkt samhljóða.
Nefndarlaun greidd mánaðarlega:
Oddviti sveitarstjórnar hækkar úr 228.882 í 295.550
Sveitarstjórnarmenn hækkar úr 76.294 í 98.517
Varamenn hækkar úr 22.888 í 29.555
Formaður hreppsráðs hækkar úr 76.294 í 98.517
Hreppsráðsmenn hækkar úr 38.147 í 49.258
Varamenn hækkar úr 22.888 í 29.555
Nefndarlaun sem greidd eru fyrir hvern fund:
Formenn annara nefnda hækkar úr 22.888 í 29.555
Almennir nefndarmenn hækkar úr 15.259 í 19.703
Hækkunin nemur 29,13% og aðrar greiðslur samkvæmt samþykktunum hækka í sama hlutfalli frá sama tíma. Nefndarlaunin verði endurskoðuð árlega samhliða gerð fjárhagsáætlunar fyrir hvert ár. Næsta endurskoðun verður í lok þessa árs vegna ársins 2018.
Laun sveitarstjóra verða frá 1. nóvember 2016 í hlutfallinu 1,2 af
þingfararlaunum í stað 1,55 og fylgja því hlutfalli út ráðningartímann samkvæmt ráðningarsamningi.
Samþykkt samhljóða.
14.Oddi bs - 15
1704011F
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
-
Oddi bs - 15 HH kom til fundar og greindi frá undirbúningi á opnun nýrrar leikskóladeildar á Laugalandi. Undirbúningur miðar við að ný leikskóladeild opni í haust í s.k. Miðgarði og fyrrum skrifstofurými Holta- og Landssveitar. Gera má ráð fyrir að framkvæmdakostnaður við að opna nýja deild nemi allt að 10 m. króna. HH/ÁS munu senda á stjórnina uppfærða kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdirnar um leið og málin skýrast betur.
Stjórn Odda bs. áætlar að ný leikskóladeild verði opnuð 1. september n.k. og leggur til að Húsakynnum bs verði falið að sjá um þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að svo megi verða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Odda bs. og byggðarráði er falið að undirbúa viðauka vegna verkefnisins í samræmi við endanlega fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
15.Erindi Íbúðalánasjóðs
1706006
Erindi frá Íbúðalánasjóði varðandi viðræður um kaup á þeirra fasteignum
Lagt fram til kynningar.
16.Ósk um niðurfellingu
1705066
Sóknarnefnd Árbæjarkirkju óska eftir niðurfellingu eða styrk á móti álögðum fasteignagjöldum
Tillaga er um að veita sóknarnefnd Árbæjarkirkju styrk á móti álögðum fasteignaskatti fyrir árið 2017.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
17.Netaveiðileyfi 2017
1705063
Þrjú tilboð bárust í veiðirétt sveitarfélagsins í Veiðivötnum. Um er að ræða veiðirétt næstu þrjú veiðitímabil, þ.e. fyrir árin 2017 til og með 2019.
Tillaga er um að taka tilboði frá Guðmundi M. Stefánssyni kr. 750.000 í netaveiðiréttinn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
18.Þjóðlendur. Úthlutun lóða á hálendi
1704051
Rangárþing ytra hefur auglýst til útlutunar og nýtingar nokkrar lóðir innan Rangárvallaafréttar skv. fyrirmælum Forsætisráðuneytis sbr. skilmála í þjóðlendulögum. Lagðir eru fram lóðarleiguasmningar til kynningar og yfirferðar. Forsætisráðuneytið hefur þegar samþykkt form lóðarleigusamningsins fyrir sitt leyti. Einnig eru lögð fram drög að sérsamningi vegna reksturs á tjaldsvæðum á hálendi. Taka þarf afstöðu til upphæðar á leigugjaldi fyrir slík svæði.
Tillaga er um að fela sveitarstjóra að undirbúa tillögu að leigugjaldi og leggja fyrir byggðarráð til ákvörðunar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
19.Hálendisnefnd - 4
1706002F
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
-
Hálendisnefnd - 4 Nefndin hefur farið yfir málið fyrir sitt leyti. Nefndin leggst gegn því að veitt verði leyfi til kvikmyndatöku á svæðum 2 og 3 samkvæmt innsendu erindi. Nefndin leggst ekki gegn kvikmyndatökum á Svæðum 1, 4 og 5 þar sem Umhverfisstofnun hefur þegar veitt leyfi til.
Helstu rök fyrir afstöðu nefndarinnar eru:
- Ekki er æskilegt að allur sá bílafloti sem tilgreindur er í umsókninni aki um svæði 2 og 3 vegna einstakrar náttúru svæðisins. Á þessu svæði eru engir vegir ætlaðir slíkri umferð.
- Á svæðum 1, 4 og 5 hefur áður verið gefið leyfi til kvikmyndatöku og nefndin telur þau því ákjósanleg.
- Nefndin hefur áhyggjur af ímynd landsins þegar veitt eru leyfi til kvikmyndatöku líkt og hér um ræðir.
- Nefndin hvetur sveitarstjórn til þess að standa vörð um einstaka náttúru á afréttum sveitarfélagsins.
Bókun fundar Hálendisnefnd hefur fjallað um málið og sveitarstjórn tekur undir bókun hennar. Hún ályktaði sem svo að ekki væri æskilegt að allur sá bílafloti sem tilgreindur var í umsókninni aki um svæði 2 og 3. Forsendur umsóknarinnar hafa breyst og umfang umferðar hefur verið minnkað verulega á viðkomandi svæðum í samræmi við niðurstöðu hálendisnefndar. Tillaga er um að sveitarstjórn fallist á kvikmyndatökur á svæðum 2 og 3 í samræmi við breyttar forsendur varðandi takmörkun á stærð og þunga bíla og búnaði á umræddum svæðum. Fulltrúi frá sveitarfélaginu mun fara í eftirlitsferð í upphafi verkefnis og eftir að frágangi lýkur. Sveitarfélagið mun innheimta gjald u.þ.b. 350.000 kr til þess að standa straum af kostnaði vegna verkefnisins.
Sveitarstjórn tekur undir með hálendisnefnd að það beri að standa vörð um einstaka náttúru á afréttum sveitarfélagsins. Jafnframt ályktar sveitarstjórn að mikilvægt sé að sveitarfélagið eigi aðkomu að málum sem þessum á fyrstu stigum og að náið samráð umhverfisstofnunar við sveitarfélagið um afgreiðslu mála af þessu tagi verði tryggt.
Samþykkt samhljóða.
-
Hálendisnefnd - 4 Nefndin hefur kynnt sér skýrsluna Ástand friðlýstra svæða 2016. Nefndin leggur áherslu á að sveitarfélagið og Umhverfisstofnun vinni saman að því að á næstu tveimur árum verði Friðland að Fjallabaki komið af rauða listanum. Nefndin er reiðubúin til þess að leggja sitt af mörkum til þess að svo megi verða.
Nefndin vill benda á að í umfjöllun um veikleika Friðlands að fjallabaki er tilgreint að ekki sé til áætlun um áhrif eða stjórn beitar á svæðinu(Friðland að Fjallabaki). Þetta er röng fullyrðing því til eru Landbótaáætlanir fyrir Landmanna- og Rangárvallaafrétt 2016-2026. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn taki undir bókun Hálendisnefndar.
Samþykkt samhljóða.
20.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114
1705003F
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fram lagða tillögu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd telur ekki þörf á lýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum skipulagsstofnunar eftir því sem efni standi til en áréttar að almennt sé deiliskipulag nýtt til að útfæra nánar skilmála um uppbygginu innan svæða. Unnið sé að endurbótum á vatnsveitu sveitarfélagsins og slíkt sé almennt ekki tíundað í aðalskipulagi en þar kemur þó fram að öll byggð skuli njóta nægs vatns og unnið sé markvisst að því að efla þjónustu vatnsveitunnar. Varðandi umferð um Árbæjarveg þá sé hann tengivegur þar sem von er á almennri umferð og að ekki standi til að ráðast í rannsóknir á umferðarflæði í tengslum við umrædda breytingu.
Nefndin telur þó rétt að óskað verði eftir að umrætt svæði verði leyst úr landbúnaðarnotum eins og farið er fram á og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá því. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Núverandi lóð er á skilgreindu frístundasvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd vill árétta að erindið gagnvart girðingum snýr að samþykktum sumarhúsafélagsins.
Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að borun heitavatnsholu sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsfulltrúa er því falið að ganga frá útgáfu framkvæmdaleyfis. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd telur að það eigi ekki við að Rangárþing ytra sé umsagnaraðili. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd telur að framkvæmdaraðili hafi brugðist vel við athugasemdum sem lúta að vernd umhverfis og mótvægisaðgerðum sé lýst vel í meðfylgjandi greinargerð. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á frekari rannsóknum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd leggur til að ekki verði veitt heimild til stöðuleyfis í Landmannalaugum þar sem gerð deiliskipulags fyrir svæðið er í vinnslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd samþykkir fram lögð áform lóðarhafa. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóðina þegar staðfesting á eignarhaldi hans liggur fyrir. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi til að mæta óskum um fjölda íbúða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 114 Skipulagsnefnd telur að veitingarekstur samræmist þeim skilmálum sem settir eru fram í ákvæðum aðalskipulags sveitarfélagsins um starfsemi innan fjallaselja. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
21.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 30
1705008F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
22.Húsakynni bs - 16
1705011F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
23.Oddi bs - 16
1705010F
Víasð er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
-
Oddi bs - 16 Menntamálastofnun í samvinnu við Odda bs. hefur nú lokið ytra mati á grunnskólanum á Hellu og Laugalandsskóla. Úttektaraðilar hafa lagt fram skýrslur fyrir hvorn skóla um sig auk sérstakrar samantektar á helstu niðurstöðum. Úttektarskýrslurnar verða nú birtar á heimasíðum sveitarfélaganna og skólanna og starfsmenn og foreldrar hvattir til að kynna sér efni þeirra. Í úttektarskýrslunum koma fram margar gagnlegar ábendingar sem verða nú teknar til skoðunar í hvorum skóla fyrir sig og er því beint til skólanna að greina þessi atriði og hrinda umbótum í framkvæmd. Almennt má segja að niðurstaða ytra matsins er einstaklega ánægjuleg fyrir báða grunnskólana og sannarlega ástæða til að óska skólastjórnendum, starfsfólki, nemendum og íbúum til hamingju með frábært skólastarf sem einkennist af skólabrag til algjörrar fyrirmyndar. Bókun fundar Sveitarstjórn fagnar ánægjulegum niðurstöðum úr ytra mati fyrir grunnskóla Odda bs. og leggur áherslu á að fylgja þeim gagnlegu ábendingum eftir sem fram koma í skýrslunum.
-
Oddi bs - 16 3.1 Eftirfylgni við skólastefnu
Skólastjórnendur fóru yfir þau atriði sem skólastefna Odda bs. gerir ráð fyrir að séu tekin fyrir í lok skólaársins. Særún Sæmundsdóttir kynnti fyrirkomulag og niðurstöður innra mats hjá Grunnskólanum á Hellu og Thelma María Marinósdóttir fór yfir innra mat Laugalandsskóla. Þá greindi Sigurjón Bjarnason frá árangri við lestrarþjálfun við Laugalandsskóla. Auður Erla Logadóttir fór yfir innra mat og atriði til eftirfylgni hjá Heklukoti. Sigrún B. Benediktsdóttir og Hafdís Ásgeirsdóttir fóru yfir stöðu mála hjá Leikskólanum á Laugalandi.
3.2 Reglubundin endurskoðun á skólastefnunni
Skólastefna Ásahrepps og Rangárþings ytra var samþykkt árið 2016 en í henni er gert ráð fyrir að endurskoðun fari fram annað hvert ár og í fyrsta sinn í lok skólaárs 2017. Ekki þykir ástæða til að gera breytingar á skólastefnunni að sinni.
Bókun fundar Tillaga er um að staðfesta f.h. Rangárþings ytra óbreytta skólastefnu Ásahrepps og Rangárþings ytra til næstu tveggja ára.
Samþykkt samhljóða.
24.Byggðarráð Rangárþings ytra - 36
1705009F
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
-
Byggðarráð Rangárþings ytra - 36 Lögð fram tillaga að húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið. Byggðarráð leggur til að húsnæðisáætluninin verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið.
Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Rangárþings ytra - 36 Tillaga að umsögn liggur fyrir. Byggðarráð leggur til að hún verði send fyrir hönd sveitarstjórnar til skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
25.Íþrótta- og tómstundanefnd - 11
1702013F
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 11 Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar fór yfir hvað er gert til þess að hvetja alla til þess að fara eftir settum reglum. Öllum erlendum gestum er sagt frá því að þeir verði að baða sig án sundafata og skilti þess efnis í sundlaugunum. Umhverfisstofnun er að vinna að gerð nýrra skilta sem eiga að vera meira áberandi en þau sem eru nú til staðar. Nefndin leggur til að unnið verði að því að setja upp afmarkað einstaklingssvæði í karla og kvennaklefa til reynslu. Bókun fundar Tillaga er um að fela sveitarstjóra að láta kostnaðarmeta uppsetningu á afmörkuðum einstaklingssvæðum í karla og kvennaklefa og leggja fyrir byggðarráð.
Samþykkt samhljóða. -
Íþrótta- og tómstundanefnd - 11 Starfsmaður nefndarinnar fór yfir framkomnar hugmyndir um útivistarsvæði í Nesi. Strandblakvöllur, minigolf, grillsvæði, útisvið, nýta braggann ásamt fleiri hugmyndum. Næst skref er að láta teikna þær upp gróflega og kostnaðarmeta. Starfsmanni nefndarinnar falið að halda áfram með verkefnið. Bókun fundar Byggðarráði falið að ákvarða með forgangsröðun þegar endanleg kostnaðaráætlun liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.
26.Ungmennaráð Rangárþings ytra - 8
1705005F
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
-
Ungmennaráð Rangárþings ytra - 8 Ungmennaráð leggur til við sveitarstjórn Rangárþings ytra að Rangárþing Ytra og Ásahreppur sameinist um Ungmennaráð og um leið að að skipun Ungmennaráðs í erindisbréfi verði endurskoðað samkvæmt eftirfarandi:
- Ungmenna og íþróttafélög ásamt flugbjörgunarsveit tilnefna sameiginlega einn í ungmennaráð og einn til vara til tveggja ára.
- Grunnskólinn á Hellu tilnefnir tvo í ungmennaráð og einn til vara.
- Laugalandsskóli tilnefnir tvo í ungmennaráað og einn til vara.
- Íþrótta og tómstundanefnd tilnefnir einn eldri en 16 ára í ungmennaráð og einn til vara til tveggja ára.
- Sveitastjórn Ásahrepps tilnefnir einn í ungmennaráð og einn til vara.
Þetta myndi taka gildi haustið 2017, en samkvæmt gildandi erindisbréfi skal vera búið að skipa nýtt ungmennaráð fyrir 15. september.
Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Ungmennaráðs.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:15.