Vinnuskóli Rangárþings ytra 2021

Unglingum sem áhuga hafa á því að starfa við vinnuskólann á komandi sumri, er hér með bent á að senda inn umsókn á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má hér eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Suðurlandsvegi 1.

Reglur vinnuskóla Rangárþings Ytra 2021

Vinnan, vinnutími og stundvísi

  1. Starfsmönnum vinnuskólans ber að fara eftir fyrirmælum verkstjóra og flokkstjóra á vinnutíma. Verkstjórum og flokkstjórum ber að gæta þess að verkefni sem unnin eru á vegum vinnuskólans samræmist aldri starfsmanna vinnuskólans og að öryggis þeirra sé gætt, sbr. reglugerð um vinnu barna og unglinga nr. 426/1999.
  2. Verkstjóri/ flokkstjórar leiðbeina starfsmönnum vinnuskólans um vinnubrögð, meðferð og umhirðu verkfæra ásamt umgengni og eru ábyrgir fyrir því að góðri reglu sé viðhaldið á öllum sviðum. Verkstjóri/ flokkstjórar brýna fyrir starfsmönnum vinnuskólans vinnusemi, heiðarleika og stundvísi.
  3. Vinnuskólinn hefst að morgni miðvikudaginn 2. júní 2021 og er mæting í Selið hjá skólanum. Síðasti vinnudagur starfsmanna vinnuskólans er 30. júlí 2020. Síðasti vinnudagur hjá börnum sem eru fædd 2008 er 2. júlí 2021.
  4. Vinnutími starfsmanna vinnuskólans er frá kl. 8:00 - 15:00 mánudaga - fimmtudaga og frá kl. 8:00 – 12:00 á föstudögum á því tímabili sem vinnuskólinn er starfræktur. Vinnutími barna sem fædd eru 2008 er frá kl. 8:00 - 12:00.
    1. Kaffitími er frá kl. 9:40 – 10:00 og eftir hádegi frá kl. 14:00-14:10. Hádegishlé er frá klukkan 12:00 – 13:00.
    2. Foreldrar/ forráðamenn gera verkstjóra/ flokkstjórum grein fyrir veikindum barna sinna strax að morgni vinnudags í síma: 786-0793
    3. Öllum starfsmönnum vinnuskólans ber að mæta stundvíslega á uppgefnum mætingartímum.

Klæðnaður og reglusemi

  1. Starfsmenn vinnuskólans verða ávallt að vera klæddir í samræmi við veður og vinnuskilyrði hverju sinni. Vinnuskólinn leggur einungis til endurskinsvesti. Þann fatnað ber starfsmönnum vinnuskólans skilyrðislaust að nota og flokkstjórar fylgja því eftir.
  2. Allt búðarráp á vinnutímum er óheimilt á vinnutíma, þ.m.t. í kaffitímum. Það er því æskilegt að starfsmenn vinnuskólans hafi með sér nesti.
  3. Reykingar, munn-og neftóbaksnotkun og önnur vímuefnanotkun er stranglega bönnuð á vinnutímum, þ.m.t. rafrettur. Þetta á við um alla starfsmenn vinnuskólans.
  4. Notkun GSM síma (SMS, netnotkun eða hringingar) á meðan vinnu stendur er bönnuð. Ef þátttakandi þarf nauðsynlega að hringja er hægt að biðja um leyfi hjá verkstjóra/ flokkstjórum.
  5. Notkun I-pods eða annarra ferðaspilara er leyfð í vinnuskólanum svo lengi sem það komi ekki niður á vinnu starfsmanns eða öryggi.
  6. Engin ábyrgð er tekin á fötum nemenda, reiðhjólum, farsímum eða öðrum hlutum sem þeir hugsanlega taka með sér á vinnustað.
  7. Sýna verður flokkstjórum og öðrum kurteisi og virðingu.

Almennar kröfur til starfsmanna vinnuskólans og viðurlög við brotum:

  1. Einelti eða hvers lags stríðni er ekki liðin í vinnuskólanum.
  2. Ætlast er til þess að nemendur taki við hverju verkefni sem þeim er úthlutað og vinni það vel af hendi, þó svo verkefnið sé ekki á þeirra áhugasviði.
  3. Nemendur skulu ávallt fara vel með öll verkfæri vinnuskólans og bera virðingu fyrir eigum annarra.
  4. Ef nemandi mætir of seint, eða þarf að fara af einhverjum ástæðum, skal foreldri/ forráðamaður láta verkstjóra/ flokkstjóra vita.
  5. Flokkstjórar áskilja sér þann rétt að ef nemendur fari ekki eftir ofangreindum reglum megi þeir senda viðkomandi starfsmann vinnuskólans launalausan heim að höfðu samráði við yfirmann vinnuskólans. Öll slík tilvik ber að tilkynna til forráðamanna viðkomandi. Við síendurtekin brot getur viðkomandi starfsmanni vinnuskólans verið vikið alfarið úr starfi.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?