FUNDARBOÐ - 4. fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra

FUNDARBOÐ - 4. fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2022-2026 verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, miðvikudaginn 14. september 2022 og hefst kl. 08:15.

Dagskrá:

Almenn mál

1. 2208061 - Samráð sýslumanns og sveitarstjórn

Sýslumaðurinn á Suðurlandi fer yfir verkefni sín

 

2. 2208017 - Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

Yfirlit sveitarstjóra/oddvita

 

3. 2208073 - Ársþing SASS á Hótel Höfn 27. og 28. okt 2022

Skipun í milliþinganefndir og fulltrúa fyrir ársþing SASS 2022

 

4. 2209013 - Grunnsamkomulag um nýtingu lóða innan þjóðlenda

Grunnsamkomulag um lóðir í þjóðlendu milli íslenska ríkinsins og Rangárþings ytra vegna lóða í Álftavatni, Hungurfit, Hvanngili og Króki.

 

5. 2208060 - Merkihvoll 8a

Gagntilboð í lóðina Merkihvol 8a, fasteignanúmer 234-2721

 

6. 2208119 - Skipun stýrihóps um heilsueflandi samfélag

Tilnefning fulltrúa sveitarstjórnar í verkefnahóp Heilsueflandi samfélags í Rangárþingi ytra

 

7. 2206041 - Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

Endurskoðun á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra -fyrri umræða-

 

8. 2108027 - Hjóla- og göngustígur Hella-Hvolsvöllur

Unnið hefur verið að því að kanna möguleikann á lagningu hjóla- og göngustígs á milli Hellu og Hvolsvallar samhliða lagningu rafstrengs Landsnets. Samlegðaráhrifin eru til staðar og Vegagerðin hefur lofað fjármagni til framkvæmda 2025 og 2026. Taka þarf afstöðu til framhalds verkefnisins.

 

9. 2209020 - Frístundastyrkir

Tillaga frá fulltrúum Á-lista um að koma á fót frístundastyrkjum fyrir börn og ungmenni

 

10. 2208107 - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni

 

11. 2208120 - Viljayfirlýsing um græna iðnagarða

Viljayfirlýsing milli Orkideu og Rangárþings ytra um græna iðngarða

 

12. 2209032 - Tillaga D-listans um lækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatts

Fulltrúar D lista leggja til að við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023, verði gerð veruleg lækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatts vegna álagningar ársins 2023. Lagt er til að hækkanir á gjaldendur milli ára verði ekki meiri í krónum talið en sem nemur hækkun vísitölunnar á sama tíma.

 

13. 2209033 - Tillaga D-listans um þarfagreiningu á búsetuúrræðum fatlaðra

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að hafist verði handa við þarfagreiningu á búsetuúrræðum fatlaðra í sveitarfélaginu með það að markmiði að tryggja til framtíðar viðunandi húsnæði fyrir þá íbúa sveitarfélagsins.

Greinargerð verði skilað til sveitarstjórnar fyrir áramót.

 

14. 2209034 - Tillaga D-listans um umbætur á snjómokstri á stofnvegum

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að byggðarráði verði falið að funda með fulltrúum Vegagerðarinnar á Suðurlandi með það að markmiði að efla snjómokstur á stofnvegum innan sveitarfélagins þannig að tíðni snjómoksturs verði meiri og að snjómoksturinn uppfylli betur þarfir íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu.

 

15. 2209035 - Tillaga D-listans um viðræður við aðila vegna frekari heitavatnsöflun

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að byggðarráði verði falið að eiga í viðræðum við Veitur um fyrirhugaða heitavatnsöflun fyrirtækisins í Kaldárholti þar sem óskað verði upplýsinga um stöðu mála og eins hvaða frekari áform fyrirtækið hefur um heitavatnsöflun. Jafnframt verði byggðarráði falið að funda með aðilum í Landsveit sem hyggja á virkjun heits vatns í landi Múla með það að markmiði að kynnast því hvar verkefnið er statt. Stöðuskýrslu verði skilað til sveitarstjórnar í nóvember 2022.

 

16. 2209036 - Tillaga D-listans um lagningu á nýrri vatnslögn í Þykkvabæ

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sveitarstjórn setji í forgang að leggja nýja vatnslögn frá Djúpós niður í Þykkvabæ meðfram Þykkvabæjarvegi beint inn í miðlunartank til að efla vatnsöryggi í Þykkvabæ. Framkvæmdinni verði hraðað sem kostur er í samstarfi við Stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.

 

17. 2209037 - Tillaga D-listans um bætta samþættingu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að gera tillögur að bættri samþættingu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu. Hópurinn vinni náið með skólastjórnendum og fulltrúum íþrótta- og tómstundafélaga. Samhliða verði skoðað með hvaða hætti megi nýta íþróttamannvirki sveitarfélagsins sem best sem og að koma upp akstri á milli skólasvæða eftir að skóla lýkur til að samþættingin nái tilætluðum árangri. Hópurinn skili tillögum og kostnaðargreiningum til sveitarstjórnar fyrir árslok.

 

18. 2209038 - Tillaga D-listans um afrekssjóð fyrir ungmenni

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að við komið verði á fót afrekssjóði fyrir ungmenni í sveitarfélaginu. Sjóðurinn styrki afreksfólk á aldrinum 14-20 ára vegna kostnaðar við æfingar og eins í keppnisferðir erlendis. Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að gera tillögu að reglum fyrir sjóðinn og leggja fyrir sveitarstjórn í nóvember. Við gerð næstu fjárhagsætlunar verði sjóðnum markað fjármagn til úthlutunar á árinu 2023.

 

19. 2209039 - Tillaga D-listans um heilsársgöngustíg á bökkum Ytri-Rangár við Hellu

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að þjónustumiðstöð Rangárþings ytra verði falið að láta vinna úttekt á göngustíg á bökkum Ytri-Rangár við Hellu frá Ægissíðufossi upp að Nesi. Samhliða verði þjónustumiðstöðinni falið að gera kostnaðaráætlun sem miði að því að gera stíginn að heilsársgöngustíg. Greinargerð og kostnaðaráætlun verði skilað fyrir lok október.

 

20. 2209040 - Tillaga D-listans um gerð móttökuáætlunar fyrir nýbúa

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að byggðarráði ásamt sveitarstjóra verði falið að vinna að gerð móttökuáætlunar fyrir nýbúa sem flytjast í sveitarfélagið. Áætlunin verði unnin í vetur og lögð fyrir sveitarstjórn fyrir febrúarlok. Haft verði samráð við grunn- og leikskóla sveitarfélagsins, atvinnulífið og nýbúar í sveitarfélaginu kallaðir til samráðs.

 

21. 2209027 - Breyting á fundartíma byggðarráðs

Breyting á fundartíma næsta fundar byggðarráðs

 

Almenn mál - umsagnir og vísanir

  1. 2208067 - Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Umagnarbeiðni starfshóps til að skoða og gera tillögur til umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku

 

Fundargerðir til staðfestingar

  1. 2208004F - Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 4

    • 2206038 - Stóru Vellir landskipti 5,9 Sameinist Hólalundi L231866.

    • 2208103 - Stóru-Vellir Þrastavellir og Reyrvellir.

 

  • 2208086 - Skammbeinsstaðir 2, Landskipti

  • 2208111 - Vakurstaðir Landskipti

  • 2208035 - Gaddstaðir 29, 30 og Beiðni um uppskiptingu lóða

  • 2208036 - Rangárflatir Umsókn um Byggingarheimild fyrir skilti umfangsflokkur 1 ,

  • 2208099 - Áströð Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 ,

  • 2208046 - Ártún Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar.

  • 2208050 - Efnistaka á Mýrdalssandi - umsagnarbeiðni umhverfismatsskýrslu

  • 2001009 - Miðvangur 5, Áform um uppbyggingu

  • 2006013 - Rangárbakki Hugmyndir að uppbyggingu

  • 2206026 - Sigöldustöð. Mat á umhverfisáhrifum.

  • 2208102 - Uxahryggur Breyting á texta greinargerðar í aðalskipulagi

  • 2204011 - Deiliskipulag fiskeldis

  • 2208101 - Uxahryggur Deiliskipulag

  • 2204032 - Hagi lóð Deiliskipulag.

  • 2203002 - Maríuvellir. Deiliskipulag íbúðarlóða.

  • 2102011 - Króktún, Nátthagi. Deiliskipulag

  • 2205057 - Ægissíða 1, Deiliskipulag

  • 2205007 - Hrafnhólmi og Hrafntóftir 3, deiliskipulag

  • 2208093 - Skólasvæðið. Deiliskipulag

  • 2208094 - Rangá veiðihús Deiliskipulag lóðar

  • 2208109 - Beindalsholt breyting á deiliskipulagi

  • 2208110 - Beindalsholt Stekkatúnsbjalli breyting á deiliskipulagi

 

  1. 2208008F - Vinnuhópur um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra - 1

  1. 2208006F - Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 1

  1. 2208002F - Byggðarráð Rangárþings ytra - 5

  1. 2208013F - Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd - 1

  1. 2208009F - Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 223

Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu

 

Fundargerðir til kynningar

  1. 2208113 - Félagsmálanefnd 2. fundur

Fundargerð 2. fundar Félagsmálanefndar

 

30. 2207007 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

31. 2208114 - Fundargerð 220. fundar 26. ágúst 2022

Fundargerð stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurlands

 

Mál til kynningar

  1. 2208054 - Drög að nýrri reglugerð um umferðarmerki

Umsagnarmál

 

09.09.2022

Eggert Valur Guðmundsson, oddviti.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?