Leikskólastjóri Heklukoti á Hellu

Leikskólastjóri Heklukoti á Hellu

Byggðasamlagið Oddi bs óskar eftir að ráða leikskólastjóra við leikskólann Heklukot á Hellu. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að ganga glaður til verka og leiða af dugnaði öflugt leikskólasamfélag með samstöðu og árangur að leiðarljósi.

Á starfssvæði byggðasamlagsins búa um 2000 íbúar en það eru sveitarfélögin Rangárþing ytra og Ásahreppur sem standa að Odda bs. Leikskólinn Heklukot er 5 deilda leikskóli með um 80 börn. Á Heklukoti er unnið eftir stefnu Grænfánans og Heilsustefnunnar og mikil áhersla lögð á að vinna gæðastarf með börnum. Í undirbúningi er að reisa nýjan leikskóla á Hellu og því mjög spennandi tímar framundan. Skólastefnu Rangárþings ytra og Ásahrepps má finna á slóðinni: www.ry.is/is/ibuar/skolar/leikskolar-dagvistun .

Gildi leikskólans á Heklukoti eru: Leikur – Gleði – Lífsleikni. Stefnt er að því að ráða í stöðuna frá 1. janúar næstkomandi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs til framtíðar í samræmi við skólastefnu sveitarfélaganna sem standa að byggðasamlaginu Odda bs, aðalnámskrá leikskóla og lög um leikskóla.
  • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi leikskólans.
  • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun.
  • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagins.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða leyfisbréf skv. núgildandi lögum og farsæl starfsreynsla í leikskóla.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða og/eða farsæl stjórnunarreynsla.
  • Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð.
  • Hæfni í samskiptum og metnaður til árangurs.
  • Reynsla í fjármálastjórnun kostur.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og Félags stjórnenda leikskóla (FSL).
Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri byggðasamlagsins Odda bs.

Umsóknarfrestur er til 20. október nk. Umsóknum skal skila á netfangið agust@ry.is. Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnaraðila, stuttri kynningu á umsækjanda og greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á leikskólamál og faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri í gegnum netfangið agust@ry.is eða í síma 4887000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur er áskilinn til að hætta við ráðningu og/ eða auglýsa stöðuna að nýju.

UM HELLU:

Á Hellu búa um 900 manns og stendur Leikskólinn Heklukot í hjarta þorpsins á einu fegursta bæjarstæði landsins við hina lygnu Ytri-Rangá. Í næsta nágrenni við leikskólann er Grunnskólinn á Hellu og Tónlistarskóli Rangæinga, Íþróttamiðstöð með frábærri sundlaug, sparkvelli og leik- og útiíþróttasvæði. Á Hellu er margvísleg þjónusta og kraftmikil uppbygging m.a. hvað varðar fjölbreytt íbúðahúsnæði. Þar eru ótal möguleikar til að sinna áhugamálum og útiveru af öllu tagi. Á Hellu er gott mannlíf og þar er tekið vel á móti fólki.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?