Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg lýsing beggja sveitarfélaganna á skipulagsáformum ásamt matslýsingu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

 

Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.

Sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa samþykkt að kynna lýsingu vegna áforma um deiliskipulag fyrir Hvammsvirkjun. Framkvæmdasvæði Hvamm­svirkjunar er í báðum sveitarfélögunum.  Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi.

Lýsingu má nálgast hér.

Ofantalin lýsing er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúum ofangreindra sveitarfélaga, og á heimasíðum sveitarfélaganna Rangárþings ytra, www.ry.isog Skeiða- og Gnúpverjahrepps www.skeidgnup.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. febrúar 2017  

----------------------------------------------------------------------------------------

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

 

Hraun og Leirubakki lóð 3, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022. Aðalskipulagsbreytingin tekur til breytinga á landnotkun þar sem hluta frístundasvæðis F39 í landi Leirubakka verður breytt í landbúnaðarsvæði að nýju.

Lýsingu má nálgast hér.

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. febrúar 2017.  

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Meiri-Tunga 1, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Meiri-Tungu á fundi dags. 11.1.2017. Deiliskipulagið nær yfir um 5,5 ha landspildu úr landi Meiri-Tungu 1, landnr. 201366. Tillagan tekur til byggingar allt að fjögurra íbúðarhúsa, 11 gestahúsa til gistingar ásamt vélaskemmu / geymslu.

Tillöguna má nálgast hér.

Ægissíða 2, Rangárþingi ytra, deiliskipulag frístundasvæðis

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti tillögu að deiliskipulagi fyrir Ægissíðu 2 á fundi dags. 11.1.2017. Deiliskipulagið tekur til svæðis úr landi Ægissíðu 2 þar sem afmarkað er svæði undir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir að skipt verði úr jörðinni allt að 1 ha lóð fyrir frístundabyggð. Lóðin bætist við núverandi frístundabyggð þar sem þegar eru 8 frístundalóðir, sem einnig munu falla undir auglýsta tillögu.  Gert er ráð fyrir að byggja megi frístundahús, geymslu o.þ.h. á nýrri lóð.

Tillöguna má nálgast hér.

Landmannalaugar, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar á fundi dags. 11.1.2017. Tilgangur með gerð deiliskipulags Landmannalaugasvæðisins er að skapa aðstæður sem draga úr álagi af völdum ferðamanna en að sama skapi bæta þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Í dag er megin þjónustukjarninn undir Laugahrauni en lögð er áhersla á að færa meginþunga þjónustu norður fyrir Námshraun og dagaðstöðu norður fyrir Námskvísl og þannig hlífa viðkvæmu svæði við Laugahraun. Markmið skipulagsins er að styrkja ímynd Landmannalauga sem stórbrotið náttúrusvæði og þannig raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins.

Tillöguna má nálgast hér.

Og hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 2. mars 2017.

 

 

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar niðurstöður sveitarstjórnar vegna eftirtalinna skipulagsáætlana.

 

Rangárbakkar á Hellu, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitastjórn Rangárþings ytra samþykkti að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Rangárbakka á Hellu á fundi dags. 14.12.2016. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að deiliskipulagssvæðið stækkar til suðurs. Afmarkaður er byggingareitur fyrir verslunar- og þjónustubyggingar. Einnig er afmarkaður byggingareitur fyrir sjálfsafgreiðslu eldsneytisstöð.

Tillöguna má nálgast hér.

Og hér.

Jarlsstaðir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitastjórn Rangárþings ytra samþykkti að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Jarlsstaði á fundi dags. 12.10.2016. Tillagan tekur til byggingarreits þar sem heimilt verður að byggja alifuglahús sem annað geti allt að 60.000 fuglum.

Tillöguna má nálgast hér.

Og hér.

Heysholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitastjórn Rangárþings ytra samþykkti að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Heysholt á fundi dags. 12.10.2016. Í stað lóðar undir þyrpingu frístundahúsa og lóðar undir þjónustuhús verða þær lóðir sameinaðar í eina þar sem gert er ráð fyrir hótelbyggingu.

Tillöguna má nálgast hér.

Og hér.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?